Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 17

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 17
veiðieigenda, auk þess sem fiskurinn er seldur óveiddur í veiðivatninu! * * * Þá mætti í þriðja lagi setja dæmið upp, til þess að fá vitneskju um það, hve miklu næmi bein og óbein verðmætamyndun vegna veiðinnar. Hún er fólgin í greiðslu vegna veiðileyfa, þjónustu ýmiskonar, svo sem flutningi á fólki, fæði, húsnæði og fleira. í því sambandi er óhætt að bæta 50% við fyrrnefnda fjárhæð og yrði því útkoman 135 millj. kr. Til þess að glöggva sig enn betur á því, sem síðast var sagt, og þeim miklu mögu- leikum, sem bjóðast í þessu efni, skal þess getið að veiðidagur í beztu ánum hér á landi er boðinn erlendis á 10 til 22 þúsund kr. Þá er innifalið allt, sem fyrr var nefnt, auk leiðsögumanns. 292 milljónir króna. Það er freistandi að lokum að setja upp eitt dæmið enn og sýna þar með hverjar heildartekjur yrðu af því að ráðstafa sem svaraði helmingi laxagilda í kjördæminu til erlendra veiðimanna. Eru þá ætlaðar 12 þús. kr. fyrir veiðidaginn. Myndi sú upphæð nema 110 millj. kr. Inn í þessu dæmi yrðu um 1300 erlendir veiðimenn, er dveldust hér í viku, en það er algengast. Þeir myndu kaupa flugfar með íslenzku flugfélögunum! fyrir um 20 millj. kr. Þá má ætla, að þeir dveldust hér til jafnaðar í fjóra daga, auk veiðidaganna sjálfra, og eyddu 3 þús. kr. á dag til jafnaðar. Sú fjárhæð næmi 16 millj. kr. Yrði heildar- fjárhæð fyrrnefndra útgjalda hinna er- lendu veiðimanna því 146 millj. kr. er stæði, eins og fyrr segir, í sambandi við ráðstöfun helmings laxagilda í Vestur- landskjördæmi. Alls kæmi því út úr þessu dæmi 292 millj. kr., ef öllu væri ráðstafað á þennan hátt og yrði því höfuðstóll þess- ara verðmæta 4,4 milljarðir kr! Óraunhæft verðmætamat? Nú kunna ýmsir af þeim, sem lesa þessa grein að hugsa: „Það er ekki rétt að tala um þetta mikil verðmæti í veiðinni, sem alls ekki er fyrir hendi. Þetta er óskhyggja ein, fjarri raunveruleikanum.“ Gott og vel segir sá, sem þessar línur ritar. Auðvitað eru dæmin hér að framan sett upp, eins og fyrr segir, til þess að sýna fram á, hvernig hægt sé að meta hlutina, ef ákveðnum skilyrðum er fullnægt og stefnt að marki, sem er enn í töluverðri fjarlægð. Þessi að- ferð greinarhöfundar er til þess ætluð annars vegar að vekja menn til umhugs- unar um þau verðmæti, sem fólgin eru í veiðimálum og á hinn hóginn til að benda á, hvað þurfi að gera til þess að tryggja greiðari leið að því marki, sem fyrr var nefnt, og ná því sem fyrst. Er þá ekki að- eins um að ræða nýtingu þess fiskstofns, sem þegar er fyrir hendi, heldur þess, sem gæti orðið, ef að væri unnið. Þess vegna er einnig bent á ráð hér á eftir til þess að auka fiskframleiðsluna í kjördæminu og aðstöðu alla, þar með verðmætin, sem í þessu felast. Laxinn 100 sterlingspunda verðmæti! Að síðustu má geta þess, að veiðidagur í Alta-ánni í Noregi, en hún er mesta stór- laxaáin, svokallaða, þar í landi, kostar sem svarar frá 22 til 41 þús. íslenzkar krónur. Má því segja að hóflegt sé að miða við 12 þús. kr. í fyrrnefndu dæmi. í riti, sem FAO gaf út árið 1963, segir ráðamaður hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnuninni, að ætla megi að 100 sterlingspunda virði gæti legið í hverjum stangarveiddum laxi, ef rétt væri að staðið. Könnun, sem gerð var á írlandi árið 1969 studdi þessa tilgátu þar sem verðmætamyndun svaraði til 100 sterlingspunda eða 24 þús. ísl. kr. að með- altali á hvern stangarveiddan lax. Þessar upplýsingar ættu að færa mönnum heim sanninn um að það, sem hér var sagt áður um þá möguleika, sem bjóðast í þessu F R E Y R 105

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.