Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 31

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 31
poka eða balla og þá hitnar í henni og hún gulnar. Þarf að auka mjög vandvirkni hjá framleiðendum hvað þetta snertir. Þess má geta að vetrarrúin ull flokkast mun betur í þvottastöðvunum og er minni rýrnun í henni.“ Þvottastöð b: „Eðlisgallar: Illhærur, gult tog, flókar, ó- hreinir litir, þ.e. grámórautt, hærusvart, flekkótt. Meðferðargallar: Ullin rök, blandað sam- an litum, mor, heyrusl, fúi, haustrúin ull, tað.“ Þvottastöð c. „Ullin er of gul, mikið af ull sem flokkast ekki í hreina liti, IV fl. 6.6%. Allmikið er af ull, sem er með gulum illhærum, III fl. sem er 46% af allri ullinni gæti farið í II fl. ef hún væri betur hvít og betur hirt. Meðferðargallar eru helzt kleprar, hlandbrunnið, harðir flókar og tvíreyfing- ar, og einnig ber mikið á grasrusli og oft er hvíta ullin menguð af mislitri ull. Um- búnaður og merking er oft mjög slæm.“ G. Verðmætisaukning, ef helmingur lakasta ullarflokks breytist í bezta ullarflokk á næstu 5 árum: Þvottastöð a: Ekkert svar. Þvottastöð b: — — Þvottastöð c: Ca. 6%. H. Hvaða verð ætti að vera til bænda á eftir- sóttasta flokki umfram meðalverð eða um- fram lökustu flokka: Þvottastöð a: Ekkert svar. Þvottastöð b: — — Þvottastöð c: Úrval 50% hærra en meðal- verð og 350% hærra en lak- asta ullin. Sjá jafnframt lið B, C, D, E, verðhlutföll til bænda. II. ULLARVERKSMIÐJUR Svör bárust frá tveimur verksmiðjum. Árlegt ullarmagn eftir gæðaflokkum reyndist eftirfarandi: GæSaflokkur Tonn % I 16 2 II 270 38 III 265 38 IV 37 5 V 31 4 VI 0 0 s 30 4 G 53 7 M 12 2 Samtals 714 100 Skinnaull 50 B. Ullargallar. Svör: Verksmiðja a: „Aðalgalli íslenzkrar ullar er, hvað hún er flókin, en meðal annars þessvegna er ill- mögulegt að þvo hana vel, sem leiðir af sér annan slæman galla, þ. e. hvað mikill sandur og önnur óhreinindi eru í ullinni. Þá er það ekki smágalli, hvað ullarlitirnir eru orðnir samblandaðir. Hvíta ullin er meira og minna blönduð rauðgulum og jafnvel svörtum hárum. Sama er að segja um mórauðu og sauðsvörtu ullina, þessir litir eru meira og minna blandaðir hvítum hárum.“ Verksmiðja b: „Helztu gallar. I. og II. fl.: Hvít ull ekki nógu hvít, menguð af dökkri ull og rauðgulum illhær- um, of mikið af mosa og mikið rusl. Sauð- svart ekki nógu hreinn litur og í grófara lagi. Mórautt ekki nógu hreinn litur. Mikill F R E Y R 119

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.