Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 2

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 2
Nautgriparæktartöflur r ritinu „Nautgriparæktin", sem kom út um árabil, voru margháttaðar töflur varðandi ræktun nautgripa sem ekki er að finna í þessu blaði. Hliðstæðar töflur standa mönnum til boða í sérstakri útgáfu, gegn vægu gjaldi. Sú útgáfa verður væntanlega tilbúin í maí nk. Þeir sem óska eftir að kaupa „Nautgriparæktartöflur" geta pantað ritlinginn með því að hringja til Bændasamtakanna, fylla út meðfylgjandi pöntunarseðil og senda hann í pósti eða í bréfsíma, eða senda tölvupóst. Ég óska eftir að kaupa „Nautgriparæktartöflur" sem áður birtust í ritinu „Nautgriparæktin" Nafn Kennitala_________ Heimili______________________________________ Póstnúmer__Póstumdæmi________________________ Viðtakandi: Bændasamtök íslands Bændahöllinni v/Hagatorg 107 Reykjavík Sími: 563 0300 Bréfsími: 562 3058 Netfang: sth@bondi.is Eldri starfsmenn oft áhugasamari í starfi en hinir yngri Lífslíkur hafa ekki aukist jafn hratt í neinu landi ESB síðustu 30 ár eins og í Finnlandi. Að vera frískur er eitt af skilyrðum þess að geta unnið en ekki endilega það sem ræður úrslitum. Heilsa er margþætt fyrirbæri og oft er erfitt að draga skýra línu milli heil- brigðis og sjúkdóms. Heilsubrestur getur starfað af vinnuumhverfinu, segir Raija Gould hjá Heilsuvernd eftirlauna- þega í Finnlandi. Þess vegna stoð- ar það oft ekki að senda mann- eskju til endurhæfingar vegna bakveiki, heldur þarf að eiga sér stað endurhæfing á öllu vinnuum- hverfinu. Það er þess virði að hug- leiða það hvort vinnugeta fólks byggist meira á andrúmslofti á vinnustað en ástandi einstaklings- ins. Á hinn bóginn geta heilsu- vandamál fólks einnig stafað af því að starfsmaður valdi ekki starfi sínu. Nú um nýliðin aldamót er um hálf milljón launþega í Finnlandi sem einungis hefur lok- ið námi í grunnskóla. Lenging lífaldurs leiðir til þess að meðalaldur starfsmanna hækkar og því eldra sem fólk verður því meiri líkur er á að sjúkdómar láti á sér kræla. Þess má vænta að ár- gangur sem eru fæddir á 5. og 6. áratug síðustu aldar verði veiga- mikill hluti vinnuaflsins í Finnlandi fram á 3ja áratug þessarar aldar. Yngra fólkið stingur hið eldra af verkefnum sem krefjast nú- tímalegrar menntunar, snöggra ákvarðana eða í störfum þar sem vinnudagurinn er óheyrilega lang- ur. Hinir eldri á vinnumarkaðnum eiga þó sér sínar sterku hliðar. Að áliti prófessors Juhani Ilmarinen við Vinnuheilbrigðisstofnunina eru eldri launþegar oft áhugasamari um störf sín en hinir yngri, sem eru betur á sig komnir og betur mennt- aðir. Þegar manneskjan eldist lærist henni að átta sig betur á heildarsýn starfsins og öðlast betri dómgreind. Þessa kosti hinna eldri hefur vinnumarkaðurinn hingað til ekki kunnað að meta að verðleikum. Vinnumarkaður sem hampar ein- hliða yngri starfsmönnum getur orð- ið fyrir stærri skell í framtíðinni heldur en þeim heilsufarsvandamál- um sem íylgja öldmn starfsmanna. (Landsbygdens Folk nr. 10/2001). 2 - pR€VR 4-5/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.