Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 29

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 29
Mynd 6.Punktur 94032. Dætur hans eru skapgóðar og Mynd 7. Galsi 94034. Dætur hans eru mjólkurlagnar, skap- gríðarlega mjólkurlagnar. Bolrými þeirra er hins vegar í góðar og með mjög góða spena. slöku meðallagi. ur, Dálkssynimir frá 1988 eru að vísu, eins og ætíð, flestir að skila kúm, sem fá jákvæðan dóm um mjaltir, en t.d. hjá dætmm Þymis 89001 og Tudda 90023 ber of mik- ið á kúm sem em þungar í mjöltum. Þá er einnig alltof stór hluti kúa undan heimanautum og eins og ætíð eru þær kýr talsvert mikið undir meðaltali í mjaltathuguninni. Völsungur 94006 er það naut sem samkvæmt niðurstöðum mjaltaathugunar er að gefa dætur með bestar mjaltir í þessum hópi. Sú niðurstaðar er raunar í fullum samhljómi við það sem fram kom í kvíguskoðun. Drómi 94025 fær einnig í mjalta- athugun mjög góðan dóm um dæt- ur sínar og talsvert betri en kvígu- skoðunin gaf tilefni til. Það sama má einnig segja um dætur Sokka 94003. Hóparnir undan Kaðli 94017, Búra 94019 og Punkti 94032 eru einnig allir með mjög jákvæðan dóm úr mjaltathugun. Að þessu sinni eru engin naut að koma fram sem virðast gefa kýr sem eru stórgallaðar í mjöltum. Slíkt hefur áður nánast verið árviss viðburður. Spakur 94021 fær lak- astan dóm um dætur sínar. Þá er dómur um dætur Pinkils 94013 nokkuð undir meðallagi og lakari en niðurstöður úr kvíguskoðun gáfu vísbendingar um. Þeir mjaltagallar, sem spurt er um, eru minna áberandi hjá þessum dætrahópum en oft hefur verið. Eins og áður eru mismjalta kýr mest áberandi og þeir dætrahópar, þar sem mest ber á þessum galla, eru hjá dætrum Tvinna 94011, Vestra 94014 og Prúðs 94030. Við mjaltaathugun er einnig ósk- að eftir að kúnum á listanum sé raðað eftir gæðum. Oljóst er hvað það er í raun sem mestu ræður í slíku mati bænda og vafalítið tals- vert breytilegt frá einu búi til ann- ars. Hins vegar er löngu ljóst að þær niðurstöður, sem þama fást, endurspegla talsvert vel vinsældir gripa undan hverju nauti. í heild fá dætur nautanna frá 1994 verulega jákvæðar niðurstöður út úr gæða- röðuninni. Eins og um mjaltir þá tróna dætur Völsungs 94006 þama á toppi með 2,36 í röð að meðaltali, sem er feikilega jákvæð niðurstaða, en einnig fá dætur Punkts 94032 þama geipilega jákvæða niðurstöðu með 2,42 að meðaltali. Mörg fleiri naut fá á þennan hátt mjög jákvæð- an dóm um dætur sínar. Ekkert naut kemur að þessu sinni með verulega slakan dóm úr þessari röðun. Dætur Pinkils 94013 koma þar í neðsta sæti og má ætla að það endurspegli að einhverju niðurstöður um mjalt- ir. Þegar röðun á þessum kúm er skoðuð nánar sést að niðurstaðan skapast fyrst og fremst vegna þess að mjög fáum af þessum kúm er skipað í efstu tvö sætin við gæða- röðun. Skapgallar virðast yfirleitt litlir hjá þessum kúm og er það í góðum samhljómi við það sem fram hafði komið í kvíguskoðun. Einu nautin, sem vísbendingar eru um að séu að skila nokkru af slíkum kúm, eru Klaki 94005 og Prúður 94030. Upplýsinga um júgurhreysti er reynt að afla á fleiri vegu. Ur skýrsluhaldinu fást upplýsingar úr mælingum á frumutölu og einnig um förgun vegna júgurbólgu. Þá er einnig við mjaltaathugunina spurst fyrir hvort viðkomandi kýr hafi fengið júgurbólgu. Reynsla sýnir hins vegar að meðhöndlun á þess- um upplýsingum er verulegum vandkvæðum bundin. Það er bæði vegna innbyggðrar ónákvæmni í flestum þessum mælingum en einn- ig vegna þess að aldursáhrif eru umtalsverð á alla þessa þætti þó að erfitt sé að greina þau nægjanlega nákvæmlega. Þegar hlutföll dætra með júgurbólgu eru skoðuð virðast nokkrir dætrahópar koma með allt- of hátt hlutfall slíkra kúa. Verst er útkoman í þessum efnum hjá dætr- um Prúðs 94030 þar sem helmingur er tilgreindur að hafa fengið júgur- bólgu. Þessi áhrif verða ekki jafn skýrt greind í frumutölumælingum hjá þessum kúm. Þetta hlutfall er einnig mjög hátt hjá dætrum Klaka 94005 og Pinkils 94013, en bæði þessi naut eiga talsvert eldri dætur að jafnaði en mörg hina nautanna, sem getur skýrt þessar niðurstöður að einhverju leyti. Þarna er ef til vill að finna skýringu á fremur FR€VR 4-5/2001 - 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.