Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 32

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 32
verið valinn, en aðeins að teknu til- liti til þess eina umrædda eiginleika sem verið er að meta hverju sinni. Síðan má finna hve fyrri mismun- artalan er há í hlutfalli við þá síðari og kallast það hlutfallsleg úrvals- nýting. í þessum útreiknum telja naut, sem veljast sem nautsfeður, tvöfalt miðað við önnur naut vegna þess að ætla má að þau fái umtals- vert meiri notkun en hin. Eg hef áður sagt að nær útilokað muni vera að fá jákvæða úrvals- nýtingu fyrir alla eiginleika þegar verið er að fást við þetta marga eig- inleika. Slíkt er einnig mjög fáséð í hliðstæðu mati erlendis þar sem samt er verið að velja úr miklu stærri hópum með tilsvarandi aukn- um möguleikum. Á mynd eru niðurstöður þessara útreikninga sýndar. Þar sést að um 70% möguleikanna vegna mjólkur- magns og gæðaröðunar hafa verið nýttir. Fyrir júgur, mjaltir og skap er niðurstaða einnig mjög jákvæð þar sem náðst hefur í meira en helming þess sem mögulegt var. Það sem samt er allra athyglisverð- ast er að tekist hefur að ná jákvæðri úrvalsnýtingu með tilliti til allra Landbúnaðarstefnan á Nýja-Sjálandi. Frh. cifbls. 12 skap vegna þessara aðgerða. Gríð- arleg hagræðing fylgdi í afurða- geiranum og flutningum, ekki síst vegna sveigjanlegri kjarasamninga. Á síðasta áratug hafa aðstæður lagast, landverð hækkað á nýjan leik og fjölbreytni hefur aukist í landbúnaði. Sauðfé fækkaði úr 70 millj. niður fyrir 50 millj. en þó hefur kindakjötsframleiðsla aukist um u.þ.b. 2% vegna meiri frjósemi og aukins fallþunga. Fjölmörgum búum hefur verið breytt yfir í mjólkurframleiðslu þar sem að- eiginleikanna. Þetta hefur aldrei áður verið hægt. Skýringin er að sjálfsögðu öðru fremur sú að nú náðist að velja nautsfeður sem sam- eina ótrúlega marga jákvæða þætti hvert um sig eins og áður er bent á. Það er að vísu rétt að það komi fram að fyrir einn þátt, sem ekki er sýndur á myndinni, skrokkbygg- ingu kúnna, kemur fram neikvæð stæður eru hagstæðar. Lakara land er í auknum mæli tekið til skóg- ræktar, sem virðist mjög arðsöm, og viðkvæmasta landið er friðað og fær að þróast yfir í upprunalegt gróðurfar. Svo er að skilja að of- nýting á landi sé ekki lengur mikið vandamál. Hafinn var búskapur með dádýr og ávaxtafrainleiðsla og vínyrkja hefur aukist mikið. Á tíu áratímabili, frá 1987 til 1997, jókst framleiðsluvirði landbúnaðarins um 24% á föstu verðlagi og fram- lag hans til hagvaxtar í landinu er nú meiri en fyrir 15 árum. Hveiti, hafrar, bygg, maís, baun- ir, alls um 1 millj. tonn af komi. Meðalframleiðsla á ha/ár er 8500 kg mjólkur. úrvalsnýting sem nemur 30%. Það skýrist af því að nautsfeður eins og Völsungur 94006 og Punktur 94032 hafa þar fremur slakan dóm á sama tíma og sum nautanna, sem lökust reyndust, höfðu glansdóma um þennan þátt. I ljósi ýmissa nýrra erlendra rannsóknarniðurstaðna um samhengi skrokkbyggingar og end- ingar kúa eru þetta niðurstöður sem tæpast er tilefni til að líta alvarleg- um augum. Úrvalsnýting með hliðsjón af heildareinkunn er 95%. Það skýrist fyrst og fremst af því að Frískur 94026 var valinn sem nautsfaðir umfram nautin Sokka 94003, Pink- il 94013 og Galsa 94034, en ástæð- ur fyrir því vali ættu að vera aug- ljósar út frá því sem fram kemur fyrr í greininni. Þegar fjallað var um afkvæma- dóma nautanna, sem fædd voru árið 1993, fyrir einu ári var því lofað að árgangurinn 1994 mundi sýna já- kvæðari mynd. Að hún yrði jafn góð og fyrir liggur held ég að enginn hafi samt þorað að láta sig dreyma um. Það skal sagt að enn er erfítt að greina mikið um næsta nautahóp, þau sem fædd voru árið 1995. Það er þó strax hægt að segja að hann verður aldrei jafngóður þeim sem hér hefur verið til umfjöllunar. Molar Hollendingar kaupa jarðir í Svíþjóð Hollenskir kúabændur eru á hött- unum eftir búíjörðum á Skáni. Verð á jörðum þar er allt að því helmingi lægra en heima í Hollandi. Þýskir bændur eru einnig að leita að jörðum utanlands en beina einkum sjónurn sínum einkum austur á bóginn til fyrrum austantjaldslanda. Fasteignasalar á Skáni auglýsa í Hollandi og hafa ráðið sér starfs- menn sem kunna hollensku. Fijáls markaður ESB styrkir mjólkurffam- leiðslu í Svíþjóð, segir fasteignasal- amir. Hollenskir bændur eni dug- legir og kunna vel til verka, segja þeir. (Bondevennen nr. 13/2001). Áburðardreifing með hjálp gervihnattar Alkunna er að bílar og jafnvel snjósleðar, sem ekið er í óbyggðum eða á jöklum, nota svokallaða GPS-staðsetningartæki til að aka eftir. Þessi tækni, nánar útfærða (DGPS) er farið að nota erlendis í landbúnaði. Með henni er unnt að stjóma traktorum, t.d. við áburðar- dreifingu eða raðhreinsun. Aka má vélinni fram og aftur eftir landi með ákveðinni fjarlægð milli um- ferða með nákvæmni upp á 2 cm, jafnvel þó að landið halli. Þannig þarf náttmyrkur eða lélegt skyggni ekki að tefja fyrir. Verð á þessum útbúnaði em nkr. 370.000. (Norsk Landbruk nr. 4/2001) 32 - FR€VR 4-5/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.