Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 39
aldur er eiginleiki sem liggur fyrir
snemma á æviskeiðinu, einnig
benda rannsóknir til þess að erfða-
samhengi þess eiginleika við ævi-
afurðir sé sterkt. Lifunin hefur hins
vegar fremur lágt arfgengi, 0,09,
sem gerir það að verkum að kyn-
bótaeinkunn sem byggir á slíkum
eiginleika, gerir kröfu um að dætra-
hópar einstakra nauta séu nokkuð
stórir, 100-150 gripir, til að eink-
unnin hafi viðunandi öryggi. Það
eru nokkuð stærri hópur en notaður
er við afkvæmaprófanir hér á landi
(50-70 gripir). Við þær aðstæður
mætti því búast við nokkuð hægri
erfðaframför hvað þennan eigin-
leika varðaði.
Til er nákvæmari aðferð við að
meta endingu gripa en þær sem
notaðar voru í þessu verkefni,
kallast hún á enskri tungu
„survival analysis" (auglýst er
eftir íslensku heiti!). Hún eru
þeirrar náttúru að geta tekið tillit
til þeirra breytinga sem virðast
hafa orðið á eiginleikanum
ending, á því tímabili sem hér um
ræðir. Full ástæða er því til að
athuga hvort nota megi þær til að
meta endingu með það nákvæmum
hætti að niðurstöður rannsókna
sem byggja á þessari aðferð nýtist
í kynbótastarfi hér á landi.
Heimild:
Baldur Helgi Benjamínsson, 1999.
Áhrif erfða á endingu mjólkurkúa af ís-
lensku kyni. Aðalritgerð við Búvís-
indadeild Bændaskólans á Hvanneyri.
31 bls.
Höfundur stundar framhaldsnám
í nautgriparœkt við Landbúnaðar-
háskólann í Kaupmannahöfii.
Fróöleiksmolar um gin- og klaufaveiki
Orsök
* Picoma - veira, ýmsir undir-
flokkar, (A, O, C, SAT 1, SAT
2, SAT 3, Asia 1).
* Veiran er mjög þolin gagnvart
ytri skilyrðum, svo sem lágu
hitastigi, og getur lifað lengi í
umhverfi dýrsins. I þurru og
hlýju veðri getur veran lifað í
þrjá sólarhringa, í köldu og
röku veðri allt upp í mánuð.
Veiran þolir ekki hita yfir 50 °C
og er viðkvæm fyrir bæði súr-
um og lútkenndum efnum.
* Meðgöngutími 2-8 dagar.
Leggst á
* Klaufdýr, svo sem nautgripi, svín
sauðfé, geitur, úfalda o.s.frv.
* Getur jafnframt smitað fólk, en
það er sjalfgæft og veldur ekki
alvarlegum veikindum. (Blöðr-
ur geta myndast á höndum
fólks eftir beina snertingu við
sjúk dýr).
Afleiðingar
* Næstum 100% smitun hjarða,
en lágt hlutfall dýra drepst.
Undantekning eru kálfar, en
50-70% þeirra geta drepist.
* Nyt kúnna snarminnkar og
mikið tjón verður á býlum þar
sem veikin kemur upp.
* Lélegt almennt heilbrigðis-
ástand á smituðum dýrum sem
gerir þau veil fyrir öðrum sjúk-
dómum.
Einkenni
* Nautgripir. Átlyst minnkar,
mikill sótthiti, (allt upp í 42
°C), dýrin verða stjörf og nyt
kúnna snarminnkar, gripirnir
slefa mikið, smjatta og
kjamsa, algengt að gripir tyggi
hamslaust. Blöðrumyndanir á
slímhúð í munnholi, milli
klaufa við rætur horna og á
lágklaufum, og jafnvel ájúgri.
Eftir sólarhring springa blöðr-
urnar og fram koma sársauka-
full sár.
* Svín. Vægari einkenni en á
nautgripum. Sótthiti, lystar-
leysi, mikið slef. Blöðrur í
munnholi, milli klaufa og á
hælum - verður oft vart við við
það að mörg dýr verða hölt.
* Sauðfé. Oft vægari einkenni en
hjá öðrum dýrategundum og
erfiðari í greiningu. Fé á erfitt
um gang og er ófúst að rísa á
fætur. Blöðrur milli klaufa.
Útbreiðsla
* Viðvarandi í Afríku, Austur-
löndum nær, Asíu og Suður-
Ameríku; t.d. í Tyrklandi 1998,
Alsír og Marokkó 1999.
* í löndum ESB, síðast í Grikk-
landi í júní 2000, Stóra-Bret-
landi í febrúar og mars 2001.
Dreifing
* Smitað dýr dreifir smitinu með
öllum líkamsvessum. Dreifing
veirunnar hefst þegar 1-5 dög-
um áður en blöðrumar myndast.
* Dreifing innan hjarðarinnar
gerist með beinni snertingu
dýra, en einnig óbeint; með
fólki, áhöldum og tækjum,
kjöti, mjólk eða fóðri. Jafnvel
matarleifar af kjötréttum geta
verið smitaðar. Smit getur einn-
ig borist í lofti allt að 10 km.
* Utanlandsferðir hafa áhættu um
dreifingu á smiti í för með sér.
Baráttuaðferðir
* Ef grunur er um smit eða ef
smit hefur greinst: Settar eru
upp vamarlínur, aflífun gripa
og eyðing skrokka, sótthreins-
un, takmörkun umferðar til og
frá sýktum svæðum o.fl.
* Bólusetning. Er ekki leyfð í
löndum ESB, en á döfinni í
Bretlandi.
(Landsbyggdens Folk
nr. 10/2001).
FfKVR 4-5/2001 - 39