Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1987, Qupperneq 21

Freyr - 01.10.1987, Qupperneq 21
framleiðslustjórnun hafa verið meira og minna í molum. Sturlaugur ræddi fækkun slátur- húsa og taldi tæplega í verkahring hagfræðinga í Reykjavík að ákveða hana án samráðs við heimamenn. Hermann Sigurjónsson þakkaði skýrslur og Inga Tryggvasyni mikil og góð störf. Að öðru leyti ræddi hann skýrslu starfshóps um sauðfjárrækt. Benti hann á að Rangárvallasýsla væri ein hrein- ræktaðasta landbúnaðarsýsla landsins og það væri ótækt að leggja til að fækka þar sauðfé og hafa fjárbúskap þar nánast sem aukabúgrein. í því sambandi benti hann á að sýslan væri bæði án hlunninda og hafna. Jóhannes Kristjánsson ræddi kjötmat og feitt kjöt. „Okkar dómur er hjá neytendum", sagði hann. „Framleiðum, það sem fólkið vill og notum vel tímann fram til 1992“. Árni Bjarnason kvaðst ekki hafa verið ánægður með reglugerð um fullvirðisrétt í fyrra. í>ar þarf enn að bæta um. Um sauðfé sagði hann að þar yrðu að nást fækkun- arsamningar. An þess stæðu bændur illa. Hann kvað bændur segja: „Við leggjum dilka inn, gröfum fullorðna féð, en ekki dilka sem við kunnum að eiga umfram fullvirðisrétt“. Árni taldi sölukerfið hrunið ef um framhjá- sölu yrði að ræða. Þorfinnur Þórarinsson sagði að bændur þyrftu leiðbeininga við á tímum samdráttar og búhátta- breytinga. Skógrækt væri of lítill gaumur gefinn, sömuleiðis fiskeldi hjá bændum. Skógrækt þarf að verða búgrein. Stéttarsambandið þarf að tengjast fiskeldismönnum. Leiðbeiningar þarf í samræmi við þetta. Emil Sigurjónsson ræddi hætt- una á aukinni framleiðslu í góðu árferði, en nauðsyn væri að laga framboðið eftir markaðsskilyrð- um. Hann taldi mikla þörf á auknum leiðbeiningum fyrir loð- Guðmundur Ingi Kristjánsson sal nú síðasta fund sinn sem fulltrúi á aðalfundi Stéttarsambands bœnda, en hann var fulltrúi á stofnfundi sambandsins 1945 og hefur setið flesta aðalfundi þess síðan, þar af sem stjórnarmaður frá 1969. Guðmundur Ingi hefur lengst allra skrifað fundargerðir aðalfunda sambandsins og hafa þœr hverju sinni legið fyrir nokkuð samtímis því að fundum hefur lokið. dýrabændur og nauðsyn að bregð- ast fljótt við í þeim efnum. Jón Eiríksson flutti kveðju frá Landssambandi kartöflubænda. Hann sagði að í góðum uppskeru- árum væri staða kartöflubænda verst. Margur myndi á þessu hausti fá lítið fyrir uppskeru sína í því frjálsa verðstríði sem nú er. Jón vitnaði í ályktun Búnaðar- þings um kartöflur og vinnslu þeirra. Hann kvað innlendar verk- smiðjur keppa við niðurgreiddar innfluttar kartöfluvörur og lagði fram tillögu um að leitað yrði leiða út úr því öngþveiti. Guðmundur Þorsteinsson tók aftur til máls og ræddi nú um fullvirðisrétt og kaup á honum. Guðmundur Ingi Kristjánsson tók undir orð Þorfinns Þórarins- sonar um skógrækt og fiskeldi. Hann nefndi dæmi um fjölskyldu- fiskeldi á Barðaströnd og kvað áhuga á skógrækt víðar fyrir hendi en hjá bændum. Hann lét þess getið að hann léti nú af störfum í stjórn Stéttarsam- bandsins og þakkaði góða sam- vinnu og góð kynni við Stéttar- sambandsmenn í 42 ár. Þá lauk umræðum og höfðu 33 fundarmenn tekið til máls og talað að meðaltali í 7 mínútur. En í fundarboði hafði verið mælst til þess að enginn ræðumaður notaði lengri ræðutíma en 8 mínútur. Áð loknum þessum umræðum tók Ingi Tryggvason til máls. Þakkaði hann hlýleg orð í sinn garð. Síðan vék hann að fram- ai l • i r GRASFRÆ SÁÐVÉLAR Góð sáðvél í grasfræið. 3 m vinnslubreidd. Fyrirliggjandi. KAUPFÉLÖGIN OG s BÚNAÐARDEILD > SAMBANDSINS Freyr ;49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.