Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 20

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 20
2. Hvernig má fá betri arðsemi af veiðivötnum en nú er fáanleg? Það fæst með betra skipulagi á nýtingu veiðinnar. Gera þarf ráðstafanir, er tryggi að veiðin sé stunduð reglubundið bæði í ám og vötnum. Skipulag laxveiðarinnar er víðast hvar komið í gott horf frá hendi veiðieigenda og sums staðar í mjög gott horf. En silungsveiðin er víða í ólestri, fyrst og fremst vegna þess að skipulagi er ábótavant. Lítið er gert til að láta almenn- ing vita um veiðiaðstöðu til leigu, enda veiðivötnin víða óaðgengileg vegna þess hve þau eru afskekkt og erfitt að komast að þeim eða í lélegu vegasambandi. Þá kemur vafalaust fljótlega á dagskrá að umbreyta laxveiði í net í stangarveiði, ef menn eru sammála um að fá hæsta mögulegt verð fyrir veiðina, og hlýtur slík framkvæmd að komast á. Hið sama varðar silungsveiði í vötnum þeim, sem auðvelt er að komast til stangarveiði í nú þegar, en takmarka netjaveiði í öðrum vötnum, eftir því, sem þau kæmu í gagnið. Líklegt er að nauðsynlegt verði í vissum tilvikum að stunda netjaveiði í stöðuvötnum til þess að tryggja hagfellda nýtingu fiskstofnsins. Auk vegamála, þ. e. að koma góðu vega- sambandi við öll vötn, sem unnt er að komast að á annað borð, þarf að reisa hentuga veiðimannaskála við vötnin og og tryggja þar góða gæzlu og veita veiði- mönnum ýmiskonar þjónustu. Hið sama er um árnar að segja. Rísa þurfa þar fullkom- in hús þar sem aðstaða öll og þægindi yrðu sem bezt. Yrðu væntanlega reist sérstök veiðimannahótel, er rúmuðu veiðimenn frá nærliggjandi ám. Þá yrði einnig að koma til einfaldir veiðiskálar við árnar sjálfar. * ❖ * Heildarsamtök veiðifélaga. Til þess að koma góðu skipulagi á og fá markvissa framkvœmd þessara mála, þarf samtök. Þá samstöðu eiga veiðifélögin í kjördœminu að mynda. Ef þessi tilhögun þykir of stór heild, er hægt að láta þau starfa í minni einingum þannig, að Borg- firðingar séu í einni, Snæfellingar í annari og Dalamenn í þriðju einingunni. Fyrr- greind samtök þurfa að hafa í sinni þjón- ustu starfsmenn, er vinna að því að koma í framkvæmd þeirri áætlun, sem samtökin settu sér. í tengslum við þessi félagssam- tök þyrfti auk þess að starfa fiskifræðing- ur, en hann gæti verið umdæmisfiskifræð- ingur á vegum Veiðimálastofnunarinnar. * * * Að framansögðu er Ijóst, að mjög mikil verðmæti eru fólgin í veiðimálum í Vest- urlandskjördæmi. Aðeins nokkur hluti þessara möguleika hefur verið hagnýttur, en hinir bíða þess að verða notaðir. Þetta mikla nauðsynjaverk til hagsbóta — ekki eingöngu fyrir veiðieigendur heldur alla íbúa í Vesturlandskjördæmi — reyndar al- þjóð, kallar á úrlausn. Þeir, sem vinna eiga verkið eru fyrst og fremst Vestlendingar sjálfir undir forustu ráðamanna veiðifélag- anna á svæðinu. * * * Veiðimálastofnunin mun veita þessum m'ál- um sitt liðsinni, eins og áður, og láta í té aðstoð og ráðleggingar eftir því, sem unnt er, og í hennar valdi stendur. Desember 1971. HEIMILDIR: Veiðimálastofnun: Skrásetning veiðivatna. Sigurjón Rist: Vatnasvið íslands, Orkustofnun. — Skrá um mæld stöðuvötn. 108 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.