Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1987, Page 62

Freyr - 01.10.1987, Page 62
Fr amleiðnisj óður landbúnaðarins Skýrsla um störf sjóðsins 1986 og 1987, lögð fram á aðalfundi Stéttarsambands bænda á Eiðum 31. ágúst 1987. Yfirlit um störf 1986. Stjórn sjóðsins hélt 22 formlega fundi á árinu. Almennar umsóknir voru um 280, auk u.þ.b. 600 um- sókna vegna búháttabreytinga, leigu eða sölu fullvirðisréttar og búmarks. Breyting varð á stjórn sjóðsins í desember, þá kom Bjarni Guð- mundsson til starfa en Eggert Haukdal hætti. Búnaðarbankinn annast greiðslur og bókhald sjóðs- ins en Árni Jónasson, Árni Snæ- björnsson, Jóhann Guðmundsson og Egill Bjarnason unnu að ýms- um þáttum við samningagerð, auk formanns. Á síðasta aðalfundi Stéttarsambands bænda var gerð grein fyrir þátttöku sjóðsins í að auðvelda aðlögun mjólkurfram- leiðslunnar að fulivirðisrétti. Til þessa var varið kr. 32,6 millj. auk kr. 9,0 millj. til kaupa á fullvirðis- rétti verðlagsárið 1985/1986. I búvörusamningi, sem S.B. og ríkið gerðu sl. haust, var Fram- leiðnisjóði falið að taka ábyrgð á hluta af samningunum, með kaupum eða leigu á fullvirðisrétti eða verðtryggingu, er nam samtals 800 tonnum kindakjöts og 3 millj. lítra mjólkur. Bændum var gert tilboð um að leigja eða selja fullvirðisrétt auk ákveðins verðs fyrir sauðfjáraf- urðir sem yrðu umfram verðtrygg- ingu. Áætlað var að heildarkostn- aður, tækist að kaupa eða leigja rétt vegna þessara ábyrgða, yrði kr. 90,0 millj. vegna mjólkurinnar og kr. 385,0 millj. vegna kinda- kjötsins. Auk þess um kr. 60,0 millj. vegna ákvæða um álags- Ráðstöfun fjármuna 1986, skv. reiknmgum sjóðsins. Kr. TEKJUR Framlag skv. 1. nr. 46/1985 .................................. 149 200 000,- Kjarnfóðurgjald, nr. 46/1985 .................................. 20 589 000,- Vextir ......................................................... 3 222 000,- Lántaka....................................................... 100 000 000,- Alls kr. 273 011 000,- LÁN OG FRAMLÖG Skipta má ráðstöfun í tvo meginþætti, annars vegar hefðbundin viðfangsefni og hins vegar beinar aðgerðir til að auðvelda aðlögun að markmiðum búvörulaganna. 1. Almenn verkefni. Loðdýrarækt..................................................... 26 231 000,- Fiskrækt......................................................... 6 581 000,- Rannsóknir og leiðbeiningar ................................... 11 615 000,- Markaðsöflun ................................................... 10 394 000,- Framlög til búháttabreytinga ................................... 23 494 000,- Fjárhagslegendurskipul. lán .................................... 12 375 000,- Ýmis lán ........................................................ 9 000 000,- Alls kr. 99 690 000,- 2. Aðlögun búvöruframleiðslu að markaði. Verðábyrgð v/mjólkurfl. 85/86 ............................... 32 666 000,- Kaup fullvirðisréttar mjólkur ............................... 9 059 000,- Kaup og leiga búmarks ....................................... 28 477 000,- Ungkálfaslátrun ............................................. 8 774 000,- Förgun sauðfjár 1986 ........................................ 51 387 000,- Sláturkostn. v/sauðfj. 1986 ................................. 12 085 000,- Alls kr. 142 448 000,- 3. Rekstur. Almennur rekstrarkostnaður ...................................... 2 512 000,- Vextir..................................................... 500 000,- Kynningarfundir............................................ 625 000,- Fjárhagskönnunarnefnd (tvö ár) .................................. 2 220 000,- Framleiðsluráð v/innh.kjarnf.gj.................................. 3 359 000,- Alls kr. 9 216 000,- SAMTALS RÁÐSTAFAÐ KR. 251 354 000,- 790 Freyr

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.