Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 47
þrepi neðar eru synir Kletts 89-930
sem einnig eru mjög margir. Þessir
hrútar hafa nú verið á stöðvunum í
nokkur ár. Þegar notkun þeirra hófst
voru þetta þeir hrútar á stöðvunum
sem skiluðu hvað glæsilegustum af-
kvæmum. Það hve stjama þeirra
hefur síðan hrapað er öðm fremur
mælikvarði um það hve vel hefur
tekist til um að velja á stöðvarnar
hrúta með mikla kjötsöfnunareigin-
leika sem standa feti framar þessum
gömlu stjömum.
Frami 94-996 átti mjög stóran
hóp sona. í mælingu á bakvöðva
skipar hann sér vel yfir meðallag.
Margir synir hans eru áberandi prúð-
ar kindur á velli, lagðsíðir og jafn-
vaxnir.
Eins og vænta mátti fá synir hrút-
anna frá Freyshólum, Njarðar 92-
994 og Nóa 94-995, miklu betri
dóma um ullargæði en afkvæmi ann-
arra hrúta. Meðal lamba undan Nirði
mátti finna mörg ágæt hrútsefni.
Þrátt fyrir að Nói ætti vænni syni í
skoðun en nokkur annar hymdu
hrútanna, þá sýndu synir hann
þynnri bakvöðva en hjá nokkmm
öðrum af hyrndu hrútunum, þannig
að svo mikið skortir á kjötgæði hjá
afkvæmum hans að hann mun tæp-
ast geta orðið til kynbóta þrátt fyrir
ótvíræð ullargæði.
Eins og áður segir er vöðvaþykkt
hjá afkvæmum kollóttu hrútanna
þrepi neðar en hjá hyrndu hrútunum.
Einnig er notkun kollóttu hrútanna
minni þannig að margir þeirra eiga
heldur fáskipaða sonarhópa. Björn
89-933 frá Norðurhjáleigu á aðeins
örfáa syni en þeir mælast með
þykkri bakvöðva og stigast betur en
synir nokkurs annars kolóttu hrút-
anna á stöðvunum. Næstur honum
um þykkt bakvöðva koma synir
Spóns 94-993 frá Smáhömrum sem
einnig eru þroskamiklir og stæltir
hrútar. Sólon 93-977 frá Heydalsá á
líkt og haustið 1996 mestan fjölda
sona sem koma til skoðunar af koll-
óttu hrútunum. Þessir lambhrútar
voru þroskamiklir og margir ágæt-
lega gerðir og skipa sér í þriðja efsta
sætið um þykkt bakvöðva. Gnýr 91-
967 frá Smáhömrum á einnig stóran
hóp sona sem sýna góða útkomu.
Ekki er ólíklegt að Móri 87-847 og
Flekkur 89-965 fái vegna litar síns
nokkuð aðra notkun en aðrir hrútar
og vegna þess verði samanburður
þeirra við hina hrútana um margt
ósanngjarn.
Skipulegt val ásetningshrúta er
einn mikilvægasti hlekkurinn í rækt-
unarstarfinu. Þess vegna þarf á
næstu árum enn að auka það og
bæta. Markmiðið hlýtur að vera að á
hverju hausti komi til reglulegrar
skoðunar og ómsjármælinga vegna
slíks vals hið minnsta tíu þúsund
hrútlömb um allt land.
Sauðfjárrœktartöflur
Iritinu „Sauðfjárræktin“ voru margháttaðar töflur varðandi ræktun sauðfjár sem ekki er að finna
í þessu blaði. Hliðstæðar töflur standa mönnum til boða nú í sérstakri útgáfu, gegn vægu gjaldi.
Sú útgáfa verður væntanlega tilbúin í aprfl nk. Þeir sem óska eftir að kaupa „Sauðfjárræktar-
töflur“ geta pantað ritlinginn með því að hringja til Bændasamtakanna eða fylla út meðfylgjandi
pöntunarseðil og senda hann í pósti eða í bréfsíma.
Eg óska eftir að kaupa „Sauðfjárræktartöflur“ sem áður birtust í ritinu „Sauðfjárræktin“
IMafn ____________ Kennitala_
Heimili
Póstnúmer_______ Póstumdæmi
Viðtakandi:
Bændasamtök íslands
Bændahöllinni v/Hagatorg
Pósthólf 7080
127 Reykjavík
Sími: 563 0300
Bréfsími: 562 3058
Freyr 2/98 - 47