Freyr - 15.05.1999, Qupperneq 19
60
Ekkert K 27.sept. 6. maí 24. maí
Áburðartími - meðaltal
Mynd 3. Tilraun nr. 385-74 á Hvanneyri. Dreifingartími á kalíáburði (KCl).
Þurrefni hkg/ha, meðaltal,, ára.
rigndi eftir áburðardreifmgu. Þá
geta köfnunarefni og kalí skolast út
ef sáðgresið er ekki orðið nógu
öflugt til að taka við áburðinum.
Það fer eftir sáningartima og veð-
urfari hve mikil uppskeran er fyrsta
árið, en oftast er hún ffemur lítil.
Flestir bændur munu nú sá fræi og
áburði saman. Þessar tilraunir
benda ekki til annars en að það sé
óhætt. Menn ættu þó að hafa það í
huga að tilbúinn áburður getur
minnkað spírunarhæfni fræs. Þess
vegna er öruggast að sá blöndu af
grasffæi og áburði strax eftir blönd-
un en geyma hana ekki.
Dreifingartími á
kalíáburði
Árin 1974-1980 var gerð tilraun
með dreifingartíma á kalíáburði á
tún á Hvanneyri, en þar er hentugur
staður fyrir slíka tilraun vegna þess
að kalíþörf túnsins er mikil, eins
og kemur fram á mynd 3. Tilraunin
var gerð á framræstri mýri.
Dreifingartími fyrst í maí gaf öll
árin mesta uppskeru. Uppskeran
var 8% lakari þegar kalí var dreift
að hausti, en þegar dreift var um„.
maí og 15%lakari þegar dreift var
um 24. maí í stað þess að dreifa
áburðinum,,. maí. Þetta sýnir að
það hefur töluvert að segja hvenær
kalí er borið á.
Tvö fyrstu ár tilraunarinnar var
uppskera á liðnum, sem fékk ekki
kalí, að meðaltali 19,3 hkg/ha af
þurrefni. Fjögur síðari árin var
uppskeran aðeins 3,2 hkg/ha af
þurrefni að meðaltali.
Borið var á 50 kg/ha af kalí, sem
líklega hefur verið of lítill áburður
ef marka má efnamagnið í grasinu.
Það var á árunum 1975-1980 í fyrri
slætti og 1976-1977 í seinni slætti,
gefið upp sem hundraðshlutar af
þurrefni, sjá töflu 2.
Þegar borið var á að hausti
komu„8% af ábornu kalí í
uppskeru. Þegar borið var á„. maí
komu 90% af ábornu kalí í
uppskeru og við áburðartímann 24.
maí 87%. Samkvæmt þessum
tölum er líklegt að meira af því
kalíi, sem borið var á að hausti,
hafi skolast út, en af því sem borið
var á að vorinu. Það hefur komið
fram hjá fræðimönnum að kalí
bindist laust við lífrænar agnir og
skolist því auðveldlega úr lífrænum
jarðvegi. Þetta er rétt að hafa í huga
þegar búfjáráburður er borinn á, að
i þvagi er mikið af kalíi.
Uppskeran var mest þegar borið
var á fyrst í maí og þá var hlutfalls-
lega minnst af fosfór, kalsíum og
magníum í uppskerunni eins og
mynd 4 sýnir. Það stingur í augu
hvað hlutfallslega er mikið af
fosfór og magníum í grasi tilrauna-
liðarins sem fékk ekki kalí. Þegar
uppskeran var lítil vegna skorts á
kalí, eins og sjá má á mynd 3, þá
hafa grösin haft úr nógum fosfór að
moða og þess vegna varð fosfór í
uppskeru mikill, enda var borið á
29,5 kg/ha af P árlega.
„Réttur“dreifingartími
Tilraunimar með áburðartíma á
nýrækt benda ekki til að það sé til
bóta að dreifa köfnunarefni á öðr-
um tíma en fosfór og kalí. Það virð-
ist heldur ekki skipta máli hvort til-
búnum áburði var dreift um leið og
grasfræinu var sáð eða nokkm
seinna.
Þó að það komi þeim tilraunum,
sem hér er fjallað um, aðeins
óbeint við er rétt að minna á að í
köldum ámm getur verið óvarlegt
að slá nýræktir seint að hausti. Um
það er dæmi úr tilraun sem gerð var
á Hvanneyri. í ársbyrjun 1962 kom
kuldakast, sem olli víða kali í tún-
um, m.a. á Hvanneyri. Þá var ný-
hafin tilraun með sláttutíma og
beitartíma á nýrækt, sem sáð var í
vorið 1961. Sumir reitimir vom
slegnir 8. september og fengust þá
17 hestburðir af töðu af hektara.
Aðrir reitir vom slegnir 20 dögum
seinna, en þá var uppskeran af hekt-
ara orðin 33 hestburðir af heyi. Það
munaði því minnstu að heymagnið
af hektara ykist um einn hestburð á
dag á þessu tímabili. Gróðurinn á
reitunum, sem slegnir vora seinna
(28. september), grisjaðist veturinn
sem á eftir fór, þannig að sumarið
Tafla 2.
Ekkert kalí borið á
Kalí borið á að hausti
Kalí borið á„. maí
Kalí borið á 24. maí
0,52% K í fyrri slætti og 0,32% K í seinni slætti
0,72% K í fyrri slætti og 0,62% K í seinni slætti
0,98% K í fyrri slætti og 0,72% K í seinni slætti
1,14% K í fyrra slætti og 0,88% K í seinni slætti.
FREYR 7/99 - 19