Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1987, Qupperneq 42

Freyr - 01.10.1987, Qupperneq 42
aðalfundarins og nemur nú sam- tals hálfri milljón króna. Framkvæmdir við byggingu hússins hafa gengið samkvæmt áætlun og er fyrsta stóra verkefnið í húsinu sýningin BÚ’87. Fulltrúi Stéttarsambandsins í stjórn Reiðhallarinnar er Gunn- laugur Júlíusson búnaðarhagfræð- ingur. 1.5. Styrkur til rannsókna á heymæði. Rannsóknum þessum er nú að mestu lokið og verða helstu niður- stöður kynntar á læknafundi sem haldinn verður hér á landi í ágúst. Ætlunin er að gefa út bók þar sem niðurstöðurnar verða birtar í heild og til tals hefur komið að þetta efni verði meðal dagskráratriða á ráðunautafundi í byrjun næsta árs. 1.6. Ályktun um að minnst skuli 150 ára afmælis búnaðar- samtaka. Ákveðið var að minnast þessara tímamóta með þátttöku í landbún- aðarsýningunni BÚ’87 sem haldin var í Reiðhöllinni 14.—23. ágúst. Aðrir sem að sýningunni stóðu voru: Búnaðarfélag Islands, Framleiðsluráð landbúnaðarins, Landbúnaðarráðuneytið og Mark- aðsnefnd landbúnaðarins. For- maður og framkvæmdastjóri eru fulltrúar Stéttarsambandsins í sýn- ingarstjórn. 1.7. Aldar afmæli Bændaskól- ans á Hvanneyri. Stjórninni er með ályktuninni fal- ið að eiga þátt í því að minnast aldarafmælis skólans árið 1990. Stjórnin hefur beitt áhrifum sínum til þess að veitt verði fé til áfram- haldandi framkvæmda við skóla- húsið á Hvanneyri. Að öðru leyti eru umræður um þetta mál skammt á veg komnar. 1.8. Ályktun þar sem mótmælt er hugmyndum um að leggja aðstöðugjald á afurðastöðvar. Ályktunin var send fjármálaráðu- neytinu. Ekki hefur orðið af álagningu slíks gjalds. 1.9. Ályktun um átak í sölumál- um dilkakjöts. Unnið hefur verið að þessu máli eftir ýmsum leiðum, m.a. í Mark- aðsnefnd, framkvæmdanefnd bú- vörusamninga og með ótal við- tölum við ráðamenn og fulltrúa afurðastöðva. Framleiðnisjóður veitti kr. 10 milljóna framlag til Markaðs- nefndar og verður nánar greint frá störfum hennar í sérstökum kafla. 1.10. Ályktun um að vekja at- hygli ASÍ á mikilvægi niður- greiðslna. í september héldu fulltrúar úr stjórn Stéttarsambandsins fund með nokkrum helstu forystu- mönnum verkalýðshreyfingarinn- ar. Þar fóru fram hreinskilnar og gagnlegar umræður um þessi mál. 1.11. Nefnd um tryggingamál bænda. Síðasti aðalfundur kaus þá Sigurð Þórólfsson í Fagradal, Guðmund Stefánsson í Hraungerði og Jón Gíslason á Hálsi til þess að kanna tryggingamál bænda með það í huga að þau verði landbúnaðinum hagstæðari. M.a. er nefndinni ætl- að að athuga framtíðarverkefni Bjargráðasjóðs, hugsanlegar breytingar á starfsemi Viðlaga- sjóðs og möguleika á hagstæðri svæðabundinni tryggingu á bú- stofni og uppskeru Hér er um mjög viðamikið verkefni að ræða sem Iengi hefur verið til umræðu. Eitt af því sem knúið hefur á um aðgerðir er bágur fjárhagur Bjarg- ráðasjóðs á undanförnum árum. Hagur sjóðsins er nú mun betri en áður. Hópur á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins hefur rætt valkosti í tryggingamálum landbúnaðarins. Sá hópur hefur ekki lokið störf- um. Þessi mál voru til umfjöllunar á síðasta Búnaðarþingi. Nefnd Stéttarsambandsins hef- ur kynnt sér mikinn fjölda gagna og álitsgerða frá aðilum sem um þetta efni hafa fjallað á undan- förnum árum og rætt vfð stjórn Bjargráðasjóðs og fulltrúa trygg- ingafélaganna. Vonast er til að hægt verði að leggja fyrir aðalfundinn greinar- gerðir frá tveimur stærstu trygg- ingafélögunum um valkosti í tryggingamálum landbúnaðarins. 1.12. Ályktun um uppsafnaðan söluskatt í landbúnaði. Samkvæmt athugun Gunnlaugs Júlíussonar búnaðarhagfræðings vó uppsafnaður söluskattur 3,6% í reksturskostnaði búsins í ársbyrj- un 1981. Síðan hefur þetta hlutfall lækk- að vegna þess að söluskattur af búvélum var felldur niður. Vegna ráðgerðra breytinga á söluskattskerfinu á næstu árum hefur frekari umræða um þetta mál legið í láginni. Komi til þess að virðisaukaskattur verði tekinn upp hér á landi hverfa áhrif upp- safnaðs söluskatts úr verðlaginu. 1.13. Ályktun mn að Stéttarsam- bandið leiti eftir samstarfi við landbúnaðarskólana um aukna fræðslu um málefni stéttarinnar og endurmenntun í landbúnaði. Málið hefur verið rætt við skóla- stjóra búnaðarskólanna. Það er skoðun þeirra sem um þetta hafa fjallað að tengja beri slíkt átak til endurmenntunar þeirri búháttabreytingu sem að er stefnt á gildistíma búvörusamning- anna. Þess er vænst að hægt verði að leggja fyrir aðalfundinn áætlun bændaskólanna um námskeiða- hald næstu ár. í því sambandi vaknar spurning- in um það hvernig stuðla megi að almennri þátttöku bænda í slíku námi. Eins og er virðist vanta hvatn- ingu í því efni, og margir bændur, einkum þeir yngri, eiga erfitt með að komast að heiman, jafnvel þótt um fáa daga sé að ræða. í því sambandi vaknar spurning um það hvort að einhverju leyti eigi að gera þá kröfu til þeirra sem njóta fyrirgreiðslu vegna búhátta- 770 Freyr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.