Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 8

Freyr - 15.03.1972, Blaðsíða 8
tímabili (fimm ára meðaltöl) hefur verið, sem hér segir: Árin 1955—60 veiddust sam- tals um 23 þúsund laxar, en 1961—65 voru laxarnir 37 þúsund talsins, og 1966—70 komu á land um 40 þúsund laxar árlega, en síðustu tvö árin hefur árleg veiði numið um 56 þúsund löxum. * * * Möguleikar til aukinnar veiði hér eru mjög miklir, ef rétt er á spilum haldið, eins og reynslan sýnir. En þakka ber hinn góða árangur m. a. því ágæta og merka starfi, sem unnið hefur verið á sviði fisk- ræktar og fiskeldis, sérstaklega síðasta ára- tug. Fjölþætt fiskræktarstarfsemi hefur farið fram með sleppingu á fiski í ár og stöðuvötn, fiskvegagerð og aðrar umbætur, svo sem stíflugerð til vatnsmiðlunar. í árn- ar hefur verið sleppt um 300 þúsund gönguseiðum af laxi síðustu árin. * ❖ * Ör þróun hefur orðið í fiskeldi og á Lax- eldisstöð ríkisins í Kollafirði þar drjúgan hlut að máli, auk þess sem önnur starf- semi á vegum félagshópa og einstaklinga hefur lagt lóð sitt á vogarskálina. Að fisk- haldi hefur, sem kunnugt er, verið unnið í Lárósi á Snæfellsnesi, sem vakið hefur mikla og verðskuldaða athygli, enda skilað góðum árangri. Til fróðleiks skal þess getið að samanlagðar endurheimtur á laxi í Kollafjarðarstöðina 1970 og í fiskeldisstöð- ina í Lárósi 1971 nema tæplega 17 af hundr- aði heildarlaxveiði, sbr. meðaltal áranna 1966—70. Ágætt skipulag. Fyrst og fremst má þakka velgengnina í veiðimálum góðu skipulagi og fastri stjórn þessara mála. Hin merka löggjöf, lög um lax- og silungsveiði, er fékk þegar árið 1932 í meginatriðum þann búning, sem hún er enn í, er hinn ágæti grundvöllur, sem byggt hefur verið á. Eins og kunnugt er, fer landbúnaðarráð- herra með yfirstjórn veiðimála, en honum til aðstoðar er veiðimálastjóri og Veiði- málanefnd. Enda þótt gert hafi verið ráð fyrir embætti veiðimálastjóra í lögum 1932, kom sú framkvæmd ekki til sögunnar fyrr en árið 1946. Er því starfsemi Veiði- málastofnunar ekki ýkja löng, eða rúm- lega aldarfjórðungs gömul. Hins vegar hef- ur Veiðimálanefnd starfað frá setningu laganna. Sérstakt veiðieftirlit hefur verið allt frá árinu 1934, er það hófst í smáum stíl með skipun veiðieftirlitsmanns í Borg- arfirði. Nú er veiðieftirlit framkvæmt í sex héruðum. Þá er starfandi „Yfirmat veiði- mála.“ V eiðimálastof nun. Með starfsemi veiðimálastofnunar (em- bœtti veiðimálastjóra) er haldið uppi hlið- stæðu starfi hér og rekið er í nágranna- löndum okkar, enda eðlilegt þar sem þessi mál eru sérstæðs eðlis sákir þess breiða og fjölþœtta sviðs, er þau spanna, en þurfa að vera undir einum hatti, til þess að þau geti þróast eðlilega. Veiðimálastofnunin annast daglega stjórn veiðimála, rannsókn- ir veiðivatna og vatnafiska, söfnun og skráningu skýrslna um veiðimál, leiðbein- ingar um fiskrækt og fiskeldi og umsjón með fiskvegagerð og byggingu klakhúsa og eldisstöðva, leiðbeiningar um félagsmál (veiðifélögin) og ýmiskonar upplýsinga- starfsemi. Þá er starfsemi Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði ein grein á þessum meiði, en veiðimálastjóri er framkvæmda- stjóri stöðvarinnar. * * * Um Veiðimálanefnd er það að segja, að hún getur gert tillögur um allt, er að veiði- málum lýtur og skal leita samþykkis henn- ar um setningu reglugerða og annara á- kvæða um friðun, fiskeldi og veiði. í Veiði- málanefnd sitja, auk formanns hennar, sem skipaður er af ráðherra án tilnefningar, fulltrúar frá eftirtöldum aðilum: Búnaðar- 96 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.