Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 59

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 59
Sœvar Sigbjarnarson í Rauðholti, formaður Búnaðarsambands Austurlands, og Ása Hafliðadóttir kona hans. haustið 1986 sem eru um 35 þús. fjár færra en haustið áður. Ætla má að milli 600 og 800 tonn af framleiðslu ársins 1986 sé vegna fækkunar fjár. Verðlagsárið 1985/ 86 seldust innanlands 9.203 tonn af kindakjöti á móti 9.405 tonnum næsta verðlagsár á undan. Á hvern mann varð innanlandssalan 39,2 kg verðlagsárið 1984/85 og 38,0 kg árið 1985/86. Salan á alm- anaksárinu 1986 varð 7.979 tonn. Sala kindakjöts fyrstu 11 mánuði þessa verðlagsárs varð 7.819 tonn á móti 8.284 tonnum á sama tíma árið áður. Hins vegar varð salan 4.837 tonn fyrstu 7 mánuði þessa almanaksárs á móti 4.076 tonnum í fyrra. Útflutningur fyrstu 11 mánuði verðlagsársins var 3.362 tonn. Þegar á heildina er litið hefur sala kindakjöts verið fremur dræm á þessu verðlagsári. Þó hefur salan glæðst nú á sumarmánuðum. Ný- lega hefur verið ákveðið að verja verulegu fé til að gera verslunar- aðilum mögulegt að selja kjöt af síðasta árs framleiðslu á mismun- andi tilboðsverði. Gera menn sér vonir um að það örvi sölu verulega. 6.3. Nautakjöt. Á árinu 1986 varð nautgripakjöts- framleiðsla 3.126 tonn samkvæmt skýrslum sláturleyfishafa. Sala varð 2.622 tonn, Söluaukning milli ára varð 31 tonn eða 1,2%. Á fyrstu 11 mánuðum þessa verðlagsárs er framleiðsia nautakjöts 2.919 tonn og sala 2.804 tonn, sem er 17,2% aukning frá sama tímabili næsta verðlagsár á undan. í nóvember 1986 ákvað Fram- leiðnisjóður að greiða sérstaka uppbót á ungkálfakjöt, kr. 2.000 á kálf til að örva slátrun ungkálfa. í júlímánuði síðastliðinn var ákveð- ið að fella þessa greiðslu niður fyrst um sinn frá 1. ágúst. Skýrslur hafa nú borist um slátr- un kálfa á þessu tímabili. Birgðir nautakjöts voru 1.783 tonn í árs- lok 1986 á móti 1.288 tonnum í I ii árslok 1985. Hinn 31. júlí síð- astliðinn voru birgðir nautakjöts 1.234 tonn á móti 664 tonnum á sama tíma 1986. Á síðastliðnu ári voru gerðir samningar um sölu á nokkru magni af nauta- og svínakjöti á Keflavíkurflugvöll. Hlýtur það áfram að verða baráttumál að koma í veg fyrir allan innflutning kjöts til varnarliðsins. Þrálátur orðrómur gengur um að verulegu magni af kjöti sé smyglað til lands- ins. Þann orðróm verður íslenska tollgæslan að kveða niður með svo virku eftirliti með innflutningi að smygl hætti og sögusögnum linni. 6.4. Hrossakjöt. Á árinu 1986 var framleiðsla hrossakjöts 719 tonn og sala innanlands 723 tonn. Birgðir í lok júlí voru 89 tonn. Ekki liggja fyrir nákvæmar upp- lýsingar um útflutt slátur- og reiðhross. Innlendi hrossakjötsmarkað- urinn virðist í góðu jafnvægi eins og er. Athugun hefur verið gerð á smásöluverði hrossakjöts í nokkr- um verslunum. Virðist kostnaður vera mikill við alla vinnslu og sölumeðferð hrossakjöts, þannig að neytandinn greiðir jafnvel hátt á annað hundrað prósent meira fyrir niðurbrytjað og pakkað fol- ald en bóndinn fékk fyrir það. Hlýtur hið háa verð á folaldakjöti í verslunum að gefa tilefni til endurskoðunar á verði til bóndans, enda hefur Félag hrossa- bænda gert tillögur þar um. 6.5. Svínakjöt. Framleiðsla svínakjöts varð 1867 tonn á árinu 1986 og er það 14,5% aukning frá árinu á undan. Fyrstu 11 mánuði verðlagsársins varð svínakjötsframleiðslan 1754 tonn sem er 103 tonnum meiri en á sömu mánuðum verðlagsársins á undan. Birgðir svínakjöts eru nú 21 tonn. 6.6. Fuglakjöt. Samkvæmt skýrslum var fram- leiðsla fuglakjöts 2.139 tonn á ár- inu 1986 og salan 1.839 tonn. Verulegar birgðir hafa hlaðist upp af fuglakjöti og er staða fram- leiðenda þessarar vöru erfið. 6.7. Egg. Eggjaframleiðslan var 2.838 tonn á árinu 1986. Offramleiðsla er á eggjum og verð lágt til framleiðenda. 6.8. Garðávextir. Kartöfluuppskera varð góð á ár- inu 1986 og var framleiðslan áætl- Freyr 787
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.