Freyr - 15.05.1999, Page 8
Unnið að ýmsum
framfaramálum
„I stjóm Búnaðar- og ræktunar-
sambandsins voru á þessum tíma
áhugasamir menn sem vildu láta
gott af sér leiða fyrir héraðið. Ég
minnist þess ekki að þeir hafi
nokkru sinni lagst gegn þeim hug-
myndum sem komu ffá mér sem
framkvæmdastjóra og ráðunauti. A
þessum árum voru teknar upp naut-
gripa- og sauðijársæðingar sem
hafa haft mikil áhrif á kyn-
bótastarfið. Hrossaræktarfélag var
stofnað sem hefúr skilað miklum
árangri.
Þá var stofnað til húsagerðarsam-
þykktar og keypt byggingamót,
bæði til íbúðar- og útihúsa. Á
nokkrum árum voru byggðar 150-
160 byggingar og tókst með því að
lækka byggingarkostnað verulega
og um leið bæta húsakostinn. Það
er víða vel hýst á Snæfellsnesi. í
byggingarflokkunum voru aðallega
menn úr sveitunum, vaskir bænda-
synir sem hlífðu sér hvergi. Þessi
þáttur var ekki ómerkur í starfi
sambandsins.
Ræktunarsambandið, sem var
undir sömu stjóm, sinnti ræktunar-
ffamkvæmdum, ffamræslu og jarð-
vinnu. Reynt var að lána bændum
vélavinnuna þar til framlög komu
frá því opinbera og greiða með því
fyrir aukinni ræktun. þetta tókst
ótrúlega vel, sambandið varð ekki
fyrir tapi og stóð fjárhagslega vel
þegar ég hætti. Sama má segja um
Búnaðarsambandið. það var fyrst
og fremst vegna þess að bændur
héraðsins stóðu vel að sínum sam-
tökum.“
Langaði ekki í pólitíkina
- Þú ferð fljótlega að sinna fé-
lagsmálum þegar á Snœfellsnes
kemur.
„Já, menn lenda í ýmsu þegar
þeir fara að skipta sér af hlutun-
um óumbeðið. Það er lítil ástæða
til að telja það upp. Ég lenti í
kaupfélagsstjórn, var viðriðinn
sveitarstjórn í Stykkishólmi í tólf
ár, þar af tvö ár sem oddviti, og
sinnti ýmsum félagsmálum sem
tengjast landbúnaði, sat á Búnað-
arþingi og var formaður skóla-
nefndar Bændaskólans á Hvann-
eyri um tíma.“
- Þú varst kjörinn í sveitarstjórn
jyrir Framsóknarjlokkinn, veltirðu
aldrei jyrir þér að leggja jyrir þig
pólitík?
„Nei, þó að ég hafi áhuga á þjóð-
málum þá hvarflaði aldrei að mér
að leggja það fyrir mig. Ég taldi
það ekki eftirsóknarvert. Það þarf
mikla snillinga til að sækja og verja
það sem er rétt og rangt. Og sannast
sagna var ég lengst af ofhlaðinn
störfum. Bæjarmálin tóku líka
Hjónin Leifur og María á tröppum sumarhúss sem Snœfellingafélagið á en
það stendur rétt ofan við höfnina á Arnarstapa.
mikinn tíma, ekki síst meðan ég var
oddviti,og þá var ég upptekinn við
þau öll kvöld og helgar. Ég man að
dætur mínar fengu oft að heyra það
að ég væri að fara á fund og spurðu
mömmu sína hvað væri fundur. Svo
stóð þannig á að það var haldinn
fundur heima hjá okkur og þá sagði
mamma þeirra að nú skyldu þær
fylgjast með. En þegar til kom
fannst þeim þetta ekkert sérlega
merkilegt.
En sveitarstjómarmálin geta ver-
ið skemmtileg og fýrst eftir að ég
hætti fannst mér ég ekki geta fylgst
nógu vel með í minni heimabyggð
því að starf mitt fór að mestu fram í
sveitunum. En það leið hjá.“
- En þessi störf þin, bœði sem
ráðunautur og í félagsmálunum,
þau hafa væntanlega orðið til þess
að þú þekktir hvern mann á Snœ-
fellsnesi.
„Já, ég þekkti alla í sveitunum að
sjálfsögðu og nokkuð í kauptúnun-
um.“
- Og ertu sammála séra Arna
Þórarinssyni um að þetta sé vont
fólk?
„Nei, það er ég ekki enda höfum
við aldrei tekið þetta bókstaflega.
Ég held að fólki hafi þótt vænt um
hann. Það er mikið af sómafólki á
Snæfellsnesi eins og í öðmm hér-
uðum.
Meðfram ráðunautastarfinu vann
ég töluvert fyrir Búnaðarfélag ís-
lands og fór á hrútasýningar um allt
land. Það eru ekkert óskaplega
margir hreppar sem ég hef ekki
komið í. Á þessum ferðum kynntist
ég fjölda fólks og hefði ekki viljað
missa af þeim kynnum, þær voru
skemmtilegar. Það var Halldór
Pálsson, þáverandi sauðfjárræktar-
ráðunautur, sem fékk okkur héraðs-
ráðunautana til að hjálpa sér því að
hann komst ekki yfir að mæta á
allar sýningar.
Auk þess byrjaði ég árið 1957 að
fara á hrossasýningar og sinnti
dómsstörfum á fjórðungs- og lands-
mótum í þrjátíu ár, ýmist á vegum
Búnaðarfélagsins eða hrossaræktar-
félaganna.“
8 - FREYR 7/99