Freyr - 01.03.1998, Síða 16
Tafla 3. Bú með mest kjötmagn eftir skýrslufærða á haustið 1996, þar sem
100 eða fleiri ær voru skýrslufærðar
Nafn Heimili Félag Tala áa Lömb til nytja Kg pr. á
1 Andrés Kristinsson Kvíabekk Ólafsfjarðar 101 173 37,7
2 Indriði Aðalsteinsson Skjaldfönn Blævur 205 190 37,2
3 Hjálmar og Guðlaug Bergsstöðum Kirkjuhvammshrepps 260 201 36,0
4 Aðalsteinn Jónsson Klausturseli Jökull 278 189 35,1
5 Þorsteinn Kristjánsson Jökulsá Borgarfjarðar 228 182 34,8
6 Egill A. Freysteinsson Vagnbrekku Mývetninga 125 192 34,7
7 Heimir Agústsson Sauðadalsá Kirkjuhvammshrepps 273 205 34,4
8 Halldóra Guðjónsdóttir Heydalsá Kirkjubólshrepps 144 186 34,4
9 Félagsbúið Lundi Vallahreppi 264 183 34,4
10 Bjöm og Guðbrandur Smáhömrum Kirkjubólshrepps 251 181 34,1
11 Sigurgeir Jónasson Vogum 11 Austri 209 187 34,1
12 Tryggvi Eggertsson Gröf Kirkjuhvammshepps 239 192 33,9
13 Nanna Magnúsdóttir Kálfanesi II Hólmavíkurhrepps 106 185 33,5
14 Guðjón Jónsson Gestsstöðum Kirkjubólshrepps 120 189 33,3
15 Reynir og Ólöf Hafnardal Blævur 254 188 33,1
nytja að hausti. Hér er um að ræða
örfáar ær sem eftir urðu af bústofni
Sigurjóns þegar hann lét af fjárbú-
skap að mestu fyrir nokkrum árum,
en í þessu búi var mjög mikið af fé
með Þokugen, hinn stórvirka erfða-
vísi fyrir frjósemi, og æmar í þessari
litlu hjörð eru af þeim meiði.
Af búum þar sem eru 100 ær eða
fleiri skýrslufærðar voru 175 bú sem
náðu því marki að framleiða 28 kg af
dilkakjöti eða meira eftir hverja á
haustið 1996. í töflu 3 er gefið yfirlit
um þau 15 bú sem raðast efst í þeim
lista. Allt eru þetta bú sem löngu eru
landsþekkt fyrir einstakar afurðir og
mörg þeirra hafa skipt með sér sæt-
um á þessum lista um langt árabil.
Að þessu sinni er þar efstur á blaði
Andres Kristinsson á Kvíabekk í
Olafsfirði. Hjá honum var ÍOI ær á
skýrslu og skila þær að meðaltali
37,7 kg af kjöti haustið 1996. Nú
hefur Andres hafið lífræna fram-
leiðslu í sauðfjárrækt og verður
vafalítið fróðlegt að fylgjast með hon-
um á þeim vettvangi á næstu árum.
Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn
er þarna í öðru sæti en hann fær að
jafnaði 37,2 kg af kjöti eftir 205 ær. í
Frey á síðasta ári er ítarlegt viðtal
við Indriða um fjárrækt og fjárbú-
skap hans sem ástæða er til að benda
öllum á sem ekki hafa þegar lesið
það. í þriðja sæti er síðan bú þeirra
Hjálmars og Guðlaugar á Bergsstöð-
um á Vatnsnesi sem löngu er lands-
þekkt fyrir einstakar afurðir. Reikn-
að kjötmagn hjá þeim var haustið
1996 36,0 kg eftir hverja á. í næstu
tvö sætin skipa sér síðan stjórnar-
menn LS, þeir Aðalsteinn Jónsson í
Klausturseli og Þorsteinn Kristjáns-
son á Jökulsá. Það hlýtur að vera
stéttinni styrkur að forystumenn
hennar sýni á jafn ótvíræðan hátt
frábæra kunnáttu sína til búskapar
og raun ber vitni.
Það skal áréttað að framleiðslu-
magn eftir hverja kind er í ljósi
breyttra og breytilegra framleiðslu-
hátta ekki jafn einhlítur mælikvarði
um búrekstur og það var fyrir einum
til tveim áratugum. Það skal að vísu
undirstrikað að árangri eins og að
framan er gerð grein fyrir ná ekki
aðrir en þeir sem hafa til að bera
mikla kunnáttu í búskap, búa við af-
urðasaman fjárstofn og góðar fram-
leiðsluaðstæður.
Gæðamat falla
I skýrslunum er að finna upplýsingar
um gæðamat á 211.485 föllum dilka
úr fjárræktarfélögunum hausti 1996.
A mynd 4 er sýnt á hvern hátt þetta
mat skiptist á gæðaflokka. Líklega
Flokkun falla 1996
83,76
□ DIÚ
■ DIA
□ Dll
□ Dlll
■ DIB
□ DIC
Mynd 4.
hefur matið í félögunum aldrei verið
hagstæðara en að þessu sinni. Ann-
markar á notkun á þessum upplýs-
ingum hafa hins vegar ætíð verið
þeir að nokkuð virðist hafa skort á
að æskilegt samræmi væri fyrir
hendi í matinu. Þá takmarkar það
einnig verulega nýtingu á þessum
upplýsingum að meginhluti af öllu
kjötinu, eða í þessu tilfelli tæp 84%
af öllum föllum, fara í einn og sama
gæðaflokk. Með nýju gæðamati sem
taka á í notkun haustið 1998 fást
vonandi miklu marktækari upplýs-
ingar fyrir gæðasamanburð.
Raunhæfasti samanburður sem
16 - Freyr 2/98