Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 23

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 23
Gripahúsin er bezt að loftræsta með rafknúnum viftum. notkun til heimilisþarfa og smærri raf- magnstækja á búinu geta þeir notað mik- inn hluta raforkunnar fyrir súgþurrkunar- mótorinn á sumrin og upphitun íbúðar- hússins á vetrum og fengið þannig stöðuga notkun allt árið. Notkun aflmarktaxta. Verða nú tekin tvö einföld dæmi um notk- un aflmarktaxta: 1. Gerum ráð fyrir, að notandi hafi 10 kW aflstillingu og nýti þau aðeins 1000 klst. á ári eða samt. 10.000 kWst. (í árinu eru 8.760 klst.). Sé ekki gert ráð fyrir yfirnotkun, kostar þessi raforka sem hér segir: Fastagjald 10 árskW ............. kr. 25.690,00 Orkugjald 10.000 kWst. á kr. 0,54 .. kr. 5.400,00 Samt. kr. 31.090,00 Hver notuð kWst. kostar þá kr. 3,11 að meðaltali. Næst er þá að athuga, hvernig þessi raf- orkunotkun —• 10.000 kWst. — gæti skipzt í flokka og reikna verðið samkvæmt al- mennum gjaldskrárliðum (nr. 21 og 34) til samanburðar: Ekki væri fjarri lagi að áætla, að notk- unin skiptist þannig, að 6500 kWst. væru notaðar við heimilishald og búrekstur og 3500 kWst. til súgþurrkunar með 10 hest- afla = 7,35 kW rafmótor. Orkugjald 6500 kWst. á kr. 2,85 .... kr. 18.525,00 Fastagjöld (F 1 og F 3).......... kr. 3.792,00 Orkugjald 3500 kWst. á kr. 0,54 .... kr. 1.890 00 Fastagjöld af 7,35 kW mótor ..... kr. 7.931,00 Samtals kr. 32.138,00 Samkvæmt því kostar hver kWst. að meðaltali kr. 3,21. í þessu dæmi var um mjög litla notkun á aflmarktaxtanum að ræða, en þrátt fyrir það er verð hverrar notaðrar kWst. heldur lægra en það væri, ef raforkan væri keypt eftir taxta nr. 21 og nr. 34. Þess ber líka að gæta við þennan samanburð, að not- andi aflmarkstaxtans á kost á viðbótar- orku umfram þessar 10.000 kWst. fyrir að- eins 54 aura á kWst. Þá orku mætti t. d. Kælivélin heldur mjólkinni í tanknum 3°—4° C kaldri. F R E Y R 111

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.