Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1998, Page 23

Freyr - 01.03.1998, Page 23
Sýningarstörf haustið 1997 Dómar á sauðfé haustið 1997 voru unnir af ráðunautum hjá viðkomandi búnaðarsam- böndum á hverju svæði. Hjá Búnaðarsam- tökum Vesturlands voru þau störf unnin af Lárusi G. Birgissyni, Friðrik Jónssyni og Guðmundi Sigurðssyni. Þeir önnuðust einnig hluta af sýningar- haldi í Kjósarsýslu, en Sigurjón Bláfeld mætti þar einnig á nokkrar sýningar. Einnig önnuðust þeir Vest- lendingar þessi störf í Austur-Barðastrandasýslu en að öðru leyti voru þau á svæði Búnaðarsambands Vest- fjarða unnin af Þorvaldi Þórðarsyni, bónda á Stað í Súgandafirði. í Strandasýslu annaðist Brynjólfur Sæ- mundsson dómsstörf, Gunnar Þórarinsson í Vestur- Húnavatnssýslu og Guðbjartur Gunnarsson í Austur- Húnavatnssýslu. Jóhannes Ríkharðsson vann að skoð- un í Skagafirði og Olafur G. Vagnsson í Eyjafirði. I Þingeyjarsýslum var vinnan í höndum Ara Teitssonar og Maríu S. Jónsdóttur auk þess sem Ólafur G. Vagns- son var á hrútasýningum í Norður-Þingeyjarsýslu. I Múlasýslum hvíldi vinnan á herðum Þórarins Lárus- sonar en í Autur-Skaftafellssýslu voru Guðmundur Jó- hannesson og Halla Eygló Sveinsdóttir að störfum. A Suðurlandi voru dómstörf á höndum Jóns Vilmundar- sonar og Fanneyjar Ólafar Lárusdóttur. Frá B.I. var Jón Viðar Jónmundsson við dómstörf á eftirtöldum svæðum; í Strandasýslu, í Þingeyjarsýsl- um, í Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu og auk þess við dóma á afkvæamahópum í Austur-Barða- strandasýslu og á einu búi í Dalasýslu. Skrif um sýningar, bæði á hrútum og afkvæmahóp- um, hér í blaðinu eru unnin af þeim aðilum sem komu að dómstörfum á hverju svæði en Jón Viðar hefur yfir- farið og samræmt texta að nokkru leyti. I Suðursveit eru vœnir lirútar eins og sjá má þessari mynd. Hér heldur Sigurbjörn (lengst til vinstri) í Bjarka frá Smyrlabjörgum, Jón í Kalsa frá Lœkjarhiísum og Isleifur í Fleyg frá Smyrlabjörgum. Ljósm. Halla Eygló Sveinsdóttir. Freyr 2/98 - 23

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.