Freyr - 01.03.1998, Page 31
Niður frá Bergsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Ljósm.
Gunnar Þórarinsson.
í Ólafsfirði voru fáir
hrútar dæmdir. Bestur
taldist Stubbur 96-123 á
Kvíabekk, sonarsonur
Kletts 89-930, sem er
feikilega öflugur hrútur
með ágæt hold á baki,
mölum og í lærum. Kjói
96-253 á Bakka er vel
gerður hrútur en fremur
þroskalítill.
A Dalvík voru aðeins
dæmdir tveir veturgamlir
hrútar og tveir fullorðnir,
hlutu þeir allir I. verðlaun.
Galsi 96-212 á Hálsi frá
Gestsstöðum í Kirkjubóls-
hreppi er jafnvaxin, prúð
kind og Dalur 95-320 á
Hrafnsstöðum frá Hey-
dalsá er öflugur hrútur.
I Svarfaðardal voru að-
eins dæmdir tveir vetur-
gamlir hrútar og hlutu
báðir I. verðlaun. Busi 96-
350 á Brautarhóli er smá-
vaxin en vel gerð kind en
vantar þykkri bakvöðva.
A Arskógsströnd var
Skáli 95-503 í Syðri-
Haga, undan Goða 89-
928, bestur af eldri hrútum
en hann hefur mjög þykk-
an bakvöðva.
í Amameshreppi var
Roði 96-340 í Litla-Dun-
haga, sonarsonur Gosa 91-
945, best gerður en hann
hefur ágæt hold á baki,
mölum og í læmm. Glaður
96-341 í Litla-Dunhaga er
einnig vel gerður og hefur
hreinhvíta góða ull.
I Skriðuhreppi vakti at-
hygli glæsilegur hópur
tveggja vetra hrúta á
Þúfnavöllum. Bestur var
dæmdur Sómi, undan
Firði frá Holti í Þistilfirði.
Sómi hefur miklar útlögur
og ágæta holdfyllingu hvar
sem á honum er tekið.
Gulur undan Stikli 91-970
er einnig ágætlega gerður
og hefur framúrskarandi
holdfyllingu á baki. Að
venju voru margir glæsi-
legir veturgamlir hrútar á
Staðarbakka og meðal
þeirra allir bestu vetur-
gömlu hrútar sveitarinnar.
I efsta sæti var settur Þytur
96-736, sonarsonur Fóla
88-911, en hann er bol-
langur og með sérlega góð
mala- og lærahold. I öðra
sæti var Geir 96-731 en
hann er smágerður holda-
köggull en fullstuttur.
I Öxnadal voru fáir
hrútar skoðaðir. Bestur
þeirra var talinn Örvar 96-
055 á Auðnum en hann er
jafn að allri gerð og
ágætlega holdfylltur, sér-
staklega á baki og mölum.
I Glæsibæjarhreppi
vom nokkrir ágætir ein-
staklingar. Bestir dæmd-
ust tveir aðkeyptir hrútar,
báðir frá Heydalsá í
Kirkjubólshreppi. Voru
það Reki 96-120 á Ytri-
Bægisá, undan Stera 92-
323, og Bragi 96-144 á
Ytri-Bægisá II, undan
Hnoðra 95-801. Báðir em
þessir hrútar með ágætan
afturpart og ekki síst hold-
fyllingu í lærum.
A Akureyri voru að
venju sýndir nokkrir úr-
valseinstaklingar. Bestur
dæmdist Hnöttur 96-684
Ama Magnússonar en
hann er úrvalseinstakling-
ur að allri gerð með hrein-
hvíta ull. Stigaðist hann
upp á 87,0 stig og var þar
með í efsta sæti veturgam-
alla hrúta á Búnaðarsam-
bandssvæðinu á þessu
hausti. Hnöttur er dóttur-
sonur Goða 89-928 en auk
þess standa að honum
sterkar ættir úr búi Ama
og búi Þórðar G. Sigur-
jónssonar. Bakki frá Stað-
arbakka, eign Guðrúnar
Helgu, sem er flekkóttur,
hefur ágæta holdfyllingu á
baki, mölum og í læmm.
I Eyjafjarðarsveit vom
margir ágætir einstakling-
ar skoðaðir. Af eldri hrút-
um dæmdist Dreki 95-495
á Vatnsenda, undan Goða
89-928, bestur en hann
hefur framúrskarandi hold-
fyllingu á mölum og í lær-
um en er með gallaða ull.
Jörvi 95-500 í Leyningi
frá Vatnsenda, undan
Hörva 92-972, er einnig
ágætlega gerður, jafnvax-
inn og harðholda. Af vet-
urgömlu hrútunum stigað-
ist hæst Bjartur 96-501 í
Leyningi en hann á ættir
sínar að rekja í Vatnsenda
Forkur faðir hans er það-
an. Bjartur er einstaklega
fríð og fönguleg kind,
holdþéttur og með hrein-
hvíta og mikla ull. Hlaut
Bjartur samtals 86,0 stig
og var þar með dæmdur
annar besti hrútur á Bún-
aðarsambandssvæðinu á
þessu hausti. Þessi upp-
talning á bestu hrútum í
Eyjafjarðarsveit er enn ein
sönnunin fyrir hinu árang-
ursríka kynbótastarfi
Sveins á Vatnsenda und-
anfama áratugi. Af öðmm
bestu hrútum veturgöml-
um í Eyjafjarðarsveit má
nefna Glanna 96-315 á
Akri, sem er rígvænn og
holdmikill, Frey 96-066 á
Garðsá, sem er holdþéttur
og hreinhvítur, og Snæ 96-
615 á Möðruvöllum, sem
er mjög smágerður holda-
köggull með ágæta ull.
Sudur-
Þingeyjarsýsla
I sýslunni fór skoðun víð-
ast fram heima á búum en
í Grýtubakkahreppi,
Fnjóskadal og vestan Fljóts
í Bárðardal vom sýningar.
Skoðun fór fram í öllum
sveitum í sýslunni. Sam-
tals vom sýndir 238 hrút-
ar. Af þeim vom 87 sem
voru tveggja vetra og eldri
en þeir vom að jafnaði
96,1 kg.á fæti og fengu 84
þeirra eða tæp 97% I.
verðlaun. Veturgamlir
hrútar vom 151 að tölu og
voru slétt 80 kg að jafnaði.
Freyr 2/98 - 31