Freyr - 15.04.2001, Síða 16
Tafla 2. Bú með mestar meðalafurðir árið 2000
Eigandi Heimili Árs- Kg Prótein Kjarn-
kýr mjólk % fóður, kg
Félagsbúið Baldursheimi, Mývatnsveit 15,0 7116 3,44 1352
Ragnar og Magnús Birtingaholti I, Hmnamannahreppi 29,3 7094 3,43 1350
Magnús Jónsson M-Hattadal, Súðavíkurhreppi 13,0 7079 3,40 900
Ragnheiður og Klemenz Dýrastöðum, Norðurárdal 18,2 6817 3,31 1086
Bertha og Jón Miðhjáleigu, Austur-Landeyjum 27,1 6646 3,36 1245
Hlynur Snær og Guðlaug Björk Voðmúlastöðum, A-Landeyjahreppi 20,0 6599 3,39 1096
Jón og Sigurbjörg Búrfelli, Ytri-Torfustaðahreppi 23,0 6499 3,42 1393
Ingi H. Bjarnason N-Svertingsstöðum Y-Torfustaðahr. 10,7 6381 3,22 1101
Daníel Magnússon Akbraut, Holtum 15,3 6369 3,37 1070
Reynir Gunnarsson Leirulækjarseli, Álftaneshreppi 25,9 6337 3,37 858
Sigurður og Fjóla Skollagróf, Hrunamannahreppi 18,8 6303 3,44 1072
Eggert og Páll Kirkjulæk II, Fljótshlíð 34,9 6282 3,36 786
Ari Laxdal Nesi, Grýtubakkahreppi 43,2 6265 3,29 1234
Jóhann Nikulásson Stóru-Hildisey, A-Landeyjum 39,2 6250 3,34
Friðbjöm og Soffía Efri-Brunná, Saurbæjarhreppi 24,4 6238 3,33
Hjálmar Guðjónsson Tunguhálsi, Lýtingsstaðahreppi 27,2 6179 3,36 1284
Friðrik Hrafn Reynisson Einholti, Mýrahreppi 34,3 6172 3,41 1188
Egill Sigurðsson Berustöðum, Ásahreppi 28,1 6144 3,40
Gunnar Helgason Stórabóli, Mýmm 19,4 6127 3,40 1538
Viðar og Elínrós Brakanda, Skriðuhreppi 26,6 6090 3,43 723
Sigurgeir Pálsson Sigtúnum, Eyjafjarðarsveit 31,8 6067 3,32 925
Pálmi Ragnarsson Garðakoti, Hólahreppi 34,8 6048 3,32 1326
Guðmunda Tyrfingsdóttir Lækjartúni, Ásahreppi 11,1 6041 3,52
Katrín og Sigurður Ásólfsskála, Vestur-Eyjafjallahreppi 34,5 6002 3,42 1189
Jörfabúið Jörfa, Kolbeinsstaðahreppi 15,9 6001 3,34 835
skýrsluhaldinu. Það eru að þessu
sinni 629 (638) bú sem ná þessu
marki og þó að þau séu nokkru
færri en á síðasta ári þá er það að-
eins sem nemur hluta af þeim al-
menna samdrætti sem er í fjölda
búa með mjólkurframleiðslu. Af
þessum búum eru síðan 227 (193),
sem ná 5000 kg markinu og í þeim
flokki hefur fjölgað búum um 100 á
tveim árum, sem eru mjög skýr
merki um þær hraðfara breytingar
sem nú eru í framleiðslunni. Búin
sem ná að framleiða 6000 kg eða
meira eru orðin 25 (19) og skrá um
þau er birt í töflu 2. Síðan eru þrjú
af þessum búum sem ná 7000 kg
markinu, en á síðasta ári gerðist
það, eins og margir lesendur
þekkja, í fyrsta sinn að eitt bú fór
yfir þann þröskuld. Þessi þrjú bú
eru ákaflega jöfn en búið í Baldurs-
heimi, sem náði þessu marki á síð-
asta ári, stendur samt þama í efsta
sæti með 7116 kg mjólkur að jafn-
aði eftir þær 15 árskýr. Þannig ná
þau ekki að þessu sinni að hnekkja
eigin meti frá árinu áður. Þetta bú
þarf tæpast að kynna vegna þess að
það hefur nú á þriðja áratug verið í
toppnum hér á landi um meðalaf-
urðir. Aðeins er minnt á ítarlegt
viðtal í nautgriparæktarblaði á síð-
asta ári við bændur í Baldursheimi.
Annað sætið skipar nú bú þeirra
feðga Ragnars og Magnúsar í Birt-
ingaholti I. Þar á búi voru árið 2000
29,3 árskýr og þær skila að meðal-
tali 7094 kg af mjólk. Þetta öfluga
bú hefur á síðustu árum færst hratt
upp listann um afurðahæstu búin
og var á síðasta ári mjög farið að
nálgast toppinn.
Þriðja búið, sem nær 7000 kg
markinu, er bú Magnúsar Jónsson-
ar í Minni-Hattardal í Súðavíkur-
hreppi. Þar á bæ vom 13 árskýr árið
2000, sem að jafnaði mjólkuðu
7079 kg af mjólk. A þessu búi var
afurðahæsta kýr landsins árið 2000,
Skrauta 60, sem fjallað er um í ann-
arri grein hér í blaðinu. Þetta bú
hefur á síðustu árum verið í hópi
þeirra afurðahæstu hér á landi þó
að aldrei áður hafi árangur verið
jafn glæsilegur og nú.
Þegar tafla 2 er skoðuð áfram eru
þar eins og áður mörg þeirra búa
sem löngu eru landsþekkt fyrir
miklar afurðir og öflugan búskap,
en með auknum fjölda í þessum
hópi kom ætíð einhverjir nýir til
leiks.
Á það hefur verið bent að ekki sé
síður eðlilegt að skoða röð efstu
búanna með tilliti til framleiddra
verðefna (mjólkurfita + mjólkur-
prótein) í mjólk. Þegar það er gert
þá breytist innbyrðist röð efstu bú-
16 - fR€YR 4-5/2001