Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 7

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 7
Þar sem smjör drýpur af hverju strái Sagt frá ferð til Nýja-Sjálands í nóvember 2000 Hagsmunafélag ráðunauta stóð fyrir búfjárræktar- ferð til Nýja-Sjálands haustið 2000, nánar til- tekið dagana 9. til 25. nóvember Ferðin var skipulögð sem þáttur í endurmenntun starfsmanna og skipulögð í samvinnu við þarlenda ferðaskrifstofu. Alls voru þátttak- endur 21 í ferðinni, frá hinum ýmsu stofnunum íslensks landbúnaðarins. Ástæða þess að Nýja-Sjáland varð fyrir valinu er sú að þar er mjög öflug starfsemi á sviði land- búnaðar, landbúnaður þar skiptir svipuðu máli og sjávarútvegur hér á landi. Nýsjálenskur landbúnaður er sem næst styrkjalaus og lögmál markaðarins ráða á flestum sviðum. Nýja-Sjáland er sú þjóð sem stund- ar hvað mest milliríkjaviðskipti með landbúnaðarvörur þrátt fyrir mikla fjarlægð frá mörkuðum. Land og þjóð Nýja-Sjáland er tvær eyjar, Norð- ur- og Suðureyja, (auk margra smá- eyja) og nær frá 34° til 47°S. Landið er langt og mjótt og eru um 1600 km frá norðurodda Norður- eyju til suðurodda Suðureyju. Stærð landsins er 271 þús. km2. Landið er hæðótt og fjöllótt og einungis 25% af flatarmáli þess liggja undir 200 m hæð yfir sjó. Loftslag telst temprað til heittempr- að úthafsloftslag og árs úrkoma er frá 380 mm á þurrustu svæðum að austanverðu upp í 8.000 mm á rök- ustu svæðum vestanlands. Um 15% íbúa eru af Maori kyn- stofninum en 80% af evrópskum uppruna. Þá má nefna Kínverja, Indverja og fólk frá Pólynesíu. (Tafla 1). Tafla 1. Fjöldi íbúa og bú- seta íbúar alls: 3,8 millj. Norðureyja: 74,7 % Suðureyja: 25,3 % Þéttbýli: 85 % Dreifbýli 15 % Guðmundur Jóhannesson og Runólfur Sigursveinsson, Búnaðar- sambandi Suðurlands Þátttakendur í ferðinni, ásamt tveimur heimamönnum, taldir f.v.:Halla Eygló Sveinsdóttir, Grétar Hrafn Harðarson.Lárus G. Birgisson, Ólafur G. Vagnsson, Brynjólfur Sæmundsson, Ólafur Valsson, Guðmundur Steindórsson, Valur Þorvaldsson, Þorsteinn Ólafsson, Eiríkur Loftsson, Guðmundur Sigþórsson, Þóroddur Sveinsson, Jóhannes Hr. Sím- onarson, Katrín Andrésdóttir, Stefán Skaftason, Guðmundur Jóhannesson, Sveinbjörn Eyjólfsson, Þorsteinn Tómasson, Sigurgeir Þorgeirsson, Runólfur Sigursveinsson, Kristján Bj. Jónsson, Eric Anderson, bóndi, og Hildred Carlisle, farar- stjóri. (Ljósm. Greg Norman). pR€VR 4-5/2001 - 7 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.