Freyr - 01.03.1998, Síða 33
voru þama; Alur 96-304 í
Leirhöfn er með feikilega
góð lærahold, en vantar
þykkari bakvöðva, en Búri
96-308 er andstæða hans,
mjög bakþykkur, en vant-
ar í lærahold.
Sýningin í Þistilfírði
var mjög vel sótt og hrútar
mjög jafngóðir, en skorti
nánast alla þá toppa sem
þar mátti sjá á sýningum
fyrr á árum. Besti hrútur
sýningarinnar var 96-691
hjá Gunnari í Sveinungs-
vík, heldur þroskalítill, en
ákaflega vel vöðvaður og
vel gerður hrútur. Næstur
honum stóð Hákur 96-686
á félagsbúinu á Gunnars-
stöðum, sterklegur og
föngulegur hrútur.
Norður-Þingeyingar
hafa ekki lengur þá óum-
deilanlegu forystu sem
þeir áður höfðu í ræktun-
inni. Ástæður þess eru
vafalítið að þeir hafa ekki
nýtt sér jafn ákveðið nýjar
aðferðir í ræktuninni og
sumir aðrir, hvorki með
skipulegum afkvæma-
rannsóknum né að hefja
reglulegar ómsjármæling-
ar strax þegar sú tækni kom
til. Einnig hefur notkun
sæðinga yfirleitt verið þar
hlutfallslega minni að um-
fangi en í mörgum öðrum
héruðum. Vitað er að þetta
eru þeir þættir sem mestu
hafa skilað á síðustu árum
þar sem árangur í ræktun-
arstarfinu er mestur. Eftir
stendur að á svæðinu er
fjárstofn sem á traustan
ræktunargrunn, bú eru
stærri en víðast annars
staðar á landinu, þannig
að fyrir hendi eru öll skil-
yrði til að ná miklum ár-
angri á skömmum tíma.
Þeir munu því vafalítið
aftur mjög fljótt skipa sér í
forystu sauðfjárræktar í
landinu.
Austurland
Norður-IVIúlasýsla
í sýslunni fór nær öll
skoðun hrúta fram heima á
búum þar sem samgangur
fjár er mjög takmarkaður á
þessu svæði. Samtals voru
sýndir 189 hrútar í sýsl-
unni og voru 107 þeirra
eldri en veturgamlir og
vógu að jafnaði rétt 100
kg á fæti. Veturgamlir
hrútar í skoðun voru 82 og
fengu 64 af þeim eða 78%
þeirra I. verðlaun. Vetur-
gömlu hrútamir voru 81,6
kg af meðaltali að þyngd.
Allur samanburður við
sýningar fyrir fjórum ár-
um er ómarktækur því að
þá komu hópar ungra fjár-
skiptahrúta til skoðunar.
Verulega skorti samt á að
þátttaka í sýningahaldi sé
jafn almenn og í mörgum
öðrum héruðum.
I stórum hluta sýslunn-
ar hafa fjárskipti farið
fram á síðasta áratug og
því þar að finna fjárstofn
sem er mjög breytilegur
að uppruna, að vísu margt
af þessu fé fengið úr vel
ræktuðu fé, en ennþá lítil
ræktun orðin í hinum nýju
heimahögum.
Vopnafjörður var ein af
örfáum sveitum á landinu
þar sem ég hafði ekki
skoðað fé áður. Ég fékk þá
tilfinningu bæði við skoð-
un hrúta og skoðun á föll-
um dilka í sláturhúsi að
ræktunarárangur væri
ákaflega breytilegur á
milli búa. Frá Ytri-Hlíð og
Burstafelli voru hópar af
verulega ræktarlegum hrút-
um. Af veturgömlu hrútun-
um í sveitinni var dæmdur
bestur Blær 96-763 hjá
Hauki í Sunnuhlíð, fæddur
í Laxárdal í Þistilfirði.
Þessi hrútur var fremur
þroskalítill en ákaflega vel
gerður og holdþéttur en
má ekki styttri vera. Með-
al eldri hrúta voru mjög
öflugir einstaklingar; Ar-
on 95-677 í Ytri-Hh'ð,
Kokkur 95-727 á Bursta-
felli, Spakur á Ásbrands-
stöðum og Bursti 92-645 á
Grænalæk.
Á Jökuldal var mjög
breytilegur hrútakostur
sem fyrir augu bar. Hjá
Sigurjóni Guðmundssyni
á Eiríksstöðum var eins og
oft áður mikið hrútaval
sem bar mjög af öðru sem
þarna sást. Hann sýndi
fjóra hálfbræður undan
Þrótti 94-153. Þrír þeirra
voru veturgamlir og tveir
þeirra, Laski 96-154 og
Bútur 96-152, þroska-
miklir og rakin metfé að
gerð. Faðir þessara hrúta
var frá Leirhöfn á Sléttu.
Hjá Amóri á Hvanná vom
öflugir fullorðnir hrútar,
sérstaklega Blær 94-268
frá Burstafelli í Vopna-
firði, tröllsterk kind. Óð-
inn 95-237 hjá Aðalsteini
í Klausturseli er einn af
hinum fjölmörgu og bak-
þykku sonum Gosa 91-
945.
Hjá Áma á Straumi í
Hróarstungu kom til sýn-
ingar Barði 95-124, ákaf-
lega jafnvaxinn og vöðva-
þykkur, sonur Skjanna 92-
968.
Á Fljótsdal komu til
skoðunar nokkrir mjög
eftirtektarverðir einstak-
lingar. Eyjólfur á Melum
sýndi þrjá tveggja vetra
syni Goða 89-928, sem
vom hver öðmm meira
metfé, nema hvað þeir
höfðu tæplega nægjanlega
sterkar fætur. Þessa hrúta
hefur Eyjólfur notað á ær-
stofn sinn, sem að mestu
er kollóttur, með góðum
árangri í sláturlambafram-
leiðslu. Þór 95-122 í
Bessastaðagerði er feiki-
lega bakþykkur og saman-
rekinn og vel gerður hrút-
ur. Hið sama á við um
Bolta 95-146 á Egilsstöð-
um. Þá em bæði Tumi 95-
081 og Gosi 95-083 á
Glúmsstöðum II ágætar
kindur.
Hjá Þorsteini Kristjáns-
syni á Jökulsá í Borgar-
firði kom til skoðunar
hópur af kollóttum, feiki-
lega þroskamiklum og
vænum hrútum, yfirleitt
vel gerðir og vöðvaðir en
vantaði vissa fágun.
Suður-Múlasýsla
Öll skoðun á hrútum í
sýslunni var gerð heima á
bæjum. Eins og í Norður-
Múlasýslu mætti vera
virkari þátttaka bænda í
ræktunarstarfinu. Samtals
voru sýndir 84 hrútar og
voru 36 þeirra fullorðnir
og vom 101,2 kg að með-
altali á fæti. Veturgömlu
hrútarnir voru 48 að tölu
og vógu að jafnaði 81,3 kg
og fengi 36 þeirra eða
75% I. verðlaun.
Á Skriðdal vom bestu
hrútar Blakkur 95-314 í
Freyr 2/98 - 33