Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1987, Qupperneq 46

Freyr - 01.10.1987, Qupperneq 46
1.27. Ályktun þar sem lögð er áhersla á að útvegað verði fé til þess að unnt verði að standa við ákvæði búvörulaga um stað- greiðslu afurðaverðs. Stöðug togstreita er milli banka- kerfisins og ríkisvaldsins um þetta efni. Þó verður ekki annað sagt en að í megin atriðum hafi verið staðið við ákvæði laganna. Hins vegar hefur ákvörðun ríkisstjórnarinnar í mars sl. um að breyta greiðslu vaxta- og geymslugjalds, þannig að það greiðist mánaðarlega af sölu, vald- ið afurðastöðvunum verulegum erfiðleikum vegna aukinnar fjár- bindingar og kostnaðar við birgðahald. Stjórn Stéttarsambandsins hef- ur mótmælt þessari breytingu harðlega en án árangurs enn sem komið er. 1.28. Ályktun um breytingu á lánakjörum Stofnlánadeildar landbtínaðarins. í júni 1986 náðust fram verulegar breytingar á lánakjörum deildar- innar og voru þær mjög í þá átt sem tillaga aðalfundarins beindist að. Nánar verður að þessu vikið í kafla um Stofnlánadeildina. 1.29. Ályktun rnn að gulrófna- bændur fái afurðalán eins og aðrir bændur. Ályktunin var send til Seðlabanka Islands og rædd við ráðamenn bankans. 1.30. Ályktun þar sem Stofnlánadeild er hvött til ítrustu varfæmi í lánveitingum til fjós- og fjárhúsbygginga. Ályktunin var send stjórn Stofnlánadeildar. Þessu var fylgt eftir með álykt- un stjórnar í janúar sl. þar sem segir að stjórnin telji að gæta beri mikillar aðhaldssemi í veitingu lána til útihúsabygginga til mjólk- ur- og kjötframleiðslu og alls ekki lána til framkvæmda sem eru yfir gildandi stærðarmörkum nema fullvirðisréttur sé umfram þau. 1.31. Ályktun um athugun á því að nýta Stofnlánadeildargjald til þess að lækka verðbótaþátt eigin lána. Stjórnin hefur ítrekað rætt þessa tillögu en ekki hefur fundist flötur á að framkvæma hana. 1.32. Kjaramálaályktun fund- aiins. Hún er almennt stefnumarkandi fyrir Stéttarsambandið. Unnið hefur verið að framgangi þessara stefnumála með ýmsu móti og í tengslum við framkvæmd annarra samþykkta aðalfundarins. 1.33. Ályktun um atvinnumál. Þessi ályktun var send til allra sveitarstjórna í landinu og lands- hlutasamtaka sveitarfélaga. Einnig var hún send tii allra bún- aðarfélaga, verkalýðsforustunnar og stjórnvalda. Óskað var eftir því að efni ályktunarinnar yrði rætt og um það fjallað á hvern hátt megi styrkja atvinnulíf dreifbýlisins. Ljóst er af viðbrögðum sem Stéttarsambandið hefur fengið að ályktunin hefur vakið marga til umhugsunar um þessi mál. Eftir ítarlegar umræður um ályktunina ákvað stjórnin að láta taka saman hugmyndaskrá um fjölþættari atvinnumöguleika í sveitum. Skránni var ætlað að vekja bændur til umhugsunar um mögu- Ieika til nýrrar atvinnuuppbygg- ingar sem kynnu að leynast í næsta nágrenni þeirra og efla umræðu um atvinnumál sveitanna. Einnig var tilgangurinn að vekja athygli bænda á stuðningi Framleiðni- sjóðs við búháttabreytingar. Skráin var send öllum bændum í landinu, svo og búnaðarfélögum og kvenfélögum í sveitum. Hugmyndaskráin virðist hafa komið verulegri hreyfingu á málin og vakið marga til umhugsunar og aðgerða í þessum efnum. Stéttarsambandið hefur nú fengið fjármagn úr Framleiðni- sjóði til þess að ráða mann um eins árs skeið til þess að fylgja þessu máli eftir, m.a. með fræðsíu og umræðufundum, skipulagi námskeiða og með því að aðstoða einstaka bændur við að kanna hagkvæmni og hrinda í fram- kvæmd einstökum nýjungum. Gert er ráð fyrir að þessi starfs- maður verði ráðinn nú í haust. 1.34. Ályktun þar sem mótmælt er innflutningi á kjötvörum. Varnarliðið kaupir nú um 60 tonn af kjöti á ári hjá Sláturfélagi Suðurlands. Þar er aðallega um að ræða nautakjöt og svínakjöt. Þetta kjötmagn er þó enn að- eins lítill hluti þess kjöts sem varn- arliðið notar í heild. Stöðugt berast fregnir um kjöt- smygl en illa gengur að komast að því hvaða leiðir smyglararnir nota. Málið hefur margsinnis verið rætt við landbúnaðarráðherra og tollgæsluyfirvöld en þar virðast menn standa ráðþrota gagnvart þessum vanda. 1.35. Ályktun þar sem lögð er áhersla á að komið verði á jafnvægi á íslenskum kjöt- markaði. Ályktunin var send til landbúnað- arráðuneytisins og búgreinafélag- anna. Mál þetta hefur verið mikið rætt á vegum landbúnaðarráðu- neytisins, hjá Framleiðsluráði og í búgreinafélögunum, m.a. hafa kjúklingabændur gert ráðstafanir til þess að koma betra jafnvægi á framboð kjúklinga. 1.36. Ályktun um útrýmingu riðuveiki. I búvörusamningnum sem undir- ritaður var í mars er gert ráð fyrir átaki til útrýmingar riðuveiki á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir að kostnaður verði um 250 milljónir króna sem ríkið leggi fram sérstaklega. 1.37. Tillaga um búmark og fullvirðisrétt til framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða. Niðurstaða fundarins var lögð til 774 Freyr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.