Freyr - 01.03.1998, Síða 10
Fjárrœktarfélögin
árið 1996
Grundvöllur að öllu nútíma
ræktunarstarfi í búfjárrækt er
traust og öflugt skýrsluhald
um stofninn. Þetta á ekki síður við í
sauðfjárrækt en annarri búíjárrækt þar
sem leitast er við í ræktunarstarfinu að
kynbæta fleiri eiginleika samtímis.
Suma af þessum eiginleikum má meta
á gripunum sjálfum en aðrir eru metn-
ir á grundvelli ættemisupplýsinga þar
sem upplýsingar úr traustu skýrslu-
haldi em lykilatrið. Þetta á við um
mikilvægustu eiginleika í sauðfjár-
rækt eins og fijósemi og afurðasemi
ánna og að nokkm leyti marga fleiri
eiginleika.
Nú á allra síðustu misserum er
skýrsluhaldið að fá nýtt hlutverk og
þar með enn meira vægi en áður.
Með aukinni gæðavitund neytenda
þróast nú hratt margvísleg vottuð
framleiðsla. Einn hornsteinn slíkra
framleiðslukerfa er traust skýrslu-
hald um bústofn þar sem afurða-
skýrsluhaldið er hinn sjálfsagði
gmnnur. Þess vegna bendir allt til að
skýrsluhald um sauðfé muni fá enn
aukið vægi á komandi árum og meiri
eftir Jón Viðar Jón- mundsson fW$ ^
Bændasam- tökum íslands
og almennari þátttaka bænda í því sé
mikilvægt markmið.
Hér á eftir er gerð grein fyrir
nokkmm meginniðurstöðum úr
skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna ár-
ið 1996.1 töflu eru birtar allar helstu
fjölda- og meðaltalstölur fyrir ein-
stök félög. Síðan er í texta og mynd-
urn hér á eftir gerð nánari grein fyrir
ýmsum niðurstöðum. Rétt er að taka
fram að þegar fjallað er um fjölda-
tölur er miðað við sýslumörk, en í
umræðu um meðalafurðir er Sf.
Blævur talið með Norður-ísafjarðar-
sýslu, þó að búin í því félagi séu nú í
Hólmavíkurhreppi, og skipti á milli
Eyjafjarðar og Suður-Þingeyjarsýslu
eru búnaðarsambandssvæðin, þann-
ig að tveir vestustu hreppar Suður-
Þingeyjarsýslu teljast í þeim saman-
burði til Eyjafjarðar.
Pátttaka í starfinu
Öll fjárræktarfélög sem skiluðu
skýrslum árið 1995 gerðu það einnig
árið 1996 og skýring þess að í yfir-
litstöflu um félögin kemur fram einu
félagi færra en árið 1995 er að tvö
félög, Sf. Neisti í Öxnadal og Sf.
Glæsibæjarhrepps, voru sameinuð í
eitt félag sem kemur fram undir
nafni Sf. Neista. Það hlýtur að vera
umhugsunarefni fyrir bændur í
þessu starfi hvort ekki beri að stefna
að sameiningu félaga með það að
markmiði að gera þeim mögulegt að
vera virkar einingar í faglegu starfi í
greininni. Það er sauðfjárræktinni
mikil nauðsyn að blásið verðu nýju
lífi í faglegt starf í greininni. Þróun
hefur góðu heilli síðustu misseri
verið í átt að virkara faglegu starfi en
verið hafði um langt árabil á meðan
greinin mótaðist af hlekkjum fram-
leiðslutakmarkana. Önnur nálgun að
slíku mætti hugsanlega gerast með
því að fjárræktarfélög á hverju sauð-
fjárbændafélagssvæði/búnaðarsam-
bandssvæði mynduðu sauðfjárrækt-
arsambönd sem stæðu að slíku sam-
eiginlegu faglegu starfi.
Fyrir árið 1996 komu til uppgjörs
skýrslur fyrir 956 (943) bú. í þessari
grein eru allar svigatölur sambæri-
legar tölur fyrir árið 1995 sem eru
birtar til samanburðar. Þessu til við-
bótar eru örfá bú sem að afstöðnum
fjárskiptum eru aðeins með vetur-
gamlar ær skýrslufærðar. Fullorðnar
ærvoru samtals 143.399 (144.341) og
veturgömlu æmar 27.014 (29.891)
eða samtals 170.413 (174.232) ær.
Þannig fækkar skýrslufærðum ám
Hlutfallsleg þátttaka 1996
70
60
50
40
30
20
10
0
Mynd 1.
10-Freyr 2/98