Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Síða 11

Freyr - 01.03.1998, Síða 11
örlítið þó að búunum fjölgi. Ein meginskýring er að vegna fjárskipta féllu úr skýrsluhaldi örfá af allra stærstu fjárbúum landsins. Þegar metin er hlutfallsleg þátt- taka í skýrsluhaldinu með því að bera saman fjöldatölur fyrir full- orðnar ær við fjölda ásettra áa í land- inu samkvæmt forðagæsluskýrslum haustið 1995 sýnir það að hlutfalls- leg þátttaka á landinu öllu er 38,5% (36,3%) eða meiri en hún hefur ver- ið nokkru sinni. Slfkt er að sjálf- sögðu hin æskilega þróun. Þegar nánar er skoðað hvemig þátttaka er í þessu starfi í einstökum héruðum fæst sú mynd sem sýnd er á mynd 1. Þama sést að gífurlega mikill munur er þama. Eins og áður er þessi starf- semi virkust í Þingeyjarsýslum, en einnig mjög öflug á Snæfellsnesi, á Ströndum, í Vestur-Húnavatnssýslu og í Austur-Skaftafellsýslu. Hins vegar er þátttaka í starfinu alltof lítil í sumum af stærri fjárræktarhéruð- um á landinu eins og í Borgarfirði, Austur-Húnavatnssýslu og á Suður- landi, sérstaklega í Rangárvalla- sýslu. Flestar skýrslufærðar ær eru í Suður-Þingeyjarsýslu 17.914, (þá em taldir þar með hreppamir tveir á svæði Bsb. Eyjafjarðar). Félögin em ákaflega misjöfn að fjárfjölda en eins og áður em flestar ær skýrslufærðar í Sf. Öxfirðinga 5145 ær en í átta félögum til viðbót- ar em yfir þrjú þúsund ær á skýrslu. Af ám sem settar em á vetur em 2.555 af fullorðnu ánum sem em | dauðar í byrjun sauðburðar og 313 af veturgömlu ánum. Þetta em nán- ast sömu tölur um fjölda vanhalda- kinda og árið áður. Þetta em hins vegar nokkru hærri tölur þar um en var fyrir nokkrum ámm. Þá breyt- ingu má eflaust að öllu leyti rekja til þess að verulegur fjöldi skýrsluhald- ara færir orðið skýrsluhald sitt í Fjárvís. Þar verða örlög allra ánna að koma fram, þær eiga ekki aðra útleið úr skýrsluhaldi, en áður féll hluti af þessum ám út úr skýrsluhaldi á milli ára. Það skal tekið fram að þegar fjallað er um frjósemi ánna og af- urðir þeirra hér á eftir þá em þessar vanhaldakindur ekki með í þeim út- Frjósemi ánna ________________________B Fædd ■ Til nytja Mynd 2. reikningum. Allar tölur um afurða- semi ánna era byggðar á upplýsing- um um fjölda áa sem lifandi er á sauðburði eins og ætíð hefur verið. Þungiánna Þungi á fullorðnu fé er ekki þáttur j sem tekið er mikið tillit til í ræktun- arstarfmu hér á landi. Þegar fjár- ræktarfélögin vora stofnuð höfðu þau auk hlutverks síns í ræktunar- starfinu mikilvægu hlutverki að gegna við að kenna bændum rétta fóðrun á fé. Frá þeim tíma hefur öll aðstaða bænda til að vigta fé ger- breyst. Enn er regluleg vigtun ánna gagnlegur þáttur í að hafa eftirlit með fóðmn þeirra, auk þess sem skráning á þunga ánna eru gagnlegar upplýsingar til að fylgjast með þró- un í sauðfjárstofninum. Því miður heldur enn áfram öfugþróun síðari ára að sífellt minna hlutfall ánna vegið. Nú em það orðin tæp 20% skýrslufærðra áa sem hafa skráðar þungaupplýsingar að hausti og vori. Fyrir ær sem höfðu slíkar upplýs- ingar var meðalþungi þeirra haustið 1995 að jafnaði 65,4 kg sem er rúmu einu og hálfu kg minna en haustið áður, en þá hafði vænleiki ánna í landinu orðið meiri en dæmi voru um áður. Æmar sem hafa skráðar slíkar upplýsingar bæði að hausti og vom höfðu að meðaltali bætt við þunga sinn 10 kg um vorið. Eins og áður er mesti skráður meðalþungi ánna að hausti í Sf. Blævur, 72,4 kg. Frjósemi ánna Vörið 1996 fæddust að meðaltali 1,82 (1,83) lömb eftir hverja á og til nytja að hausti fengust að jafnaði 1,69 (1,68) lömb. Eins og svigatöl- urnar sýna er þetta nánast óbreytt fijósemi frá árinu áður. Lambahöld eru samt betri en nokkru sinni og vanhöld metin á grunni þessara talna eru aðeins rúm 7% og eins og marg- oft hefur verið bent á er þar um of- mat að ræða. Af ám sem vom lifandi á sauð- burði voru 3.498 eða 2,48% algeld- ar, 25.706 bám einu lambi eða 18,25%, 104.685 áttu tvö lömb eða 74,33%, 6.740 ær báru þrem lömb- um eða 4,79% og fleiri en þrjú lömb áttu 215 ær eða 0,15% þeirra. Þetta er örlitlu lægra hlutfall af algeldum ám en vorið 1995, en eins og fram hefur komið er lambafjöldi hjá ánum sem bera örlitlu minni en þá. Aukin frjósemi síðari ár hefur öðru fremur byggst á auknu hlutfalli af marglembum frá því sem áður var, þó að það hlutfall hækki að vísu j ekki að þessu sinni á milli ára. Að þessu sinni er marglembuhlutfall hærra en 10% í sjö af félögunum, hæst eins og árið áður í Sf. Norð- fjarðar þar sem það er 19,6%. Eitt af sérkennum íslenska fjárins er miklu minni dreifing í fjölda fæddra lamba Freyr 2/98 - 11

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.