Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 26

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 26
Fyrir votheysfæriböntl nægja yfirleitt 1,5—3,0 kW rafmótorar. nýta til meiri súgþurrkunar, neyzluvatns- hitunar, bættrar lýsingar og loftræstingar í gripahúsum eöa upphitunar íbúöarhús- næðis, svo eitthvað sé nefnt. 2. Gerum ráð fyrir, að þessi notandi hafi sömu aflstillingu og notandinn í dæmi 1, en nýti þessi 10 kW í 5000 klst. á ári, eða alls 50.000 kWst. Sé ekki gert ráð fyrir yfir- notkun, kostar þessi raforka: Fastagjöld af 10 árskW............. kr. 25.690,00 Orkugjald 5000 kWst. á kr. 0,54 .... kr. 27.000,00 Samtals kr. 52.690,00 Hver notuð kWst. kostar þá kr. 1.05 að meðaltali. Segjum, að þessi notandi eyði 7000 kWst. í heimilishald og búrekstur og 6000 kWst. til súgþurrkunar með jafnstórum mótor og notandinn í dæmi 1. Samkvæmt taxta nr. 21 og nr. 34 mundi sú notkun kosta: Orkugjald 7000 kWst. á kr. 2.85 .... kr. 19.950,00 Fastagjöld (F 1 og F 3) ............ kr. 3.792,00 Orkugjald 6000 kWst. á kr. 0,54 .... kr. 3.240,00 Fastagjöld af 7,35 kW mótor ......... kr. 7.931,00 Samtals kr. 34.913,00 Af kr. 52.690,00 hefur notandinn þá eytt kr. 34.913,00 og 13.000 kWst. Eftir eru kr. 17.777,00 og 37.000 kWst. Af þeim kostar 17 777 hver kWst. því-------- = 48 aura, sem er F 37.000 að sjálfsögðu mjög ódýr orka til húshit- unar. Raforka til húshitunar. í gjaldskránni eru 3 taxtar fyrir raforku til húshitunar. Það raforkuverð er miðað við söluverð dísilolíu í Reykjavík, kr. 4.300,00 á tonn. Rarorkuverðið hækkar eða lækkar hver kWst. um 2,4 aura á taxta 41, 1 eyri á taxta 42 og 0,6 aura á taxta 43 fyrir hverjar fullar 65 krónur, sem olíu- tonnið hækkar eða lækkar. Frá gildistöku þessarar gjaldskrár hefur 11% söluskattur á húsaolíu verið afnuminn og raforkuverð- ið því lækkað nokkuð. Samanborið við þessa taxta, má af dæmi 2 sjá, að notandi aflmarktaxtans á kost á mjög ódýrri orku til upphitunar íbúðar- húss á vetrum, eða öllu réttara þann tíma úr árinu, sem súgþurrkunarmótorinn er ekki notaður. Miðað við olíukyndingu er þessi orka einnig mjög ódýr. Þessa orku má nýta annað hvort með beinni rafhitun (þilofnum eða lausum ofnum) eða með rafmagnshitaldi á miðstöðvarkerfinu (raf- magnsmiðstöðvarkatli), þar sem olíukynd- ing er fyrir hendi. Rafmagnsmiðstöðvar- katlar fást af ýmsum stærðum. Þar sem olíukyndingin er í góðu lagi, má nota hana til viðbótar rafmagnskatlinum í mestu kuldum. Bændur, sem byggja ný íbúðarhús, ættu að yfirvega vandlega, í samráði við rafvirkja og starfsmenn Raf- magnsveitnanna, hvort ekki borgar sig að hita húsið upp með raforku. Á tímum mesta álags, t.d. meðan verið er að elda mat eða þvo þvott, má minnka orkunotkun hitakerfisins með stillirofum, til þess að á- lagið fari ekki yfir aflstillinguna og ekki þurfi að greiða fyrir dýra umframnotkun. Með því að fá sér sérstakan álagsmæli og láta rafvirkja setja hann upp á aðgengi- 114 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.