Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1998, Page 46

Freyr - 01.03.1998, Page 46
Ómsjármælingar - Synir hyrndra hrúta haustið 1997 Nafn Númer Fjöldi Vöðvi Fita I Klettur 89-930 178 25, l 3,0 Blævar 90-974 23 25, l 3,3 >■ Þéttir 9l-93l 47 25,4 3,l Hnykkur 91-958 234 25,3 3,0 r váii 9l-96l 22 25,3 3,3 Stikill 91-970 48 25,4 2,8 Dropi 91-975 130 24,9 3,0 - Fenrir 92-97l 58 25,8 3,2 Hörfi 92-972 88 25,9 2,5 Fjarki 92-981 18 24,9 2,7 Njörður 92-994 88 25,4 3,0 Galsi 93-963 170 26,2 3,0 Bútur 93-982 107 26,7 3,l Djákni 93-983 84 25,5 3, l Glampi 93-984 172 26, l 2,9 Mjaldur 93-985 73 26,4 3,1 Moli 93-986 56 26,6 3,0 Bloti 93-987 27 24,9 3,2 Bmni 93-988 20 25,9 2,9 Penni 93-989 66 24,7 2,8 Nói 94-995 22 24,3 2,7 Frami 94-996 204 25,5 3,0 Kúnni 94-997 ll6 26,3 3,0 Svaði 94-998 87 26,0 2,7 unarstarfinu til þessa. Haustið 1996 voru afkvæmi hans einnig einn allra öflugasti afkvæmahópur sem til skoðunar kom. Moli 93-986 átti nú í fyrsta sinn afkvæmi úr sæðingum. Niðurstaða fyrir þau er afar glæsileg. Þau hafa feikilega þykkan bakvöðva og eru ákaflega vel gerð og fengu synir hans að meðaltali hærri dóm en afkvæmi nokkurs annars hrúts haustið 1997 eða 82,6 stig að jafn- aði. Mjaldur 93-985 sýnir eins og haustið 1996 afar glæsilega niður- stöðu hjá afkvæmum sínum. Megin- kostir sona hans umfram þá úrvals- hrúta sem áður eru taldir er að marg- ir þeirra eru alhvítir og hafa mjög góða ull. Afkvæmi Mjaldurs eru öllu breytilegri en afkvæmi Mola og Búts, en tæpast er hægt að finna glæsilegri lömb en fallegustu afkvæmi Mjald- urs. Eins og undanfarin haust sýna hrútar frá fjárræktarbúnu á Hesti gíf- urlega mikla yfirburði. Um Bút er þegar fjallað. Nýju hrútarnir þaðan, Kúnni 94-997 og Svaði 94-998, sýna báðir mjög góða útkomu. Af- kvæmi þeirra beggja voru áberandi þroskamikil lömb og einkum eru af- kvæmi Kúnna mjög bollöng, en stundum skortir aðeins á lærahold hjá afkvæmum hans. Aberandi var meðal afkvæma Svaða hve þetta voru hörkuleg lömb. Þá sýnir Hörvi 92- 972 eins og áður mjög góða út- komu, en synir hans eru fituminni en undan nokkrum öðrum hrút og er tæpast vafamál að vegna þessa eig- inleika fá synir hans ekki eins góða stigun og þeim bæri. Næst þynnsta fitu er að finna hjá sonarsonum hans, lömbum undan Svaða. Fenrir 92- 971 sýnir eins og áður góða niður- stöðu um þykkt bakvöðva en ullar- gallar eru alltof miklir hjá mörgum sona hans. Glampi 93-984 frá Oddgeirshól- um átti fleiri lömb í skoðun enn nokkur annar hrútur sem notaður var í Laugardælum. Niðurstöður fyrir syni hans eru mjög glæsilegar. Synir hans eru ákaflega jafnvelgerðar kindur og vel þroskaðir og mun mik- ill hrútakostur verða á mörgum bú- um á næstu árum á meðal sona hans. Eins og undanfarin ár sýnir Galsi 93- 963 frá Ytri-Skógum ákaflega góða útkomu hjá afkvæmum sínum. Þetta eru feikilega vel vöðvuð og jafnvaxin lömb, en stundum óþarf- lega bolstutt. Stærsti afkvæmahópurinn voru synir Hnykks 91-958 en eins og sjá má af töflu þá eru afkvæmi hans um miðjan hóp með þykkt bakvöðva og Altalað á kaffistofumiui Krossfesting I 9. tbl. Freys á liðnu ári var birt vísa eftir Indriða Aðalsteinsson á Skjaldfönn og fór ekki á milli mála að þar sendir Indriði frænda sínum, Jóni Baldvini Hannibalssyni, smáskot. Eftir að blaðið kom út rak á fjörur Freys aðra vísu í líkum dúr. Svo sem kunnugt er varð Island fyrsta ríki til að viðurkenna sjálfstæði Litháens og gerðist það í tíð Jóns Baldvins Hannibalssonar sem utannkisráð- herra. Fyrir þetta eru Litháar þakklátir Islendingum, nafn Jóns Baldvins er mjög þekkt meðal Litháa og þeir hafa veitt honum heiðursorðu og sýnt honum annan sóma. Af þessu tilefni var eftirfarandi vísa ort en um höfund er Frey ekki kunnugt: Litháa er Ijúft og skylt að hylla, langt var þeirra frelsisstríð og göfugt, en alltaf fannst mér ferleg þeirra villa að festa kross á Jón en ekki öfugt. 46 - Freyr 2/98

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.