Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 32
fólks starfí hætta af neyslu erfða-
breyttra matvæla. Ekki er að efa að
reynt verður að tryggja að engar
óæskilegar verkanir verði af neyslu
hinna nýju matvæla. Þrátt fyrir það
er hugsanlegt að t.d. litningabútur
af ákveðinni lengd, sem stýrir til-
teknum eftirsóttum eiginleika, geti
um leið borið skipanir um aðrar og
óþekktar breytingar. Mistök í þessu
efni geta augljóslega verið afdrifa-
rík ef þau uppgötvast ekki fyrr en
um seinan.
Siðferöilegur vandi
og kröfur neytenda
Gen sem auka frostþol plantna hafa
verið flutt úr lúðu í matjurtir eins og
kartöflur og tómatplöntur. í silunga-
og laxeldi eru notuð gen úr mönnum
til að auka vaxtarhraðann. Þegar
hefur verið minnst á litninga úr
bakteríum. Slíkur flutningur erfða-
efnis milli ólikra lífsforma er mörg-
um lítt að skapi og vekur upp sið-
ferðilegar spumingar sem erfitt er að
svara. Sum trúarbrögð leggja blátt
bann við neyslu vissra dýrategunda
svo ekki sé minnst á afurðir úr
mönnum! Þeir sem neyta eingöngu
grænmetis gætu á sama hátt þurft að
„kyngja“ því að hluti af erfðamengi
grænmetisins sé frá dýrum komið.
í ljósi þess að erfðabreyttar mat-
jurtir eru komnar á alþjóðlegan
markað óska margir neytendur þess
að það sé tekið fram á umbúðum
hvort varan hafi að geyma erfða-
breyttar lífverur og/eða afurðir
þeirra. Stjómvöld þurfa að taka
afstöðu til þess hvort það eigi að
koma upp eftirliti með því að öll
matvara sé rétt merkt og að auki
hvort yfirleitt eigi að koma á þvílík-
um reglum og eftirliti. Kannski
verður reynt að finna einhvers kon-
ar málamiðlun milli þeirra sem
styðja hagnýtingu erfðabreyttra
matjurta og hinna sem em því and-
vígir. Þá þarf löggjafinn að taka af-
stöðu til þess hversu langt skal
leyfa líftæknifyrirtækjunum að
ganga í framleiðslunni. Hvar á að
setja mörkinþ Vilja menn útiloka
flutning erfðaefnis úr dýrum eða
mönnum í matjurtir, eða á að ganga
lengra og hindra notkun erfðaefnis
úr veiram og bakteríumþ Hvað um
skrautjurtir, vefnaðarjurtir og annan
nytjagróður eins og trjáviðþ
Tortímingargenið
Enn er ónefnt eitt atriði sem kann
að orka tvímælis frá sjónarhóli
bænda og er í þróun vestanhafs.
Verið er að hanna aðferð með að-
stoð erfðatækni til að koma í veg
fyrir að nota megi fræ sem skorið er
upp til að hefja nýja ræktun. Fræ
sem vex upp af sáðkominu er með
öðram orðum ófrjótt en að allri
annarri náttúru sinni sem annað
fræ. Bóndi sem áður varðveitti
hluta af uppskeranni til sáningar á
næsta ræktunartíma verður í þeim
tilvikum að kaupa nýtt fræ af fræ-
framleiðendum á hverju ári. Auð-
velt er að sjá hversu illa það getur
komið sér fyrir bændur í fátækari
heimshlutum og aðra þá sem eiga
undir högg að sækja. Tækni þessi
felur sem slík ekki i sér endurbætur
á gagnsemi yrkja en tryggir aðeins
einkarétt ffæfyrirtækja sem ráða yf-
ir nauðsynlegri erfðatækni. Sumir
telja ástæðu til að óttast að með
þessu geti stórfyrirtæki komist til
óeðlilegra áhrifa á markaði með að-
fong til landbúnaðar og garðyrkju.
Framleiðendur benda hins vegar á
að nú þegar era í notkun ijölda-
rnörg yrki nytjajurta um allan heirn
sem ekki er hægt að nota til fram-
haldsræktunar og vísa til að mynda
í hin svokölluðu Fi-yrki og einka-
leyfi á fjölgun ýmissa skrautblóma.
Eðlismunurinn er hins vegar sá, að
áliti efasemdarmanna, að þau yrki
fela í sér eftirsótta eiginleika sem
menn era fúsir til að greiða fyrir, en
það er ekki nauðsynlega raunin
með hin nýju geld-afbrigði sem
innihalda það sem hefur verið kall-
að „Tortímingargen“. Óttinn er
vonandi þarflaus, ætli tilgangurinn
sé ekki fremur að tryggja fram-
leiðslurétt á nýjum eftirsóttum
yrkjum en að ná heimsyfirráðum
með því að læsa aðgang að erfða-
efni heilla tegunda.
Erfðabreyttar matjurtir
og ísland
Hér á landi era í gildi lög sem
banna framleiðslu, sölu og dreif-
ingu á erfðabreyttum lífverum og
vöra sem inniheldur þær. Þannig er
t.d. óleyfilegt að selja erfðabreytta
tómata eða kartöflur. Hins vegar ná
lögin ekki yfir unnar afurðir eins og
jurtaoliu, barnamat, tóbak, tómat-
sósu eða kartöfluflögur svo að
nokkur dæmi séu nefnd um algeng-
ar neysluvörur. I íslenskum mat-
vöruverslunum era á boðstólum
vörar sem innihalda jurtafeiti eða
sterkju úr erfðabreyttum lífveram.
Á sama hátt era ekki í gildi reglur
um merkingar á umræddri vöra.
Þannig er erfitt fyrir neytendur að
gera upp á milli unninna matvæla
eftir því hvort í þeim era afurðir
erfðabreyttra lífvera eða ekki. Mörg
Evrópulönd hafa sett reglur um
merkingar á erfðabreyttri vöru en
hvorki í Bandaríkjunum né Kanada
era í gildi slíkar reglur og erfða-
breytt matvara sem þaðan kemur
skal þess vegna ekki vera auðkennd
í verslunum.
Lokaorð
Öll ræktunarmenning stendur á
tímamótum nú um árþúsundaskipt-
in. Aldrei fyrr hefur verið hægt að
breyta eiginleikum lífvera á svo
stórfelldan hátt sem nú hillir undir.
Kynbætur hafa allt fram á síðustu ár
verið stundaðar með kynblöndun
og úrvali einstaklinga innan teg-
undar eða meðal mjög náskyldra
tegunda. Flest það, sem lýst er í
þessari grein, er enn skammt á veg
komið. Þegar verið er að stíga ný
skref verður hins vegar að taka af-
stöðu til margra erfiðra álitamála.
Að þeirri umræðu getur komið fólk
úr ólíkum áttum, bændur og rækt-
unarfólk, fulltrúar trúarhópa, nátt-
úruverndarfólk, sérfræðingar á
ýmsum sviðum líffræði og erfða-
verkfræði og síðast en ekki sist
stjórnvöld en þeirra bíður það
vandasama verkefni að taka hinar
endanlegu, stefhumarkandi ákvarð-
anir.
32 - FREYR 7/99