Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1998, Qupperneq 6

Freyr - 01.03.1998, Qupperneq 6
samlegar til að halda bæði markaði og verði innanlands en einnig að auka útflutning sem skilar ásættan- legu verði. Þar eru miklir vaxtar- möguleikar og spennandi að fylgjast með því sem er að gerast í þeim mál- um. KASK í Hornafirði hefur flutt út til Belgíu, Sláturfélag Suðurlands til Danmerkur og báðir þessir aðilar telja sig fá gott verð. Einnig lofa við- skiptasamningar sem Kjötumboðið og KÞ hafa náð í Ameríku mjög góðu. Þetta eru þeir markaðir sem mestar vonir eru bundnar við fyrir útflutning. Sl. haust voru aðeins framleidd 800 tonn af kjöti til út- flutnings og af því fóru 350 tonn á hinn rótgróna markað okkar í Fær- eyjum. Þangað eru lluttir heilir skrokkar og því erfitt að bera verðið saman við aðra markaði sem kaupa unnar vörur. Landssamtökin ætla að kanna út- flutning til Kanada, hvort hægt sé að höfða til þjóðemiskenndar Vestur- Islendinga. Landssamtökin munu byrja að athugað hvað hefur verið gert áður á þessum markaði, hvaða höft eru og hvað þarf til að ryðja þeim úr vegi ef einhver eru. Oft hefur heyrst að þegar þokka- legir samningar nást erlendis fari eitthvað úrskeiðis. Hvað er hægt að gera? Það hefur staðið útflutningsmörkuð- um fyrir þrifum hversu uppbygging kjötvinnsla er skammt á veg komin hér á landi en það er að lagast. Kjöt- vinnslur KASK og SS hafa leyfi á Evrópumarkað. Eina leiðin til að auka verðmæti kjötsins og fá þokka- legt skilaverð er að vinna það sem allra mest hérlendis. Utflutningur á heilum skrokkum er ekki fýsilegur framtíðarkostur. Fyrir nokkru fengu bændur bréf þar sem þeir em beðnir um að skuld- binda sig til að fjölga fénu og selja ákveðnum aðilum hluta framleiðslu sinnar. Bréfið hljómar mjög spenn- andi og það verður gaman að sjá hvort þetta er eitthvað sem á framtíð fyrir sér. Málið er alveg nýtt og hef- ur ekkert verið kynnt, hvorki fyrir sauðfjárbændum né sláturleyfishöf- um og kemur dálítið óvænt en ég á ekki von á öðru en bændur skoði þetta með jákvæðum huga. Reyndar teldi ég heppilegra, a.m.k. í fyrstu, að kjötið yrði keypt í gegnum slátur- leyfishafa svo að samtöðu bænda verði ekki tvístrað. Akveðnar hættur eru því samfara ef bændur kljúfa sig út úr með sölu sem ekki er tryggt að eigi framtíð fyrir sér. Er samstaða bænda næg? Ég held að það vanti ekkert upp á samstöðu bænda ef afurðastöðvar standa við að greiða fullt verð. I flestum tilfellum eru afurðastöðv- amar undir stjóm framleiðenda þó að ítökin séu kannski ekki nógu mikil. Bændur eiga að hafa tögl og hagldir í afurðastöðvunum og gæta þar hagsmuna bæði félagsmanna og stöðvanna. Eina leiðin sem ég sé til að halda j verðmismun milli dilkakjöts og ann- ars kjöts er að fá vistræna vottun. Lyfjalaus framleiðsla í sátt við land- ið er það sem skiptir mestu máli við sölu dilkakjöts í framtíðinni. Við verðum að sannfæra neytendur um að við séum ekki að misnota landið og að kjötið sé ekki framleitt með hormónum eða lyfjum. Kostnaður við slíka vottun og kynningu verður ein- hver en við einfaldlega megum til. Ég tel að megninhluti dilkakjöts uppfylli nú þegar þessi skilyrði. Mjög slæmt er fyrir sauðfjárbændur að láta taka sig í bólinu að þeir séu raunverulega að ofnota land. Sam- kvæmt reglugerðum um vistvæna | framleiðslu er hlutverk búnaðarsam- bandanna að gefa út slíka vottun. I sumum tilfellum er slæmt að sami aðili ráðleggi og gefi síðan út vottun en það er ódýrasta leiðin og ég tel hana færa. Hinn 1. sept. nk. verður verðlagn- ing á kindakjöti gefin frjáls, hvaða áhrif telurðu að það hafi? Mjög erfitt er að segja til um það en verði birgðastaðan lík og síðasta haust, á verð til framleiðenda ekki að lækka. Aftur á móti ef birgðirnar aukast verður tilhneiging til að verð lækki. Lögmál markaðarins um framboð og eftirspum fara að virka, sem er jákvætt. Við verðum líka að framleiða eitthvað í útflutning til að J halda uppi öflugu markaðsstarfi. I J búvörusamningi er bundið að ákveð- inn hluta framleiðslunnar skuli flytja út og í ágúst ár hvert skal ákveða hvert það hlutfall er. Síðustu tvö ár hefur boginn verið spenntur hátt og miðað við það magn sem fer ekki á innanlandsmarkað. Það er spurning hvort það hafi verið rétt ákvörðun. Nú erum við að reka okkur á að ef birgðir eru of litlar er ekki nægur hvati hjá afurðastöðvunum til að selja kjötið. Þama verður að finna hinn gullna meðalveg. Telur þú að sláturleyfishafar muni leita lengra eftir viðskiptum en áður? Það hlýtur að vera einhver tilhneig- ing til þess en ég á fastlega von á að kaupfélagssláturhúsin leiti saman og myndi eina heild. En hve margir spila frjálsir inni á milli og hversu Sláturfélag Suðurlands nær yfir stór- an hluta landsins, er ómögulegt að segja. Allir flutningar milli svæða hafa gjörbreyst og með tilkomu bíla, sem geta flutt yfir 300 lömb í hverri ferð, hafa átthagafjötrar bænda í raun verið leystir. Bændur geta skipt við þann sláturleyfishafa sem best býður hverju sinni. Það eykur þrýst- ing á afurðastöðvar að standa sig gagnvart framleiðendum. Áttu von á að afurðastöðvum muni fækka? Þeim mun líklega fækka eitthvað. Hérna á Austurlandi hefur sláturhús- um fækkað mjög mikið á undanföm- um árum. Nú em tvö sláturhús á svæði þar sem áður vom átta hús. Fénu á svæðinu hefur líka fækkað mjög mikið. Árið 1978 var slátrað urn 80 þúsund dilkum en þegar skor- ið var niður vegna riðunnar minnk- aði slátrunin niður í 20-30 þúsund dilka en er núna nálægt 50 þúsund. Hvaða áhrif telur þú að nýtt kjöt- mat hafi? Ég bind vonir við að þeir sem hafa stundað ræktunarstarf af alúð fái 6 - Freyr 2/98

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.