Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 10

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 10
nægilegt, ekki er beðið upplýsinga um allt mjólkurskeiðið. Kynbótamatið byggir á „Animal Model“ og valið er fyrir verðefnum í mjólk, þ.e. fyrir sem þurrefnisrík- astri mjólk, og endingu. Tilgangur- inn er sá að halda gripunum jafn- þungum en ná jafnframt efnameiri mjólk sem skilar bændum hærra verði. Prótein hefur mest vægi í kynbótamatinu. Þeir sögðust leggja mikið upp úr því að kýrnar stækk- uðu ekki milli kynslóða því að stærri kýr þyrftu meira fóður til viðhalds yfir vetrartímann og færu verr með jarðveg vegna aukins traðks. Sæðingar eru árstíðabundnar að langmestu leyti og fara fram á 9 vikna tímabili í október- desember. Langmest er um að sætt sé með fersku sæði en þannig næst mun meiri notkun á hverju nauti með færri sæðistökum og styttri sæðistökutíma. Ferskt sæði inniheldur 2 milljónir sæðis- fruma/skammt en djúpfryst 25 milljónir/skammt. Alls eru fram- kvæmdar um 3 milljón sæðingar á ári hverju, þ.e. á um 85% kúnna. Allt sæði hjá Livestock Improve- ment, sem hefur 77% markaðs- hlutdeild, er arfgerðarprófað (genetic tested) og þeir hjá LIC telja að á næstu 20 árum muni arf- gerðarprófun á sæði leysa af- kvæmaprófanir af hólmi. Skýrsluhald U.þ.b. 87% nýsjálenskra bænda taka þátt í skýrsluhaldi sem er á vegum Livestock Improvement Corporation (LIC). Nytmæling (herd testing) fer að lágmarki fram fjórum sinnum á ári og um leið eru tekin sýni úr einstökum kúm. LIC leggur til mjólkurmælana og ekur með þá milli bænda. Livestock Improvement rekur gagnagrunn (MINDA) sem nær til 98% kúa á Nýja-Sjálandi. Þar inn fara upplýsingar um feril gripanna (animal event) og síðan um nyt kúnna (herd testing). í dag reynir LIC mjög að auka tölvunotkun bænda og sjálfvirka skráningu. Fram kom í heimsókn til þeirra að þeir hafa þróað skýrsluhaldsforrit fyrir lófatölvur (Palm) sem hægt er að skrá inn í hvar sem er á búinu og tölvan er alltaf með í förum, t.d. í brjóstvas- anum. Framleiðsluaðstæður kúabænda eru eins og gefur að skilja út frá legu landsins einhverjar þær bestu í heiminum frá náttúrunnar hendi. Gripirnir eru aldrei hýstir enda grasspretta allan ársins hring. Einu byggingarnar, sem kúabænd- ur þurfa, eru mjólkurhús, skýli (þak) fyrir mjaltabásinn og gerði. Það er því ljóst að fjárfestingar eru litlar nema í girðingar, land og ræktun. Dráttarvélar sjást varla á kúabúum enda sjá verktakar að mestu um áburðardreifingu og viðhald girðinga svo að dæmi séu tekin. Landverð er mjög breytilegt eftir svæðum og fer þá eftir staðsetn- ingu, úrkomu o.fl. Það fylgir mjög oft mjólkurverðinu og er í dag 500- 600 þús. íkr./ha. Landverð á kúabú- um fer eftir framleiðni landsins, þ.e. framleiðslu verðefna á hvern hektara, oftast íkr. 700 og hærra kg verðefna. Mjög algengt er að menn ráði verktaka til mjalta eða þá að gerður er samningur við „fjósamann“ (sharemilker). Um 35% kúabænda eru með verktaka eða „fjósamann“. Þessir samningar eru með nokkuð fastmótuðum hætti og þá yfirleitt þannig að bóndi og „fjósamaður" skipta heildartekjum búsins til helminga á milli sín (50:50 share- milker). Bóndi leggur þá til jarð- næðið, mjaltaaðstöðu og aðrar byggingar, áburð og illgresiseyði. „Fjósamaður" leggur til bústofn- inn, vélar (sjaldnast mikinn véla- kost, yfirleitt ekki nema fjórhjól), viðhalds- og rekstrarkostnað, þ.m.t. vegna vatns og girðinga, og sér um illgresisúðun. Ef um er að ræða kaup á beit annars staðar skipta bóndi og „fjósamaður“ þeim kostn- aði á milli sín. Til eru „fjósamenn“ sem eru ráðnir upp á 20-30% heildartekna. Þeir leggja þá aðeins til vélakost, greiða 20-30% viðhalds og áburðar en bóndinn leggur til bústofninn. Verktakar við mjaltir fá yfirleitt ákveðið hlutfall tekna af mjólk eða þá fast verð á kg verðefna. Þeir leggja til fjórhjól, sem bóndi greiðir viðhald á, og eiga rétt á frídögum. Út úr þessu kerfí getur orðið til býsna flókið mynstur þar sem t.d. bóndi býr á einni jörð, ræður verk- taka í mjaltir þar, er „50:50 fjósa- maður“ á annarri jörð með annan 9C-------- Mynd 3. Holstein-Friesian naut á beit (Ljósm. Jóhannes Hr. Símonarson). 10 - pR€VR 4-5/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.