Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1998, Page 15

Freyr - 01.03.1998, Page 15
en hjá erlendum kynjum. Hjá slíkum kynjum sést ekki meðalfrjósemi á við það sem er hjá íslenskum ám nema þá um leið að marglembuhlut- fall sé á bilinu 10-20% að lágmarki. A mynd 2 er sýnd meðalfrjósemi ánna í einstökum héruðum. Þar má sjá að í Suður-Þingeyjarsýslu er frjó- semin sýnu mest þetta árið þar sem fædd eru að meðaltali 1,89 lömb eft- ir hverja á og 1,77 fást til nytja að hausti. Það sem um leið er rétt að vekja athygli á er að munur í þessum undirstöðuþætti fjárbúskapar á milli héraða hefur minnkað með hverju ári. Að þessu sinni eru 17 félög þar sem fæðast 1,9 lömb eða fleiri eftir hverja á og þessi félög er öll að finna á Norður- og Austurlandi. Mesta fijósemin er í Sf. Mjóafjarðar þar sem fædd eru tvö lömb eftir ána og koma öll til nytja að hausti. Hér er að vísu aðeins um að ræða eitt bú og það á við um mörg þessara félaga að þar er fremur fátt skýrslufært fé þó að önnur séu stór félög eins og Sf. Kirkjuhvammshrepps, Sf. Ljósvetn- inga, Sf. Austri, Sf. Mývetninga, Sf. Bogarfjarðar og Sf. Borgarhafnar- hrepps. Kjötmagn eftir hverja á Kjötmagn eftir hverja á er marfeldi af lambafjölda og vænleika lamba. Eins og fram hefur komið eru hverf- andi breytingar á frjósemi á milli áranna 1995 og 1996. Meðalfall- þungi dilka var hins vegar 0,2 kg meiri haustið 1996 en 1995 og var árið 1996 14,96 kg á landinu öllu. Þessar tölur endurspeglast í saman- burði á tölum um kjötmagn eftir hverja á. Mynd 3. Eftir hverja tvflembu fengust að meðaltali 30,9 (30,3) kg af dilka- kjöti, eftir einlembu 17,4 (17,3) kg og eftir hverja á sem skilar lambi að hausti 27,8 (27,4) kg. Reiknað magn dilkakjöts eftir hverja skýrslufærða á er 26,3 (25,8) kg. Þetta eru þriðju mestu afurðir sem fengist hafa eftir æmar í fjárræktarfélögunum, aðeins haustin 1993 og 1994 hafa afurðir verið meiri. A mynd 3 er sýnt hvert reiknað magn af dilkakjöti er eftir hverja skýrslufærða á í einstökum sýslum. Eins og mörg undanfarin ár em af- urðir mestar í Norður-ísfjarðarsýslu og Strandasýslu og ræðst það af því að þar eru dilkar vænni en á öðrum stöðum á landinu. Tvflemban í Norður-ísafjarðarsýslu skilaði að jafnaði 34,8 kg af dilkakjöti og í Strandasýslu að jafnaði 33,1 kg og meðalfallþungi einlembinga er 19,1 kg í báðum sýslunum. I samtals 14 félögum eru meðal- afurðir eftir hverja á 30 kg eða meiri. Mestar eru þær í Sf. Breiðdæla, þar sem að vísu er aðeins skýrsluhald á einu búi með 39 ær en þar næst sá frábæri árangur að fá 37 kg af dilka- kjöti að meðaltali eftir ána. Enn meiri athygli hlýtur þó að vekja árangur í ýmsum fjármörgum félög- um eins og Sf. Borgarfjarðar þar sem 32.7 kg fást eftir ána, í Sf. Austra 31.7 kg, Sf. Kirkjubólshrepps 31,2 kg og Sf. Kirkjuhvammshrepps 31,0 kg. I öllum þessum félögum eru á annað þúsund skýrslufærðar ær í hverju félagi. Það voru 165 skýrsluhaldarar á landinu öllu sem náðu því að fram- leiða 30 kg af dilkakjöti eða meira eftir hverja á árið 1996. í töflu 2 er yfirlit um þau fimm bú sem þar skipa sér efst á lista. Þetta eru allt lítil fjárbú, sem ná fádæma miklum afurðum eftir hverja kind. Hjá Sigur- jóni Jónssyni á Smyrlabjörgum eru sex ær skýrslufærðar en þær skila að meðaltali 50,5 kg af dilkakjöti hver. Þessi ótrúlega framleiðsla byggist á fádæma frjósemi þar sem hver ær skilar að jafnaði 2,83 lömbum til Tafla 2. Bú með mest kjötmagn eftir skýrslufærða á haustið 1996 Nafn Heimili Félag Tala áa Lömb til nytja Kg pr. á I Sigurjón Jónsson Smyrlabjörgum Borgarhafnarhrepps 6 2,83 50,5 2 Sigmar Jóhannsson Sólheimum Staðarhrepps 19 l ,95 40,5 3 Guðmundur Jónsson Y-Anastöðum Kirkjuhvammshrepps 5 l ,80 39,8 4 Þórður Júlíusson Skorrastað Norðfjarðar 32 l ,91 38,9 5 Eiríkur Helgason Ytra-Gili Hrafnagilshrepps 14 l ,85 38, l Freyr 2/98 - 15

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.