Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1999, Page 52

Freyr - 01.05.1999, Page 52
Tafla 8. Vaxtarlags- og kjötgæóaælingar og eftir fituflokkum við jafnan fall- þunga 15,81 kg. Fallþungi í hverjum fituflokki er sýndur óleiðréttur Ómsjármæling Stig Útvortismál, mm Fitu- Síðu- Fita Fall, flokkur- Tala fita % Vöðvi Vöðvi Fita Lögun Læri Framp T V TH V/TH kg 1 19 4,9 19,7 63,1 24,5 2,6 3,4 3,35 3,68 196 167 258 0,647 13,28 2 117 7,1 22,1 61,8 24,3 2,9 3,5 3,79 3,80 194 170 258 0,659 15,39 3 34 9,3 24,9 59,6 23,7 3,3 3,6 3,93 4,01 190 173 259 0,668 17,69 3+ 7 12,3 27,9 57,5 23,0 3,1 3,5 4,41 4,24 187 177 250 0,708 19,67 4 1 14,5 30,8 54,9 22,4 3,7 4,6 4,15 4,35 185 172 257 0,669 20,80 og mælingamar bundnar við eina hjörð og eitt sláturhús. Rétt er þó að geta þess að það var samdóma álit aðstandenda afkvæmarannsóknar- innar og nokkurra forkólfa að þessu nýja kjötmati, þar á rneðal John Heal sérfæðings í EUROP-mati, að matið á Hvammstanga hafí tekist vel og [ því má lita á niðurstöðurnar sem góða vísbendingu um vaxtarlagsein- kenni flokkanna. í stutttu máli sýna útvortismálin ásamt holdastigunum greinilegan og hámarktækan vaxtarlagsmun milli flokka sem fellst fyrst og fremst í vaxandi holdfyllingu (hærri holdastig, hærra hlutfall V/TH, þykkri vöðvar og fíta, styttri bein), með betri flokkun (frá P til E). Flokkamunur rnilli hinna þátt- anna; síðufitu, ómsjármælinga og vefjahlutfalla, er ekki marktækur sem eðlilegt er, þar sem ekki er metið eftir þeim, en engu að siður kemur þar fram tilhneiging til meiri kjötgæða með betri flokkun í töflu 8 eru mælingamar sýndar eftir fítuflokkum. Niðurstöðurnar sýna greinilegan og raunhæfan mun á fítuþykkt og fítuinnhaldi milli fituflokka enda auðveldara um vik að flokka, þar sem öll föllin em fítuþykktarmæld á síðu og ákveðin fítumörk fylgja hverjum flokki. Jafnframt sýna þær að þéttvöxnu skrokkamir falla í feitari flokkana, enda vel þekkt úr vaxtarlífeðlisfræðinni að styttri beinum fylgir meiri þykktarvöxtur fitu og vöðva, eins og oft hefur ver- ið minnst á. Hins vegar er það ferli ekki óbrigðult, eins og fram kemur í afkvæmarannsóknunum hér að framan (t.d. afkvæmi Kjóa og Mola), og verður enn lögð rík áhersla á það að til þess að fram- leiða hágæða lambakjöt verður úr- valið að beinast gegn óhóflegri fítu- söfnun miðað við beinalengd. Þetta nýja kjötmat er tvímælalaust öflugt tæki til að stuðla að slíku úrvali, þar sem samræming vaxtarlags- og fituflokkunar veitir tækifæri til að velja þá hrúta til undaneldis sem mestu kjötgæði hafa. En þetta tæki- færi glatast ef ekki er rétt metið og fullkomins samræmis gæti í matinu milli sláturhúsa sem nokkur mis- brestur virðist vera á. IVlolar Frestun á viöurkenningu á erfðabreyttum matvælum í Evrópu Fyrir einu ári leit út fyrir að erfðabreyttur maís, sykurrófur og fleiri jurtir væru að leggja undir sig heimsmarkað nreð þessar vörur og matvæli úr þeirn. Fremstir í flokki í þeim sókn voru bandarískir bændur. í Bretalandi áttu sér stað fyrr á árinu harðar deilur um erfða- breytt matvæli sem lauk með því að ákveðið var að fresta um eitt ár að leyfa viðskipti með þau. Siðan hafa ýnris lönd inna ESB lagst á sömu sveif varðandi rækt- un og sölu á erfðabreyttum jurt- um og afurðum þeirra. Þannig hefur verið hætt í Grikklandi til- raunaræktun með þessar jurtir og sölu afurðanna. Frakkland og Ítalía hafa lýst fylgi sínu við frestunina og hreyfíng er í sömu átt í Hollandi. Embættismannanefnd ESB hefur hins vegar lagst gegn þess- ari frestun, þar sem sambandið væri þá stefnulaust í rnálinu. Matvælamarkaðurinn hefur nú tekið málið upp og sjö stórar keðjur smásöluverslana i Evrópu hafa ákveðið að nota ekki erfða- breytt hráefni í vörur sem þær selja undir eigin vörumerkjum. í Bandaríkjunum ráða jafnt ríkisstjómin og erfðatækniiðnað- urinn ráðum sínum urn það hvemig bregðast skuli við þess- um fregnum frá Evrópu. Annars vegar hefur hægagangur í viður- kenningu á erfðabreyttunr afurð- um í Evrópu verið fordæmdur nreð hótunum urn kærur til WTO. A hinn bóginn hefur landbúnaðarráðherra USA, Glichman, nýlega bent á að til lítils sé að fá viðurkenningu á þessum vömm, ef engir fást þar til að kaupa þær. í framhaldi af því hafa samtök bænda nú kornið þeim skilaboðum til félags- manna sinna að þeir verði að halda erfðabreyttri og ekki erfða- breyttri framleiðslu aðskilinni, annars geti þeir átt á hættu að geta ekki selt neitt af uppskem sinni til Evrópu. (lnernationella Perspektiv nr. 14/1999). 52- FREYR 5-6/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.