Freyr - 01.03.1998, Side 8
skapur með hundruð þúsunda fjár án
þess að nýta aðkeyptan áburð tekur
beint af landinu og skilar því litlu til
baka. Fyrir lífræna framleiðslu þarf
mun hærra verð og markaðurinn
virðist einfaldlega ekki taka við
nema takmörkuðu magni. Lífrænn
búskapur getur gengið upp í smáum
stíl og ekkert nema gott um það að
segja en að breyta sauðfjárræktinni
að stórum hluta gengur tæplega upp.
Fer landvernd og sauðf járbúskap-
ur saman?
Já, það getur vel farið saman með
skynsamlegri nýtingu byggðri á
þekkingu. Mér finnst alltof mikil al-
hæfing hjá mörgum þeirra sem fjalla
um gróðureyðingu í landinu að
kenna eingöngu búfé um hana. Nátt-
úruöflin eiga stærstan þátt og síðan
búsetan sem slík. Forfeður okkar
notuðu skóginn til eldiviðar og í
byggingar. Maðurinn sjálfur hefur
átt stóran þátt í eyðingu skóganna
með þeim búskap er var stundaður.
Til þess að fólkið lifði, þurfti að nýta
landið eins og mögulegt var til að fá
afurðir búfjárins. Nýlegasta dæmið
um alhæfingar er nýársávarp forseta
Islands þar sem hann sagði beint að
hross og sauðfé hefðu eytt gróðri í
landinu. Hann minntist ekki á mann-
skepnuna sjálfa eða náttúruöflin.
Hérna á heiðunum eru bæði sauð-
fé og hreindýr, keppa þau ekki um
beitina?
Sauðfé hefur fækkað á þessu svæði
það mikið að nóg rými er fyrir hvoru
tveggja. Ég býst við að þar sem
hreindýrin ganga yfir sumarið sjáist
að þau séu í beinni samkeppni við
sauðkindina en fjárfjöldinn er orðinn
það lítill að ég tel ekki vera hættu á
ofbeit. Hins vegar er ekki skynsam-
legt að fjölga hreindýrum að neinu
ráði. Það býður heim hættunni á að í
erfiðum árum falli hluti stofnsins.
Það hefur aldrei þótt góð latína að
setja á guð og gaddinn. Heppilega
stofnstærð tel ég vera í kringum 2.000
hreindýr og með veiðum er hægt að
stjórna henni nokkuð nákvæmlega
Skipt var um fé á Jökuldal vegna
riðu fyrir nokkrum árum, hver er
helsti munur á þessum stofnum?
Skorið var niður á stóru svæði árið
1990 vegna riðu og fé tekið aftur
tveimur árum seinna. Einhverra
hluta vegna hefur afurðasemi fjár-
skiptafjárins verið mun meiri heldur
en stofnsins sem var áður. Það eru
líklega margar ástæður fyrir því. Við
fengum mjög vel ræktað fé úr Ör-
æfum, af Ströndum og úr Reykhóla-
sveit. Bændur þar voru komnir
lengra í ræktunarstarfi en almennt
gerðist á Austurlandi. Einnig er
meðferðin á nýja fénu mun betri en
áður gerðist. Síðast en ekki síst sáu
bændur glöggt þessi tvö ár sem var
fjárlaust að gróðurfar stórbatnaði á
jörðunum. Nýja féð fær því betri
haga og fjölbreyttari gróður. Hversu
fljótt landið tók við sér sýnir að
landið var í nokkuð góðu ásigkomu-
lagi þar sem grávíðir og fleiri teg-
undir komu svo fljótt upp.
Ullarflokkun á Austurlandi hefur
batnað mikið, hvað veldur?
Bændur eru farnir að hirða ullina
miklu betur en áður var og ég þakka
það að mestum hluta matsmönnun-
um. Þeir hafa verið mjög liprir og
farið til bænda og metið ullina við
rúning og kennt hvemig ullin þarf að
vera til þess að flokkast vel. Mats-
mennimir eiga sérstakan heiður skil-
ið fyrir starf sitt. Síðan er það veður-
farið, héma er þurrviðrasamara en
víðast annars staðar á landinu sem
þýðir að ullin þófnar síður.
Hvað er sérstakt við féð á Freys-
hólum?
Féð á Freyshólum er gamla Skriðu-
klaustursféð en sérstakt leyfi fékkst
til að halda eftir 50 kindum þegar
annað fé var skorið niður vegna
riðuveiki á svæðinu. Ullarlagið er
einstakt, togið fíngert og þelið mikið
og mjúkt. Fénu var haldið í einangr-
un á Freyshólum til ársins 1996 en
þá komu tveir hrútar þaðan inn á
sæðingarstöðina á Möðruvöllum.
Ræktun þessa stofns hefur byggst
að mestu á ull og frjósemi fremur en
byggingarlagi. Það horfir vonandi til
bóta því að í vetur voru allar æmar
sæddar með hreinhvítum hrútum
sem vom á sæðingarstöðvunum í
Laugardælum og í Borgamesi. Rúm-
lega helmingur ánna hélt og vonir
eru bundnar við að fá góða einstak-
linga, bæði hvað varðar ull og kjöt-
gæði. Það er mjög slæmt að ekki
hafi verið unnið samhliða í ræktun á
ull og kjötgæðum. Við höfum ein-
faldlega ekki efni á því að sleppa
öðrum hvorum þættinum.
Viltu segja í örfáum orðum frá
sauðfjárbúskap þínum?
Sauðburður hefst um mánaðamótin
apríl-maí og við þurfum að geta tek-
ið við öllum sauðburðinum á húsi.
Til eru grindur til að hólfa mestöll
húsin niður en ég byggi samt mikið á
að hafa æmar eftir burð í hólfum
með aðgang að húsi. Auk þess er
vélageymslan notuð fyrir sauðburð á
vorin og nú eru gemlingamir þar til
að rýmka á hinu fénu. Gemlingamir
hafa alltaf frjálsan aðgang að fiski-
mjöli. Húsin og hlaðan eru að stofni
til frá 1965 en hlaðan var stækkuð
og steypt í gólfið árið 1991. Síðan
hefur heyið eingöngu verið verkað í
rúllur og hægt er að geyma flestar
rúllumar inni. Gólfið í hlöðunni,
fóðurgöngum og görðum er allt í
sömu hæð, þá er auðvelt að keyra
fóðurvagninn og hver sem er getur
séð um gjöfina. Fjárhúsin vom upp-
haflega taðhús en árið 1985 var
mokað út úr þeim og þau lengd um
þrjá metra. Fremst em steyptar þrær
og fleytiflórar inn eftir húsunum en
þeir hafa ekki virkað nógu vel,
sauðataðið er svo þurrt. Haugdæla er
notuð til að hræra upp í þrónum og
gengur það vel.
Féð er sett á fjall eins snemma og
mögulegt er og því er gefið með
beitinni eins lengi og það étur. Eftir
aðra smölum um miðjan október er
féð tekið í girðingu og síðan er haust-
rúið í lok október og fer féð ekkert út
aftur fyrr en að vori. Með því að rýja
féð snemma fæst mjög góð flokkun
á haustrúninginn og snoðið verður
nógu langt til að fara í 1. flokk. Fénu
er helst aldrei gefið inni fyrir haust-
rúning. Að meðaltali fer öll ullin í 1.
flokk, það fer álíka mikið í úrval og
8 - Freyr 2/98