Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 33
Kynbótaeinkunnir
nauta 2001
Greininni fylgir tafla sem
sýnir kynbótamat þeirra
nauta sem verið hafa í
mikilli notkun frá
Nautastöð BI nokkur síðustu ár.
Þarna eiga því að vera upplýsingar
um kynbótamat þeirra nauta sem
eiga flestar dætur í stofninum í dag
þegar frá eru skildir feður sumra
yngstu kúnna, sem eru undan enn
ódæmdum nautum. Einkunnir
nautanna, sem fædd voru árið 1994
og fengu nú afkvæmadóm, er að
finna í greininni um afkvæmarann-
sóknir nautanna á öðrum stað í
blaðinu.
1 upphafí er rétt að rifja upp
nokkrar skilgreiningar í sambandi
við kynbótamatið. Einkunnir eru
reiknaðar fyrir ótalmarga eiginleika
og sumar þeirra eru samasettar úr
niðurstöðum fyrir fleiri grunneigin-
leika. Heildareinkunn er síðan það
mat sem fæst þegar eiginleikamir,
sem skilgreindir eru í ræktunar-
markmiði, eru vegnir saman á fyr-
irfram skilgreindan hátt. Vægi eig-
inleika í heildareinkunn er óbreytt
frá fyrra ári og er þannig;
Heildareinkunn =
0,60*afurðamagn + 0,10*mjaltir +
0,10*frumutala + 0,08*júgur +
0,04*spenar + 0,04*frjósemi +
0,04*skap.
Mat á afurðamagni er skilgreint á
eftirfarandi hátt:
Afurðamagn =
0,85*magn mjólkurpróteins +
0,15*hlutfall próteins í mjólk.
Þessi skilgreining á afurðamagni
á að tryggja að magn af mjólkur-
próteini er aukið eins og kostur er
með þeirri viðbótakröfu að hlutfall
próteins í mjólkinni haldist óbreytt.
Rétt er í þessu sambandi að
minna á það að nautin, sem fædd
vom árið 1994, eru þau fyrstu sem
í raun eru valin á grunni þessa kyn-
bótamats þar sem farið var að taka
Jón Viðar
Jónmundsson
°g
Agúst
Sigurðsson,
Bænda-
samtökum
íslands
tillit til mjólkurpróteinsins. Sú
staðreynd minnir okkur á tvo mjög
mikilvæga þætti. í fyrsta lagi að
ræktunarstarfið verður að hafa skýr
langtímamarkmið vegna þess hve
langur tími líður frá því að úrval er
unnið þangað til megináhrifa þess
gætir í stofninum. I öðru lagi sýna
niðurstöðumar að fyrir þá eigin-
leika, sem hafa allhátt arfgengi, fást
breytingar í samræmi við það sem
valið er fyrir á hverjum tíma.
Þegar einkunnir nautanna núna
eru bomar saman við einkunnir
þeirra á síðasta ári þá má sjá um-
talsverðar breytingar hjá þeim,
einkum í þeim einkunnum sem
mæla afurðamagn gripanna. Á
þessu er sú skýring að þegar núver-
andi kynbótamat var tekið upp var
ákveðið að grunnur þess, þ.e.
hvaða gripir eru settir með eink-
unnina 100, yrði “leiðréttur” á
fimm ára fresti. Sá grunnur, sem
þarna hefur verið undanfarin ár, var
að meðalgripurinn, sá sem fékk
100, var skilgreindur sem meðal-
gripurinn sem fæddur var árið
1990. Nú var komið að því að
„leiðrétta” þetta og er meðaltalið
(100) núna fært að því sem meðal-
gripurinn sem fæddur er árið 1995
sýnir. Þessi breyting leiðir til þess
að allar einkunnir, sem snúa að
mælingu á mjólkur- eða efna-
magni, lækka verulega. Þessi lækk-
un er því aðeins mæling á þeirri
erfðaframför sem orðið hefur í
stofninum á umræddu fimm ára
tímabili. í mjólkurmagni er þessi
lækkun á bilinu 6-9 einkunnastig. í
próteinhlutfalli hefur breytingin
orðið aðeins öndverð, þannig að
greina má örlitla hækkun í mati
fyrir próteinhlutfall vegna breyt-
inga á viðmiðun. I einkunn fyrir af-
urðamagn verður breytingin því á
bilinu 5-7 einingar í einkunn.
Þessar miklu breytingar eiga sér
því eðlilegar skýringar. Aðrar
breytingar, sem verða á einkunn-
um, eru vegna þess að upplýsing-
amar sem að baki standa aukast
jafnt og þétt. Nú er þetta mjög
breytilegt eftir eiginleikum og hóp-
um nauta hversu miklar þessar við-
bótaupplýsingar eru. Eðlilegt er að
geta búist við mestum breytingum
hjá nautunum sem eru að fá inn í
framleiðslu mjög stóra hópa af
ungum dætrum eftir síðari notkun
þeirra að lokinni afkvæmarann-
sókn. Ástæða er til að vekja athygli
á því að með þeim breytingum, sem
nú hafa verið teknar upp við skoð-
un á ungum kúm þá kemur mikill
fjöldi af ungum dætrum reyndu
nautanna í skoðun og þær upplýs-
ingar koma ári áður en afurðaupp-
lýsingar koma. Þannig eru nautin
frá 1989 nú að koma með sína stóru
dætrahópa, sem lokið hafa fyrsta
mjólkurskeiði, en nautin frá 1990
fá umtalsverða viðbót upplýsinga
úr skoðun dætra frá því í haust.
Hjá nautunum sem eru í milli-
flokki, þ.e. árgangana frá 1991 og
1992, er fyrst og fremst um að ræða
auknar upplýsingar um afurðir,
frjósemi og frumutölu í mjólk hjá
dætrum þessara nauta, en um aðra
eiginleika eiga að vera mjög tak-
markaðar nýjar upplýsingar. Hjá
nautunum, sem komu úr afkvæma-
rannsókn fyrir ári, nautin fædd
1993, eru viðbótaupplýsingar tals-
vert miklar vegna þess að fyrsti af-
kvæmadómur byggir oft á fremur
FR6VR 4-5/2001 - 33