Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 48

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 48
stórum búum (með 1.040.000 lítra framleiðslu), bústjórn taldist meðal góð á öðru búinu (M), yfir meðal- lagi á hinu (B). Báðum búunum til- heyra 94 ha lands, á 54 ha er ræktað heilsæði af byggi og erturn, af- gangurinn er vaxinn rýgresi og smára.(7a/7n 7.). Munur á framlegð búanna var tæpar 2 milljónir kr. Betra heilsu- far á búi B þýddi að það fékk hærra verð fyrir mjólkina, gæðauppbót, það náði að fíta kýr fyrir slátrun (hærra verð), hafði lægri dýra- læknakostnað og betri fóðurnýt- ingu. Þetta skýrir mun upp á 1.200.000 kr. Vegna minni kálfa- dauða og lægra endurnýjunarhlut- falls náði bú B að selja fleiri kvígur en bú M, og náði þannig inn tekj- um upp á 200.000 kr. Fóðurnotk- un pr. kú er meiri á búi B en þar sem það þarf færri kýr til að fram- leiða sama magn, er fóðurkostn- aður hálfri milljón króna lægri þar en á búi M. Kristian Sejersbpl, nemi við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn, greindi frá athugun á orsökum og afleiðingum bússtækkunar. I rannsókninni voru 25 kúabú sem juku rekstur sinn á árunum 1996-1999. Helstu ástæður stækkunar voru: 1. Að skapa grundvöll til að byggja nútímalega framleiðsluaðstöðu. 2. Erfitt að fá fólk til vinnu í bása- fjósum. 3. Skapa grundvöll til að geta ráðið utanaðkomandi vinnukraft, fá meiri frítíma fyrir fjölskylduna. 4. Bændumir vildu takast á við ný viðfangsefni. 5. Næsti bær var (allt í einu) til sölu. 6. Vannýtt framleiðsluaðstaða í lausagöngufjósi. Verulegur munur reyndist vera á efnahagslegri afkomu þessara 25 búa. Það sem helst skýrði að 5 þeirra náðu mun betri afkomu en hin 20 var: 1. Mun hærri framlegð á kú, vegna meiri aukningar í nyt pr. kú (9000 kg nyt) og ódýrara að- keypts fóðurs (munur 1,6 kr. pr. kg mjólkur). 2. Launakostnaður eykst minna hjá þessum 5 búum en hinum. 3. Mun meiri vinna eigenda hjá þeim 5 bestu. 4. Minni aukning í öðrum föstum kostnaði. Fjárfesting vegna stækkunarinn- ar var að jafnaði kr. 70 milljónir (1.100.000 kr. pr. kú sem bætt er við), fjármögnuð með láni til 30 ára. Ekki er munur milli búanna á fjármögnunarleiðum. Allir bænd- urnir voru sammála að nauðsynlegt væri að hafa yfir nægum vinnuafli að ráða, á meðan á byggingu fjóss og stækkun búsins stendur. T.d. þurftu þeir, sem tóku ekki sjálfir þátt í framkvæmdunum, að nota 2- 3 tíma daglega til að fylgjast með framvindu þeirra. Einnig fór tals- verður tími í að hirða og fóðra skepnur á fleiri en einum stað, yfir lengri og skemmri tíma. Flestir bændurnir réðu fastan starfsmann í kjölfar stækkunarinnar til að þeir hefðu betra ráðrúm til að sinna rekstrinum, bú með 100-125 árskýr hefur að jafnaði einn fastan starfsmann. Einnig kom það fram að á þessum búum eru verkefnin það mikil að einn maður ræður tæpast við þau, t.d. um helgar. Því Rannsókná kálfadauða... Frh. afbls. 45 erfðaáhrifa, ástæða til að reikna erfðastuðla og kynbótagildi. Einnig vekur áhyggjur hvað heima- nautin koma mikið verr út en kynbótanautin, því sýnist ástæða til að draga úr notkun þeirra. Áhrif skyldleikaræktar eru greinileg, það er því ljóst að þetta mun ekki auðvelda ræktun á lokuð- um erfðahópi, eins og íslenska kúa- stofnunum. I erlendum stofnum (t.d. RDM), hefur vandi af þessum kom fram vilji um frekari stækkun, til að geta ráðið tvo eða fleiri starfs- menn. Nokkuð bar á að upp kæmu sjúk- dómar meðal dýra sem keypt voru á búin í kjölfar stækkunarinnar, það var reynsla bændanna að best væri að kaupa lífdýr úr sem fæstum hjörðum. (Tafla 2.). Ráðleggingar til þeirra er hyggja að stækkun. * Fáið ráðleggingar hjá öðrum, notið ráðunautana! * Að sátt ríki um áformin innan fjölskyldunnar. * Setjið ykkur raunhæf markmið varðandi fjárhagsáætlanir. * Látið verktaka annast uppskeru- störf og önnur störf sem þið komist ekki sjálflr yfir. * Verið undirbúnir undir að aðrar fjárfestingar fylgi í kjölfarið. * Byggið þannig að uppeldisgripir komist líka fyrir í nýju fjósi, ef hið gamla hentar illa eða miðl- ungi vel. * Stækkið í áföngum, þannig að þið farið ekki fram úr sjálfum ykkur. * Reynið að koma því þannig fyrir að sem mest sé til af gripum í uppeldi, til að "skipta inn á". * Stækkunin kallar fram nýja stöðu m.t.t. umfangs hinna dag- legu starfa. toga verið leystur með því að fá nýtt blóð inn í stofninn. Þá er þörf á að bæta verulega úr ættfærslu gripa. Þá sýnist fyllsta ástæða til að kanna frekar umfang og útbreiðslu þeirra sjúkdóma, sem vitað er að eru valdir að fósturláti og kálfa- dauða. Heimild Baldur Helgi Benjamínsson, 2001. Kalvedodelighed i den islandske kvægpopulation. Omfang og ársager. 9 - point opgave ved Den Kgl. Veterin- ær- og Landbohpjskole, Institut for Husdyrbrug og Husdyrsundhed. 25 s. 48 - Fl3€YR 4-5/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.