Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1987, Side 26

Freyr - 01.10.1987, Side 26
bœnda 1987 tekur undir ályktun Búnaðarþings 1987 um að stjórnir Stéttarsambands bœnda og Búnað- arfélags íslands, ásamt framleið- endum, leiti sameiginlegra leiða út úr því öngþveiti sem nú er í sölu- og markaðsmálum kartaflna. Þá beinir fundurinn því til stjórnarinnar sérstaklega að vinna að því við stjórnvöld að dregið verði úr eða bannaður alveg inn- flutningur á unnum kartöflum — svonefndum frönskum kartöflum — þar sem innlendar verksmiðjur eru í stakk búnar að sinna þessum þörfum og séð er að nú verður metuppskera". Samþykkt samhljóða. Þorsteinn Sigfússon flutti 8. til- lögu verðlagsnefndar: ,rAðalfundur Stéttarsambands bœnda 1987 lœtur í Ijós ánœgju sína með þann árangur sem Mjólk- urdagsnefnd og Markaðsnefnd hafa náð í kynningu og markaðs- setningu búvara og leggur áherslu á að þessu starfi verði haldið áfram. Mjólkurdagsnefnd hefur þegar markaðan tekjustofn en fundurinn beinir því til Fimmmannanefndar að hún hlutist til um að allt að 0.75% af heildsöluverði kinda- kjöts gangi til Markaðsnefndar til auglýsinga á kindakjöti“. Samþykkt samhljóða. 9. tillögu verðlagsnefndar flutti Halldór Þórðarson og talaði fyrir henni: ,Aðalfundur Stéttarsambands bœnda 1987 mótmœlir hugmynd- um um álagningu virðisaukaskatts á landbúnaðarafurðir'". Þórólfur Sveinsson spurðist fyrir um hugmyndir um virðis- aukaskatt og hvernig hann myndi koma við bændur. Gunnlaugur Júlíusson upplýsti nokkuð um áhrif skattsins. Síðantóku þessir til máls: Hall- dór Þórðarson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ingi Tryggvason, Páll Ólafsson og Þórarinn Þor- valdsson. Tillagan var samþykkt sam- hljóða. 10. tillögu verðlagsnefndar flutti Halldór Þórðarson: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1987 harmar hve ullariðn- aðurinn stendur höllum fœti hér á landi og bendir á að íþessari stöðu sé þýðingarmikið að bændur og vinnsluaðilar vandi meðferð ullar- innar". Samþykkt samhljóða. 11. tillögu verðlagsnefndar var frestað vegna þess að vitnast hafði að svipuð tillaga var í smíðum hjá annarri nefnd. Var ætlast til að nefndirnar hefðu samráð um til- löguflutning. 3. Tillögur atvinnumálanefndar. Fyrstu tillöguna flutti Paul Richardson. Þórður Pálsson studdi tillöguna og ræddi skóg- ræktarskilyrði á Austurlandi. Tillagan var svo: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1987 fagnar þeirri vakn- ingu og þeim áhuga almennings á skógrœkt og umhverfisvernd al- mennt sem orðið hefur að undan- förnu. Bændur hafa lítið stunáað skógrækt og hefur hún ekki orðið að búgrein enda hefur skort fjár- hagslegan grundvöll til þess. Stuðningi við skógrækt þarf að haga þannig að bœndur geti stund- að hana sem búgrein í þeim héruð- um sem til þess eru best fallin. Fundurinn felur stjórninni að óska eftir samstarfi við Skógrækt ríkisins og landbúnaðarráðuneytið til að tryggja rekstrarskilyrði skóg- ræktar“. Samþykkt samhljóða. Aðra tillögu atvinnumálanefnd- ar flutti Einar E.Gíslason og talað fyrir henni með tilvitnun í skýrslu Framleiðnisjóðs. Ingi Tryggvason benti mönnum á að láta ekki sam- þykkt þessarar tillögu rekast á við óskir fundarins í öðrum tillögum. Helgi Jónasson mæltist til að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað þar til séð yrði hvernig tillögum Framleiðslunefndar II reiddi af. Afgreiðslu tillögunnar var frestað. Verndiö Frey í vönduðum möppum. Sendum gegn póstkröfu. Bindagerðin Smiðjuvegi 22, Kópavogi. Símar 91-77040 og 91-35468 754 Freyr

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.