Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 33

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 33
verksmiðjuna. Kemur það fram í auknum vörugæðum og vinnusparnaði og stuðlar að því að gera íslenzkar ullarvörur mjög eftirsóttar á heimsmarkaðnum. Ætti því að vera hægt að greiða allt að 50% hærra fyrir eftirsóttustu ullina, en munurinn gæti orðið enn meiri ef um verulegar um- bætur væri að ræða. En hætt er við að lélegasta ullin verði mjög lítils virði, jafn- vel svo að ekki svari kostnaði að vinna úr henni.“ III. SÚTUNARVERKSMIÐJUR Svör bárust frá fjórum verksmiðjum. Svörin voru eftirfarandi: A. Heildarfjöldi sútaðra lambsgæra ca. 540.000 gærur. B. Hlutfallsskipting á liti: Svör bárust frá tveimur verksmiðjum. Litarflokkur % 1. Alhvítt 3 2. Gult á skæklum 5 3. Lítið gult 14 4. Mikið gult 58 5—11. Mislitt 20 C. Eftirsókarverðustu flokkar í eftirfarandi framleiðslu: 1. Langhærð loðsútuð skinn. Verksmiðja a: „Hreinir litir, t. d. hreinhvítt, hrafnsvart o. s. frv. + mórautt, jafnhært og lagðsítt." Verksmiðja b: Alhvít og lítið gul skinn (Bl, B2, B3 sbr. spurningu B). Verksmiðja c: Alhvít og lítið gul skinn (B1 og B2). Verksmiðja d: Hreinhvítar gærur, ekki ullstuttar í hrygg. 2. Klippt loðsútuð skinn. Verksmiðja a: „Sveipótt, þétthært, gljáhært, silkikennt, hreinir litir.“ Verksmiðja b: „Helzt engin, erlend skinn eru það mikið ódýrari í slíka framleiðslu, að einungis er er hægt að nota afganga úr íslenzkum gærum til þessara hluta.“ Verksmiðja c: „B4 er mest notað (mikið gult á belg) og svo reytt skinn.“ 3. Pelsaskinn með loðnunni út. Verksmiðja a: Sama og í lið C2. Verksmiðja b: „Við sútum ekki í pelsa — en gerum ráð fyrir að B5 (grátt og grábotnótt) og Bll (svart og módropótt) séu beztu skinnin í þá.“ Verksmiðja c: „B5 og Bll, mjúkt háralaga og sveipótt.“ 4. Mokkaskinn. Verksmiðja a: „Háralag sama og í C2 og C3, holdrosa þykk.“ Verksmiðja b: „Við sútum heldur ekki mokkaskinn, en þar er mest um vert að engin lýti séu á holdrosa og að skinnin séu ómarin.“ F R E Y R 121

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.