Freyr - 01.03.1998, Síða 28
96-431 frá Árbæ og Flötur
96-423 frá Gautsdal báðir
á Mávavatni eru einnig at-
hyglisverðir hrútar. Flóki
96-063 frá Árbæ, Bliki
96-062 og Prins 96-064
allir á Stað eru jafnvaxnir,
bakbreiðir og ullargóðir
hrútar. Jaki 96-030 í Arbæ
en frá Smáhömrum er
ágætlega jafnvaxinn og
þéttholda.
í Gufudalssveit voru
eftirtektarverðustu ein-
staklingarnir Skjannasynir
(92-968) tveir frá Skála-
nesi þeir Prins 96-210 og
Seifur 96-206, ásamt
Fjarka frá Fremri-Gufu-
dal, allt ágætlega gerðir
einstaklingar með góða ull.
f Vesturbyggð voru
bestu hrútar sem sýndir
voru hjá Árna Sigurjóns-
syni á Krossi en hann
sýndi fjóra góða vetur-
gamla hrúta. Efstur þeirra
var 96-128 sem er mjög
jafnvaxinn og fönguleg
kind með breitt og þykkt
bak, góð læri og góða ull.
ísafjarðarsýslur
í ísafjarðarsýslum voru
samtals sýndir 59 hrútar og
voru átta fullorðnir hrútar í
þeirri tölu. Veturgömlu
hrútamir voru 76,7 kg að
jafnaði og fengu 34 þeirra
I. verðlaun eða réttir tveir
þriðju hlutar. Veturgömlu
hrútarnir eru talsvert færri
en haustið áður, vænleiki
þeirra mjög áþekkur en
flokkun talsvert mikið betri.
Af hyrndum hrútum í
ísafjarðarbæ stóð efstur
Trítill í Birkihlíð í Súg-
andafirði, klettþungur
hrútur með miklar útlögur
og feikna mikil bak, mala-
og lærahold. Næstur hon-
um stóð Brattur á Kirkju-
bóli í Dýrafirði, lágfættur,
þéttholda og jafnvaxinn.
Ágætar kindur voru einnig
Lítill í Birkihlíð og 96-
250 á Mýrum. Af kollótt-
um hrútum bar af Snær á
Kirkjubóli í Valþjófsdal,
öflugur og jafnvaxinn
hrútur með góða ull.
í Bolungarvík voru
tveir athyglisverðir hrútar;
Palli í Minni-Hlíð er mjög
þróttmikill og jafnvaxinn
en Nagli á Geirastöðum
mældist bakþykkastur
hrúta í sýslunum.
Strandasýsla
Eins og ávallt var mikil
þátttaka í sýningarhaldi í
Strandasýslu. Samtals
mættu til dóms 229 hrútar
og voru af þeim 16 eldri
hrútar. Veturgömlu hrút-
amir, 213 að tölu, vom að
meðaltali 82,5 kg að
þyngd og dæmdist 171
þeirra í I. verðlaun eða
rúm 80% þeirra. Þetta em
talsvert fleiri veturgamlir
hrútar til sýningar en
haustið 1996, en vænleiki
þeirra og flokkun er örlítið
slakari nú en þá.
í Ámeshreppi var
sýndur mjög föngulegur
hópur af veturgömlum
hrútum. Besti hrútur í
þeim hópi var Strútur 96-
008, Hjalta í Bæ, frá
Bassastöðum. Strútur er
ákaflega jafnvaxinn, bol-
langur með feikilega góða
holdfyllingu á baki, í möl-
um og læmm. Hlynur 96-
013 og Stormur 96-014
hjá Kristjáni á Melum em
báðir miklir glæsigripir,
einkum Hlynur sem er
feikilega þroskamikill og
metfé að gerð. Báðir em
þeir synir Bassa 95-796,
sem efstur stóð á sýningu
haustið 1996. Þá var
Krossi 96-020 hjá Ágústi í
Steinstúni ákaflega prúð
og vel gerð kind, en hann
er sonur Brimils 93-728.
í Kaldrananeshreppi
var besti hrútur sem sýndur
var Dalur 96-303 á Bassa-
stöðum, sem er ágætlega
holdsamur hrútur, rýmis-
mikill með mikil lærahold.
Hann er frá Hafnardal.
í Hólmavíkurhreppi
vom bestu hrútar í Hafnar-
dal, sem voru allir rígvæn-
ar kindur með mikil læra-
hold. Athyglisverðasti
hrútur þar var Jötunn 96-
532. Innan girðingar í
Steingrímsfirði var Olli
96-347 á Stað bestur,
ágætlega jafnvaxin holda-
kind. Hann er frá Hafnar-
dal. Utan girðingar báru
Svansson 96-355 og
Hnykill 96-356 hjá Nönnu
á Hólmavík af. Þeir eru
báðir hymdir, þéttvaxnar
holdakindur með ágæt
lærahold og hvítir á ull.
í Kirkjubólshreppi var
að vanda mikið hrútaval,
en þeim hrútum er ætíð
ástæða til að veita sérstaka
athygli vegna þess að lfk-
lega er þar að finna ein-
hverja af sæðingarstöðv-
arhrútum næstu ára. Hrúta-
hópurinn á Smáhömrum
samanstóð að þessu sinni
af fádæma vænum og
þroskamiklum einstak-
lingum. Þeirra bestur var
Eir 96-466 sem er fádæma
metfé að allri gerð, vænn,
útlögugóður, bollangur
með frábær lærahold.
Þessi hrútur fékk einnig
mjög góða útkomu í af-
kvæmarannsókn síðar um
haustið. Hann er sonur
Kóps 95-426. Hnoðri 96-
469 er einnig feikilega vel
gerð kind. Einnig voru þar
þrír hymdir hrútar, Ofsi
96-673 var þeirra bestur,
feikilega samanrekinn
holdakögull en hann er
sonur Dropa 91-975.
Einnig er ástæða til að
nefna Adam 94-410 sem
þama var sýndur. Þessi
hrútur er einstakt metfé,
með fádæma útlögur og
mikil hold. Á Heydalsá
var einnig hrútaval. Hjá
Braga voru bestir Svali
96-475 og Spaði 96-478,
helst að aðeins skorti á
fyllingu í lærum hjá Svala.
Hjá Halldóru var athygli-
verðastur Búálfur 96-479,
en hann er hymdur, sam-
anrekinn holdaköggull,
28 - Freyr 2/98