Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1998, Page 25

Freyr - 01.03.1998, Page 25
Vesturland oc Vestfirðir Cullbringu- og Kjósarsýsla Sýningar voru í fimm sveitarfélögum á þessu svæði og komu samtals til skoðunar 43 hrútar. Af þeim voru 11 eldri hrútar, sem vógu að jafnaði 94,8 kg, og fengu níu þeirra I. verðlaun. Veturgömlu hrútamir voru 32 og voru 80,9 kg að meðaltali. Af þeim voru 30 með I. verð- launa viðurkenningu. Eins og oft áður kom Sigurbjöm Hjaltason á Kiðafelli með hóp glæsi- legra hrúta til sýningar en 13 af 32 sýndum hrútum á sýningunni í Kjósinni voru honum fæddir þar af átta í annarra eigu og ber það m.a. vott um öfluga ræktun. Tveir hæst dæmdu hrútar sýningarinnar voru Steðji 96-004 og Oddgeir 96-003, undan Glampa 93-984, báðir gríðarlega öflugir holdahnausar með frábær bak- og lærahold. Þá skal nefna Hest 96-005 undan Bút 93-982 en hann er einnig með mjög góð bak og lærahold en lakari ull. Þessir þrír hrútar eru frá Kiðafelli sem og Kiði á Þorláksstöðum og Skjöld- ur á Hrísbrú, báðir afar jafnvaxnir og þéttholda hrútar undan Glampa 93- 984 með öflug bakhold sem aðalsmerki eins og margra annarra Glampa- sona. Ohætt er að segja að framangreindir hrútar hafi fyllilega verið jafnokar at- hyglisverðustu hrúta á starfssvæði Búnaðarsam- taka Vesturlands í haust. Hnykkur frá Sauðá í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Ljósm. Guimar Þórarinsson. Borgarfjarðar- sýsla í sýslunni voru skoðaðir 105 hrútar. Þar af vom tveir eldri hrútar en hinir 103 veturgamlir. Vetur- gömlu hrútamir vora 77 kg að meðaltali og af þeim fengu 93 I. verðlauna við- urkenningu. I sýslunni fór skoðun fram ýmist á sameiginleg- um sýningum eða heima á bæjum Þátttaka var mis- jöfn. Fjárræktin er eins og víða annars staðar all mis- jafnlega á vegi stödd en svo virðist sem betur mætti gera í þeim efnum sunnan Skarðsheiðar frek- | ar en annars staðar, von- andi stendur það til bóta með auknu skýrsluhaldi og kynbótastarfi. I Innri-Akraneshreppi vora Leifur 96-200 Álfsson (90-973) frá Vestri-Reyni og 96-315 Hnykksson (91- 958) frá Ytra-Hólmi álit- legastir þeirra fáu hrúta sem komu til dóms. I Leirár- og Melasveit voru bestu hrútamir 96- 634 undan Búa 89-950 og 96-670 undan Sólon 93- 977, báðir frá Skipanesi, og hrútur nr. 109 á Eystri Leirárgörðum, allt þokka- lega gerðir einstaklingar en enginn afgerandi. í Skorradalshreppi er vert að nefna Hinna á Vatnsenda undan Fenri 92-971, samræmisgóðan með holdugan afturpart og Ás 96-202 frá Homi und- an Sólon 93-977 með góða ull og ágætan afturpart. I Lundarreykjadals- hreppi völdust bestir Bragur 96-168 frá Skarði, jafnvaxinn og baksterkur hrútur undan Hnykk 91- 958, Leki 96-243 frá Gull- berastöðum en hann er einn af hinum lærasterku sonum Dropa 91-975 og Ótti 96-247 einnig frá Gullberastöðum undan Dofra frá Vatnsenda, hann mældist með afar þykkan bakvöðva. I Reykholtsdalshreppi komu til skoðunar fjórir hálfbræður undan Möttli 94-258 á Kjalvararstöðum (frá Vatnsenda), Jörvi og Þristur á Kjalvararstöðum, Kirtill á Kópareykjum og hrútur í Samtúni. Þeir eiga sammerkt að hafa hörð og góð bakhold og ágætar út- lögur. Möttull er sonar- sonur Gosa 91-945 og skar sig úr í afkvæmasýn- ingu í haust fyrir vöðva- söfnun afkvæmanna. Dropa (91-975) synimir, Bjartur í Giljahlíð og Kópi báðir frá Kópareykjum, eru virkjamiklir með góð lærahold, auk þess hefur Kópi feikigóð bakhold. Hann er svartflekkóttur og örugglega athyglisverð- asti misliti hrúturinn sem kom til dóms á Vestur- landi í haust og þó víðar væri leitað. Mýrasýsla í Mýrarsýslu komu til sýninga 99 hrútar. Af þeim voru sex eldri hrútar en 93 veturgamlir. Vetur- gömlu hrútarnir voru 80,3 kg að meðaltali og 83 þeirra voru með 1. verð- launa viðurkenningu. I sýslunni fór skoðun fram ýmist á sameigin- legum sýningum eða heima á bæjum. I Hvítársíðuhreppi komu til skoðunar þó- nokkrir athyglisverðir hrútar. Fyrstan skal nefna Gjálf 96-473 á Gilsbakka, undan Álfi 90-973, jötun- vænn með frábæran aftur- part. Kommi 96-478 Hörvason (92-972) og Varteinn 96-479 Blævars- son (90-974), báðir frá Gilsbakka, era álitlegir hrútar með ágæt bakhold. Frá Önnu Ketilsdóttur á Þorgautsstöðum kom Kút- ur, undan Gný 91-967, afar athyglisverður hrútur, Freyr 2/98 - 25

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.