Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 39

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 39
aldur er eiginleiki sem liggur fyrir snemma á æviskeiðinu, einnig benda rannsóknir til þess að erfða- samhengi þess eiginleika við ævi- afurðir sé sterkt. Lifunin hefur hins vegar fremur lágt arfgengi, 0,09, sem gerir það að verkum að kyn- bótaeinkunn sem byggir á slíkum eiginleika, gerir kröfu um að dætra- hópar einstakra nauta séu nokkuð stórir, 100-150 gripir, til að eink- unnin hafi viðunandi öryggi. Það eru nokkuð stærri hópur en notaður er við afkvæmaprófanir hér á landi (50-70 gripir). Við þær aðstæður mætti því búast við nokkuð hægri erfðaframför hvað þennan eigin- leika varðaði. Til er nákvæmari aðferð við að meta endingu gripa en þær sem notaðar voru í þessu verkefni, kallast hún á enskri tungu „survival analysis" (auglýst er eftir íslensku heiti!). Hún eru þeirrar náttúru að geta tekið tillit til þeirra breytinga sem virðast hafa orðið á eiginleikanum ending, á því tímabili sem hér um ræðir. Full ástæða er því til að athuga hvort nota megi þær til að meta endingu með það nákvæmum hætti að niðurstöður rannsókna sem byggja á þessari aðferð nýtist í kynbótastarfi hér á landi. Heimild: Baldur Helgi Benjamínsson, 1999. Áhrif erfða á endingu mjólkurkúa af ís- lensku kyni. Aðalritgerð við Búvís- indadeild Bændaskólans á Hvanneyri. 31 bls. Höfundur stundar framhaldsnám í nautgriparœkt við Landbúnaðar- háskólann í Kaupmannahöfii. Fróöleiksmolar um gin- og klaufaveiki Orsök * Picoma - veira, ýmsir undir- flokkar, (A, O, C, SAT 1, SAT 2, SAT 3, Asia 1). * Veiran er mjög þolin gagnvart ytri skilyrðum, svo sem lágu hitastigi, og getur lifað lengi í umhverfi dýrsins. I þurru og hlýju veðri getur veran lifað í þrjá sólarhringa, í köldu og röku veðri allt upp í mánuð. Veiran þolir ekki hita yfir 50 °C og er viðkvæm fyrir bæði súr- um og lútkenndum efnum. * Meðgöngutími 2-8 dagar. Leggst á * Klaufdýr, svo sem nautgripi, svín sauðfé, geitur, úfalda o.s.frv. * Getur jafnframt smitað fólk, en það er sjalfgæft og veldur ekki alvarlegum veikindum. (Blöðr- ur geta myndast á höndum fólks eftir beina snertingu við sjúk dýr). Afleiðingar * Næstum 100% smitun hjarða, en lágt hlutfall dýra drepst. Undantekning eru kálfar, en 50-70% þeirra geta drepist. * Nyt kúnna snarminnkar og mikið tjón verður á býlum þar sem veikin kemur upp. * Lélegt almennt heilbrigðis- ástand á smituðum dýrum sem gerir þau veil fyrir öðrum sjúk- dómum. Einkenni * Nautgripir. Átlyst minnkar, mikill sótthiti, (allt upp í 42 °C), dýrin verða stjörf og nyt kúnna snarminnkar, gripirnir slefa mikið, smjatta og kjamsa, algengt að gripir tyggi hamslaust. Blöðrumyndanir á slímhúð í munnholi, milli klaufa við rætur horna og á lágklaufum, og jafnvel ájúgri. Eftir sólarhring springa blöðr- urnar og fram koma sársauka- full sár. * Svín. Vægari einkenni en á nautgripum. Sótthiti, lystar- leysi, mikið slef. Blöðrur í munnholi, milli klaufa og á hælum - verður oft vart við við það að mörg dýr verða hölt. * Sauðfé. Oft vægari einkenni en hjá öðrum dýrategundum og erfiðari í greiningu. Fé á erfitt um gang og er ófúst að rísa á fætur. Blöðrur milli klaufa. Útbreiðsla * Viðvarandi í Afríku, Austur- löndum nær, Asíu og Suður- Ameríku; t.d. í Tyrklandi 1998, Alsír og Marokkó 1999. * í löndum ESB, síðast í Grikk- landi í júní 2000, Stóra-Bret- landi í febrúar og mars 2001. Dreifing * Smitað dýr dreifir smitinu með öllum líkamsvessum. Dreifing veirunnar hefst þegar 1-5 dög- um áður en blöðrumar myndast. * Dreifing innan hjarðarinnar gerist með beinni snertingu dýra, en einnig óbeint; með fólki, áhöldum og tækjum, kjöti, mjólk eða fóðri. Jafnvel matarleifar af kjötréttum geta verið smitaðar. Smit getur einn- ig borist í lofti allt að 10 km. * Utanlandsferðir hafa áhættu um dreifingu á smiti í för með sér. Baráttuaðferðir * Ef grunur er um smit eða ef smit hefur greinst: Settar eru upp vamarlínur, aflífun gripa og eyðing skrokka, sótthreins- un, takmörkun umferðar til og frá sýktum svæðum o.fl. * Bólusetning. Er ekki leyfð í löndum ESB, en á döfinni í Bretlandi. (Landsbyggdens Folk nr. 10/2001). FfKVR 4-5/2001 - 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.