Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 18

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 18
Laxfoss í Norðurá. Ljósm.: Þór Guðjónsson. efni, er ekki óraunhæft nema síður sé. Síðarnefnt verðmætamat gæti verið það mark, sem keppa bæri að í skynsamlegri framtíðaráætlun um betri nýtingu og á- framhaldandi uppbyggingu veiðimála hér á landi, t. d. á næsta aldarf jórðungi. FRAMTÍÐ VEIÐIMÁLA 1 VESTURLANDSKJÖRDÆMI Gera þarf áætlun, er miðast gæti við 10 ára tímabil um ræktun, meðferð og nýt- ingu veiðarinnar. 1. Hvað er unnt að gera til þess að auka fiskgengd fró því, sem nú er? a. Gera fiskvegi um hindranir í ánum og stækka þar með göngusvæði lax og göngusilungs. Athuga með vatnsmiðlun til að tryggja jafnari og öruggari rennsli ánna. b. Sleppa gönguseiðum i árnar, en slík seiði eru óháð náttúrulegri framleiðslu- getu ánna og þess vegna viðbót við seiðaframleiðslu ánna. Sleppa silungs- seiðum í fisklaus vötn. Varðandi a-lið skal þess getið að víða á svæðinu hagar þannig til, að hægt er að auka göngusvæði fisksins, svo sem í Flóka- 106 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.