Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 27

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 27
Aukin tækni við öflun heyja krefst afkastamikillar súgþurrkunar í hlöðunni. legum stað, t. d. í eldhúsi, getur notandinn auðveldlega fylgzt með álaginu á hverjum tíma. * * * Af dæmunum tveimur hér á undan ætti það að vera ljóst, að aflmarktaxtinn er í flestum tilfellum mjög heppilegur fyrir bændur, enda fer þeim bændum sífellt fjölgandi, sem kaupa alla sína raforku eftir þeim taxta. Um notkun aflmarktaxtans við sveitastörf gildir í stuttu máli þetta: Vegna fastagjaldanna skal notandinn ekki velja hærri aflstillingu en svo, að unnt sé að framkvæma allar daglegar athafnir, sem raforku þarf til, án teljandi óþæginda. Bændur geta t. d. miðað aflstillinguna við stærð súgþurrkunarmótors að viðbættri stærð þeirra rafmagnstækja á búinu, sem óhjákvæmilega þurfa að vera í gangi sam- tímis. Þá þarf einnig að vera fyrir hendi nægileg raforka til nauðsynlegra starfa húsfreyju og fyrir heimilistæki eins og kæliskáp og frystikistu. Orkunotkuninni verður að dreifa sem haganlegast yfir daginn, til þess að forðast yfirálag og þar með dýra umframnotkun. Um það verða bóndinn og húsfreyjan að hafa nána samvinnu, sérstaklega á sumrin, þegar þörf er á mikilli raforku úti við. Af- gangsorkuna, sem er fyrir hendi t. d. þegar súgþurrkunarmótorinn er ekki í gangi, verður svo að nýta á hverjum tíma eftir föngum eins og áður er sagt. í dæmunum tveimur var reiknað með 10 kW aflstillingu. Notkun raforku í bú- skap er orðin svo fjölþætt, að það er varla raunhæft að reikna með lægri aflstillingu fyrir meðalbú og stóru búin þurfa yfirleitt meira, 12—15 kW. Ný og ný rafmagnstæki, sem létta bústörfin og gera þau meira að- laðandi, koma til sögunnar og aukin tækni við öflun heyja krefst þess að unnx sé að hirða örar í hlöðurnar en áður tíðkaðist. Til þess þarf afkastamikla súgþurrkun í hlöðunum. Algengasta stærð súgþurrkun- armótora er því nú orðin u. þ. b. 10 hestöfl og ef raforkan er keypt eftir taxta nr. 34, verða fastagjöldin af slíkum mótor mjög há. Hitt er svo annað mál, að bændur, sem hafa fasttengdan rafmótor við súgþurrkun- arblásarann, eiga skilyrðislaust að nýta súgþurrkunina það vel, að aldrei hitni í heyinu, hvort sem þeir kaupa raforkuna eftir aflmarktaxta eða súgþurrkunartaxta. Starfsmenn Rafmagnsveitnanna geta verið rafmagnsnotendum til mikillar að- stoðar við val á taxta og leiðbeint um rétta notkun raforkunnar. Ég vil benda þeim bændum, sem ekki hafa nú þegar fengið aflmarktaxta, á að snúa sér til þeirra og ræða málin og fá þá e.t.v. til þess að gera samanburðarútreikninga á aflmarktaxta og almennum töxtum miðað við ákveðna notk- un. Fjölmargir bændur hafa á síðustu ár- um séð sér hag í því að skipta yfir á afl- marktaxta. Flestir þeirra hafa þá fengið rafhitun í íbúðarhúsið um leið til þess að nýta afgangsorkuna sem bezt. F R E Y R 115

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.