Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Síða 38

Freyr - 01.03.1998, Síða 38
Afkvœma sýn inga r hrúta haustið 1997 Haustið 1993 var tekið upp nýtt sýningarform í sauðfjárrækt þar sem voru afkvæma- sýningar á hrútum sem byggðar voru á notkun ómsjármælinga. Settar voru ákveðnar reglur um framkvæmd á þessum sýn- ingum. Með hverju ári hefur umfang þessara sýn- inga aukist verulega. Haustið 1996 var formi sýninganna breytt þannig að bændur gátu valið hvort þeir vildu byggja þessar sýningar á mælingum á hrútlömbum eða gimbr- arlömbum undan hrút- unum sem komu til dóms. Við það jókst umfang sýninganna umtalsvert. Reynslan sýnir að fyrir marga bændur er miklu viðráðanlegra að standa að skipulegum mælingum á gimbrarlömbum, en hrútlömbum. A mörgum búum fara hrútlömbin í sláturhús strax og þau koma af fjalli þannig að tími til að standa að mælingu á þeim og dómum er hverfandi lítill. Haustið 1997 varð enn umtalsverð aukning í þessum sýningum. Sam- tals var skráður dómur fyrir 858 hópa. Þessa miklu aukningu má fyrst og fremst rekja til þess að hjá nokkrum búnaðarsam- böndurn fóru fram um- fangsmiklar mælingar á gimbrum sem um leið voru byggðar upp sem af- kvæmarannsóknir. Það veldur vonbrigð- um að sjá dæmi þess að sömu hrútar komi til dóms tvö ár í röð og í bæði skiptin með afleitan dóm. Yfirleitt hefði það gagnast fjárrækt á viðkomandi búi betur að þessir hrútar hefðu verið teknir úr notk- un eftir fyrra árið. Sýning- amar eru til þess að hreinsa stofninn af slíkum gripum. Aðeins þannig næst árangur í ræktuninni. Hér á eftir verður í stuttu máli fjallað um af- kvæmasýningamar í hverju héraði og gerð grein fyrir nokkrum allra athyglisverðustu hópun- urn sem fram komu við þessa sýningar. Borgarfjörður í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu fóm afkvæmasýn- ingar fram á 10 búum og komu þar til dóms samtals 49 hópar. A sex búum voru mæld hrútlömb en á fjómm þeirra gimbrar. A Kjalvararstöðum í Reykholtsdal voru dæmd- ir þrír hópar og þar bar Möttull 94-258 mikið af hrútum, með mjög þykkan bakvöðva, góð lærahold og góða ull hjá sonum sín- um. Fékk hann 127 í eink- unn. Þessi hrútur er frá Vatnsenda í Skorradal, sonarsonur Gosa 91-945. Við sýningu á Skarði í Lundarreykjadal bar Spak- ur 96-167 mikið af hinum hrútunum og fékk 133 í einkunn en þessi hrútur er sonur Hnykks 91-958. Á Gilsbakka í Hvítár- síðu bar Högni 96-475 af í hópi tíu hrúta sem þar Fimm vœnir lirútar á Freyshólum. Ljósm. Þórariim Lárusson. 38 - Freyr 2/98

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.