Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 19

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 19
Stangarveiði í Þverá hjá Norðtungu. Ljósm.: Þór Guðjónsson. dalsá,Hvítá hjá Barnafossum; með tilliti til þess að koma göngufiski í Norðlinga- fljót, vatnasvæði Þverár; á fleiri en einum stað, Norðurá; gera fiskveg í Glanna, Gljúfurá, Álftá á Mýrum, Setbergsá, Vals- hamarsá, Svínafossá, Laxá á Skógarströnd, Búðardalsá og á vatnasvæði Hvolsár og Staðarhólsár. í b-lið er rætt um gönguseiði af laxi, en þau seiði hafa verið mikið á dagskrá síð- ustu ár. Skoðanir manna á gildi þeirra hafa verið skiptar, enda menn talið misjafnan árangur af sleppingu þeirra í árnar. Reynslan í Laxeldisstöð ríkisins í Kolla- firði sýnir ljóslega, að gönguseiði, sem verið hafa tvö ár í eldi í stöðinni og síðara árið i útitjörnum, skila beztum árangri. Víst er, að á næstu misserum fæst örugg vitneskja, vegna tilrauna í Kollafjarðar- stöðinni, um það, hvernig beri að fara að við seiðaeldi til þess að vís árangur fáist vegna sleppingu á gönguseiðum, þ. e. að seiðin komi sem hrein viðbót við náttúru- lega framleiðslu þess vatnasvæðis, sem þeim er sleppt í, og góðar endurheimtur þeirra úr sjó í árnar sem fullvaxnir laxar séu tryggðar eftir því, sem hægt er, frá hendi hins mannlega þáttar. Fiskeldisstöð,, Augljóst er að fiskeldisstöð verður að rísa í Vesturlandskjördæmi, er sjái svæðinu fyrir seiðum í framtíðinni. Stöð þessi verði sameign veiðifélaga og annara veiðieigenda í kjördæminu. F R E Y R 107

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.