Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1998, Side 44

Freyr - 01.03.1998, Side 44
Lambhrútaskoðun haustið 1997 Ráðunautar hafa lengi veitt bænd- um aðstoð við lambhrútaval sem tvímælalaust er einhver allra mikilvægasti hlekkurinn í ræktunar- starfmu á hverju búi. Fátt ræður meiru um hvemig ræktun þróast á búinu næstu misseri eins og hvemig það val heppnast. Fyrir um tveim áratugum hóf Hjalti Gestsson að halda skipulegar sýningar á lambhrútum á Suðurlandi og um lrkt leyti fóru Einar E. Gísla- son í Skagafirði og Olafur G. Vagns- son í Eyjafirði að taka upp samræmt form við lambhrútadóma. Þetta form hefur síðan í áranna rás verið þróað og samræmt og hefur nú í nokkur ár verið notað í öllum hémðum. Hlutur nákvæms vals á lambhrút- um hefur vaxið verulega í kynbóta- starfseminni með tilkomu ómsjár- innar. Bændur hafa verið hvattir til að taka upp í þessu sambandi skipu- leg vinnubrögð við valið, þannig að þeir láti ómmæla og stiga á hverju hausti þrefalt til fimmfaldan fjölda þeirra hrútlamba sem áætlað er að setja á til að fá góðan hóp úr að velja. Til að hvetja til aukinnar notk- unar ómsjármælinga við lambaval voru teknar upp skipulegar afkvæma- sýningar haustið 1993. Um þær sýn- ingar er fjallað í annarri grein hér í blaðinu. Síðustu árin hefur verið reynt að safna á skipulegan hátt niðurstöðum úr lambhrútaskoðun og síðustu ár verið gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra í Sauðfjárræktinni. Hér á eftir verðu gerð grein fyrir nokkru af nið- urstöðum úr þeirri skoðun haustið 1997. Þau gögn sem mynda grunn að skoðun lambhrúta verða til með tvennu móti. Stærstur hluti þeirra eru niðurstöður um lambhrúta sem eftir lón Viðar Jónmundsson V | Bændasam- tökum íslands koma til skoðunar við mat á af- kvæmum sæðingarstöðvarhrúta og val ásetningshrúta en auk þess er um að ræða niðurstöður fyrir þau hrút- lömb sem koma til skoðunar við af- kvæmasýningar. Eins og fram kem- ur f grein um þá skoðun hafa þær sýningar á síðustu árum þróast meira yfir í skoðun á gimbrum, þannig að hópur hrútlamba stækkar þar ekki. Haustið 1997 var umtalsverð aukning í slíkri skipulegri skoðun á hrútlömbum frá því sem áður hefur verið. Samtals komu til uppgjörs upplýsingar fyrir 7296 hrútlömb, sem er umtalsverð aukning frá því sem áður hefur verið. A mynd er sýnt hvemig fjöldi stigaðra hrút- lamba skiptist eftir sýslum. Eins og ætíð þá hefur það veruleg áhrif á fjölda skoðaðra lamba á hverju svæði hvar hverju sinni er að finna afkvæmi sæðingarstöðvarhrúta. I skoðun eru nú færri lömb á Vestur- landi en 1996, en þau eru nú fleiri á Vestfjörðum og einnig fjölgar enn í Strandasýslu, en þar er umfang slíkrar skoðunar meira en á nokkrum öðrum stað á landinu. I Húnavatns- sýslum fara um hendur dómara heid- ur færri lömb en haustið 1996. Lömbum í skoðun fjölgar hins vegar umtalsvert í Skagafirði, Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og Múlasýslum. Heldur fækkar í Austur-Skaftafells- sýslu en á Suðurlandi breytist fjöldi skoðaðra lamba ekki mikið. Vænst voru lömbin sem skoðuð vom í Múlasýslum, en einnig vom mjög væn lömb víða norðanlands og á Vestfjörðum, en öllu minnstur vænleiki var á Suðurlandi og í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Við stigun lamba kemur fram lík- ur munur og áður, sem skýrist lík- lega öðru fremur af mun á milli dómara. Lömb stigast hærra á Suð- urlandi en í öðmm landshlutum eins og áður. Langsamlega mikilvægustu nið- urstöður sem fram koma í hinum sameiginlegu gögnum fyrir lamb- hrútaskoðun eru um syni þeirra hrúta sem í notkun hafa verið á sæð- ingarstöðvunum. Undan þessum hrútum koma fram gríðarlega stórir afkvæmahópar við mjög breytilegar aðstæður þannig að um þessa hrúta fæst meiri og nákvæmari dómur en um aðra kynbótagripi. Fyrir hrúta á sæðingarstöðvunum eru sameinaðar upplýsingar úr óm- sjármælingum á þann hátt að leiðrétt er fyrir þungamun lamba og þeim mun sem er á mælingum á milli hér- aða. Munur í ómsjármælingum milli héraða skýrist af mismunandi gerð- um tækja sem notuð eru við mæl- ingamar og ólíkum venjum hjá mæl- ingarmönnum við aflestur af tækj- unum. Þegar búið er að leiðrétta fyr- ir slíkum áhrifum fást þær niður- stöður fyrir afkvæmahópa stöðvar- hrútanna sem sýndar eru í töflum hér með greininni. Þama er að finna niðurstöður um afkvæmi 39 hrúta sem notaðir vom á stöðvunum í desember 1996. Af þessum hrútum eru 15 kollóttir og 24 hymdir. Eins og áður þá kemur fram mikill munur á milli þessara 44 - Freyr 2/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.