Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1987, Side 9

Freyr - 01.10.1987, Side 9
Séð yfir fundarsalinn á Eiðum. (Myndir tók M.E.). Aðalfundur 1987 Stéttarsambands bœnda haldinn í húsakynnum Alþýðu- . ágúst til 2. september. Hófst hann mánudaginn 31. ágúst Árið 1987 var aðalfundur skólans á Eiðum dagana 31 kl. 9.30. Formaður sambandsins, Ingi Tryggvason, setti fundinn og bauð menn velkomna. Síðan minntist hann níu manna er látist höfðu frá því síðasti aðalfundur var haldinn og höfðu allir verið kjörnir fulltrú- ar á fundum Stéttarsambandsins. Þeir voru þessir: Snæbjörn J. Thoroddsen, bóndi í Kvígindisdal, en hann var fulltrúi Vestur-Barðstrendinga á átta að- alfundum Stéttarsambandsins árin 1949-1956. Gísli Andrésson, bóndi á Hálsi, en hann var fulltrúi Kjósarsýslu á öllum Stéttarsambandsfundum árin 1979 til dánardægurs 1987. Hann átti jafnframt sæti í stjórn sambandsins og Framleiðsluráði þessi sömu ár. Sigurjón Sigurðsson, bóndi í Trað- arkoti, en hann var fulltrúi Gull- bringusýslu á Stéttarsambands- fundum frá 1965 og sat alls 26 fundi. Séra Gísli Brynjólfsson, prestur á Kirkjubæjarklaustri, en hann var fulltrúi Vestur-Skaftfellinga á 16 fundum árin 1947- 1961. Sigurður Jónsson, bóndi á Efra- Lóni, sem var fulltrúi Norður- Þingeyinga árin 1961-1980 og sat alls 23 fundi. Þórður Halldórsson, bóndi á Laugalandi, sem sat 5 aðalfundi sem fulltrúi Norður-ísfirðinga á árunum 1955-1963. Þórður Jónsson, bóndi á Hvallátr- um, en hann var fulltrúi Vestur- Barðstrendinga á aðalfundi Stétt- arsambandsins árið 1970. Ketill Guðjónsson, bóndi á Finna- stöðum, sem var fulltrúi Eyfirð- inga á 21 Stéttarsambandsfundi á árunum 1945-1968, og var meðal stofnenda Stéttarsambandsins. Björn Jónsson, bóndi á Kóngs- bakka, en hann var fulltrúi Snæ- fellinga á aukafundi Stéttarsam- bandsins árið 1959. Formaður gerði í stuttu máli grein fyrir æviferli þessara manna og félagsstörfum þeirra. Síðan risu Freyr 737

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.