Freyr - 01.03.1998, Page 43
Afkvœmarannsóknir
á hrútum haustið 1997
Frá því að afkvæmasýningar á
hrútum með ómsjármælingum
hófust árið 1993 hefur verulega
dregið úr umfangi skipulegra af-
kvæmarannsókna á hrútum á vegum
fjárræktarfélaganna. Þessar rann-
sóknir eru samt vafalítið nákvæm-
ustu kjötrannsóknir sem mögulegt er
að gera. Kostir afkvæmasýninganna
í þeim samanburði eru hins vegar
þeir að þar er mögulegt að velja til
ásetnings úr afkvæmahópunum vegna
þess að mælingar eru gerðar á lifandi
lömbum, en afkvæmarannsóknirnar
byggja á mælingum á föllum lamba.
Þessum rannsóknum er samt
góðu heilli enn haldið áfram á
nokkrum búum þar sem þær á um-
liðnum árum hafa skilað miklum
árangri í ræktunarstarfinu. Þetta eru
bú sem standa í fararbroddi í rækt-
unarstarfinu í landinu og því áhuga-
vert að fylgjast með hvað þar kemur
fram af athyglisverðum kynbóta-
hrútum á hveiju ári.
Haustið 1997 voru slíkar rann-
sóknir á 12 búum og voru þar samtals
62 hrútar sem komu til mats á grund-
velli falla dilka undan þeim. Þetta er
mjög líkt umfang þessara rannsókna
og haustið 1996. Láta mun nærri að
upplýsingar um 2.000 afkvæmi hrút-
anna séu nýtt í þessum rannsóknum.
Hér á eftir verður aðeins gerð
grein fyrir nokkrum athyglisverð-
ustu einstökum hrútum sem þama
fengu sína prófun.
Að vanda var umfang rannsókn-
anna mest í Sf. Kirkjubólshrepps,
þar sem rannsóknir voru á fjórum
búum. A Smáhömmm voru átta
hrútar í prófun, fimm kollóttir þar
sem Eir 96-466 og Hnoðri 96-469
sýndu besta útkomu. Eir er sonur
Kóps 95-426 sem sýndi besta út-
komu haustið 1996. Einnig voru þar
þrír hymdir hrútar þar sem Orri 96-
472 skar sig verulega úr með minni
—
eftir
Jón Viðar
Jónmundsson
Bændasam-
tökum íslands
,
fitusöfnun hjá afkvæmum en hjá
afkvæmum hinna hrútanna en hann
er sonur Hörfa 92-972. Hjá Braga á
Heydalsá báru Sopi 96-477 og Spaði
96-478 nokkuð af með kjötgæði.
Hjá Sigurði Jónssyni á Stóra-
Fjarðarhomi var mjög umfangsmikil
prófun þar sem átta hrútar fengu
sinn dóm. Margir af þessum hrútum
vom aðfengnir. Bestan dóm fyrir
kjötgæði fengu Lilli 96-743 frá
Smáhömrum og Bjössi 96-745 frá
Bimi á Melum í Ameshreppi.
A Gunnarsstöðum í Þistilfirði vom
fjórir hrútar í prófun þar sem Hákur
96-686 fékk langtum bestan dóm.
I Borgarfelli í Skaftártungu vom
sex hrútar prófaðir og vom fjórir
þeirra synir Búts 93-982 og fékk einn
þeirra, Röðull 96-512, langtum bestan
dóm. Þama vöktu föll lamba í rann-
sókn eins og oft áður vemlega athygli
vegna einstaklega mikilla læraholda.
í Eystri-Skógum undir Eyjafjöll-
um voru að þessu sinni sex hrútar í
prófun. Þar var einn þeirra sem stal
senunni. Var það Durgur 96-089 en
síðufita á föllum hjá afkvæmum
hans var um 2 mm minni en meðal-
tal fyrir öll föll lamba í rannsókn-
inni, sem er ótrúlega mikill munur,
auk þess sem föll þessara lamba
höfðu mjög góð lærahold. Durgur
þessi var sonur Galdurs 94-042, en
þessi athyglisverði gripur drapst
lambsveturinn.
Um leið og fjallað er um þessar
afkvæmarannsóknir er ástæða til að
minna á það að á vegum tveggja bún-
aðarsambanda, þ.e. í Vestur-Húna-
vatnssýslu og Skagafirði, hafa undan-
farin ár verið framkvæmdar víðtækar
fitumælingar á föllum lamba í slátur-
húsi frá fjölda búa, auk þess sem þau
föll eru stiguð fyrir lærahold. Þessar
upplýsingar hafa verið sterkur hlekk-
ur í ræktunarstarfinu í þessum héruð-
um síðustu ár.
Molar
Mikið tekjuhraun breskra bænda
Samkvæmt opinberum gögnum frá breska landbúnaðarráðuneyt-
inu lækkuðu tekjur breskra bænda urn 45% milli áranna 1996 og
1997. Ástæðan er verðlækkun á öllum aðalafurðum breskra bænda
ásamt því að sterlingspundið styrktist þannig að samkeppnisstaða
breskra búvara við útflutning versnaði.
Snemma í febrúar héldu Bresku bændasamtökin aðalfund sinn
þar sem aðalmálið var yfirstandandi kreppa. Þar var m.a. rætt um
innanlandssölu á búvörum og kynnt kjörorðið: „Keep Britain Far-
ming“, eða „Varðveitum breskan landbúnað". Samþykkt var að
láta upprunamerkja breskar vörur í smásöluverslunum. Jafnframt
var kynnt sú hugmynd verslunarsamsteypa að auka samstarf þeirra
og bænda að uppfylla kröfur neytenda um vöruúrval.
(Intemationella Perspektiv, nr. 4/1998)
Freyr 2/98 - 43