Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 7
Þar sem smjör drýpur
af hverju strái
Sagt frá ferð til Nýja-Sjálands í nóvember 2000
Hagsmunafélag ráðunauta
stóð fyrir búfjárræktar-
ferð til Nýja-Sjálands
haustið 2000, nánar til-
tekið dagana 9. til 25. nóvember
Ferðin var skipulögð sem þáttur í
endurmenntun starfsmanna og
skipulögð í samvinnu við þarlenda
ferðaskrifstofu. Alls voru þátttak-
endur 21 í ferðinni, frá hinum ýmsu
stofnunum íslensks landbúnaðarins.
Ástæða þess að Nýja-Sjáland
varð fyrir valinu er sú að þar er
mjög öflug starfsemi á sviði land-
búnaðar, landbúnaður þar skiptir
svipuðu máli og sjávarútvegur hér á
landi. Nýsjálenskur landbúnaður er
sem næst styrkjalaus og lögmál
markaðarins ráða á flestum sviðum.
Nýja-Sjáland er sú þjóð sem stund-
ar hvað mest milliríkjaviðskipti
með landbúnaðarvörur þrátt fyrir
mikla fjarlægð frá mörkuðum.
Land og þjóð
Nýja-Sjáland er tvær eyjar, Norð-
ur- og Suðureyja, (auk margra smá-
eyja) og nær frá 34° til 47°S.
Landið er langt og mjótt og eru um
1600 km frá norðurodda Norður-
eyju til suðurodda Suðureyju.
Stærð landsins er 271 þús. km2.
Landið er hæðótt og fjöllótt og
einungis 25% af flatarmáli þess
liggja undir 200 m hæð yfir sjó.
Loftslag telst temprað til heittempr-
að úthafsloftslag og árs úrkoma er
frá 380 mm á þurrustu svæðum að
austanverðu upp í 8.000 mm á rök-
ustu svæðum vestanlands.
Um 15% íbúa eru af Maori kyn-
stofninum en 80% af evrópskum
uppruna. Þá má nefna Kínverja,
Indverja og fólk frá Pólynesíu.
(Tafla 1).
Tafla 1. Fjöldi íbúa og bú- seta
íbúar alls: 3,8 millj.
Norðureyja: 74,7 %
Suðureyja: 25,3 %
Þéttbýli: 85 %
Dreifbýli 15 %
Guðmundur
Jóhannesson
og
Runólfur
Sigursveinsson,
Búnaðar-
sambandi
Suðurlands
Þátttakendur í ferðinni, ásamt tveimur heimamönnum, taldir f.v.:Halla Eygló Sveinsdóttir, Grétar Hrafn Harðarson.Lárus
G. Birgisson, Ólafur G. Vagnsson, Brynjólfur Sæmundsson, Ólafur Valsson, Guðmundur Steindórsson, Valur
Þorvaldsson, Þorsteinn Ólafsson, Eiríkur Loftsson, Guðmundur Sigþórsson, Þóroddur Sveinsson, Jóhannes Hr. Sím-
onarson, Katrín Andrésdóttir, Stefán Skaftason, Guðmundur Jóhannesson, Sveinbjörn Eyjólfsson, Þorsteinn Tómasson,
Sigurgeir Þorgeirsson, Runólfur Sigursveinsson, Kristján Bj. Jónsson, Eric Anderson, bóndi, og Hildred Carlisle, farar-
stjóri. (Ljósm. Greg Norman).
pR€VR 4-5/2001 - 7
I