Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.04.2001, Qupperneq 22

Freyr - 15.04.2001, Qupperneq 22
skeiði í framleiðslunni. Auk þeirra nauta, sem þegar eru nefnd, eru Bassi 86021, Þegjandi 86031, Daði 87003 og Flekkur 87013, allir með fleiri en 100 dætur sem ná yfir 5000 kg þröskuldinn. I töflu 2 er birt yfirlit um þær kýr sem mjólka 8000 kg af mjólk eða meira árið 2000. Þær eru fleiri en nokkru sinni eða 90 og hefur fjöldi þeirra raunar meira en tvöfaldast frá árinu 1998 þegar 40 kýr í land- inu náðu þessum mörkum. í þess- um hópi allra afurðahæstu kúnna eru dætur Andvara 87014 einnig flestar en hann á þar átta dætur, en þar má sjá sex kýr undan Daða 87003 og fimm dætur Þistils 84013. Mestum afurðum skilaði Skrauta 60 í Minni-Hattardal í Súðavíkur- hreppi, sem mjólkaði 12267 kg mjólkur. Þetta eru meiri afurðir en dæmi eru um áður á heilu ári hjá kú hér á landi. Efnamælingar eru ekki til úr mjólk Skrautu á árinu þannig að efnamagn reiknast út frá staðal- tölum og eru þannig 491 kg af mjólkurfitu og 417 kg af mjólkur- próteini. Skrauta bætir þama met Snúllu 61 á Efri-Brunná um 114 kg af mjólk, en það met hafði staðið óhaggað frá árinu 1994. Jafn mikl- ar afurðir nást ekki innan ársins nema við allra bestu skilyrði, þ.e. að kýmar séu í fullri framleiðslu allt árið. Skrauta er ung kýr og bar sínum öðrum kálfi í árbyrjun 2000 og er í fullri framleiðslu allt árið, hún fer í mjög háa framleiðslu eða rúmlega 50 kg hæstu dagsnyt og nær þannig þessum feikilega miklu afurðum. Þessi afrekskýr er dóttir Snarfara 93018, en móðir hennar, Molda 45, var ákaflega mjólkurlag- in kýr og ekki síður amman, Molda 30, sem vakti verulega athygli í kúaskoðun fyrir um áratug. Önnur í röð var Skræpa 252 í Stóru-Hildisey í Austur-Landeyj- um. Hér fer einnig ung kýr, dóttir Daða 87003. Eins og Skrauta í Minni-Hattardal ber Skræpa í janú- ar og er að mjólka allt árið. Afurðir hennar á árinu eru 11519 kg af mjólk, 358 kg af mjólkurpróteini og 464 kg mjólkurfitu. Þrjár aðrar kýr ná 10 tonna mörk- unum, eða fleiri en áður, þær eru Nína 149 í Leirulækjarseli í Borg- arbyggð, sem undanfarin ár hefur verið í hópi afurðahæstu eða af- urðahæsta kýr landsins, og mjólk- aði árið 2000 10722 kg, en þessi einstæði afreksgripur er dóttir And- vara 87014 og hefur áður fengið ít- arlega umfjöllun í hliðstæðum greinum á fyrri árum. Alsæl 354 í Nýjabæ í Bæjarsveit skilaði 10292 kg af mjólk, en þar fer fullorðin dóttir Rauðs 82025 sem kom full- orðin frá Bjargasteini í Stafholts- tungum þegar mjólkurframleiðsla var aflögð þar. Fimmta kýrin í 10 tonna hópnum er Frekja 208 í Asólfsskála í Vestur-Eyjafjalla- hreppi sem mjólkaði 10083 kg af mjólk. Þessi kýr er ein af eldri dætrum Hvanna 89022 úr hópi dætra hans við afkvæmarannsókn. Þegar kúm er raðað eftir magni af mjólkurpróteini skipar Skrauta 60 efsta sætið með 417 kg (reiknað út frá staðaltölu 3,40%), þá kemur Sleikja 213 í Ásólfsskála með 388 kg, en það skýrist af því að hjá henni eru mjög fáar efnamælingar á árinu og því framreiknast hjá henni mjög háar mælingar sem gefur fast að 5% próteinhlutfall. Nína 149 er með 377 kg, Skræpa 252 358 kg og Alsæl 354 350 kg. Þegar gamla viðmiðunin magn mjólkurfitu er notuð þá kemur í efsta sætið Stór 80 í Fremstuhúsum í Skutulsfirði með 498 kg. Hjá henni vantar efnamælingar á mjólk en hún er framreiknuð á grunni mjög hárra eldri mælinga, sem eru rúm 5% í fituhlutfalli. Skrauta 60 reiknast með 491 kg (staðaltala 4%) og Skræpa 252 skilar 464 kg af mjólkurfítu. Líklega er raunhæfasta röðun toppkúnna á grunni magns af verð- efnum, þ.e. samanlagt magn af mjólkurfitu og mjólkurpróteini. Þar verður röðin þessi: Skrauta 60 með 908 kg, sem er Islandsmet, Skræpa 252 með 822 kg, Stór 80 með 805 kg, Sleikja 213 með 785 kg og Steypa 223 á Syðri-Bægisá í Öxnadal, sem kemur við sögu í hópi kúa með hæst kynbótamat, skilar 766 kg. Nautsmæðraskráin Enginn þáttur í framkvæmd ræktunarstarfsins er eins háður góðu samstarfi hins almenna bónda og þeirra, sem vinna að fram- kvæmd ræktunarstarfsins, eins og val nautsmæðra. Fyrsta þrepið í því vali er að mynduð er skrá um þær kýr í land- inu sem hafa kynbótamat 110 eða hærra. Þetta er ytri ramminn að þeim hóp kúa sem á að velja nauts- mæður meðal. Síðan eru ýmsir þættir sem valda því að ýmsar af þessum kúm eru ekki áhugaverðar eða koma ekki til greina. Um 10% kúnna eru á búum sem dýralækna- yfirvöld leyfa ekki að gripir séu teknir frá. Örfáar kýr eru hymdar og slíkar kýr eru aldrei notaðar sem nautsmæður. Síðan verða kýmar að sýna kosti í öðrum eiginleikum en afurðasemi. Þar verður öðm fremur að treysta á mat eiganda kýrinnar. Það er yfirleitt reynslan að flestir bændur bjóða ekki til sölu naut- kálfa undan þessum kúm, nema þeir séu undan kúm sem að þeirra eigin mati uppfylla öll skilyrði til að flokka megi kúna sem afbragðs- grip. Þama verður einnig að byggja á því að eigandi kýrinnar sjái til að hún sé sædd með sæði úr einhverju þeirra nauta sem á hverjum tíma eru í notkun sem nautsfeður og ef það fæðist í fyllingu tímans naut- kálfur að þá sé látið vita um hann til ráðunautar í nautgriparækt á svæðinu. Til viðbótar þessum kúm er annar hópur sem ekki er síður mikil þörf á að veita verðskuld- aða athygli, en það eru úrvalsætt- aðar óbornar kvígur eða þannig ættaðar kýr á fyrsta mjólkurskeiði sem þá hafa þegar fært sönnur, með eigin afurðum, á að þeim er ekki úr ætt skotið. Þetta eru í raun verðmætustu gripir ræktunar- 22 - FR6VR 4-5/2001

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.