Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 42
Niðurstöður
Á tímabilinu voru
skráðir alls 162.530
burðir. í 158.704 tilfell-
um voru afdrif kálfsins
skráð, þar af sem 4
(fæddist dauður), 5 (fóst-
urlát) eða 8 (drapst innan
3 vikna frá fæð.) í 16.510
tilfellum, vanhöld á tíma-
bilinu voru því 10,4%.
Skiptingu milli ára má sjá
í 4. töflu.
Hér ber að athuga að
árið 2000 var ekki að
fullu komið inn er rann-
sóknin var gerð, það
skýrir hvers vegna
færslur þá eru nokkuð
færri en árið áður.
Hér er ekki um neina
skýra þróun að ræða á
tímabilinu, vanhöldin
virðast vera nokkuð jöfn
yfir tímabilið, þó er það
umhugsunarefni að á sl.
ári fer vanhaldahlutfallið
í fyrsta skipti yfir 11 af
hundraði. Þróunina má
skýra með eftirfarandi
jöfnu:
Vanhöld eftir burðarnúmeri
Burður
1. mynd. Vanhöld kálfa eftir burðarnúmeri móðurinnar.
Y = 0,1052x- 199,7
R2 = 0,197 og P = 0,29
Þar sem Y er vanhöld og x er
burðarár.
Yfirlit yfir vanhöld eftir burðar-
númeri gripa má sjá á 1. mynd.
Eins og sjá má á 1. mynd skera 1.
kálfs kvígumar sig verulega úr, þar
sem sjötti hver kálfur kemst ekki
lifandi í heiminn, eða drepst innan
3ja vikna frá fæðingu. Líkur á van-
höldum eru því 2,5 sinnum meiri
við 1. burð en við síðari burði. Það
ber að hafa í huga að súlur frá og
með 5. burði byggja á tiltölulega
fáum mælingum, þannig að
skekkjumörk hækka eftir því sem
burðamúmer hækkar.
Áhrif aldurs við 1. burð má sjá á
2. mynd, aldur er á bilinu 18-36
mánaða.
Eins og sjá má eru vanhöldin
verulega há þegar kvígumar em
mjög ungar, það bendir til þess að
um nokkra burðarerfiðleika sé að
ræða, þau falla hins vegar nokkuð
skarpt er kvígurnar ná auknum
þroska og haldast nokkuð jöfn eftir
að 2 ára aldri er náð.
Vanhöld hjá 1. kálfs kvígum eru
nærri tvöfalt tíðari hér en í sam-
bærilegum kúakynjum erlendum,
5. tafla. Skipting eftir
landsvæðum, 1993-2000
Svæði Vanhöld
Vesturland 10,4%
Vestfirðir 10,3%
Norðurland vestra 9,6%
Norðurland eystra 10,3%
Austurland 11,3%
Suðurland 10,6%
Meðaltal 10,4%
t.d. í dönskum Jersey kvígum og
tæplega 50% tíðari en hjá 1. kálfs
kvígum í USA. Sama mynstur
virðist því vera á vanhöldum hér
á landi og erlendis, 1. kálfs kvíg-
urnar eru mun hærri en eldri
kýrnar, það er eins og áður segir í
fullu samræmi við niðurstöður
erlendra rannsókna, það sama
gildir um áhrif aldurs við 1. burð
á vanhöld.
Yfirlit yfir vanhöld kálfa eftir
svæðum má sjá í 5. töflu.
Eins og sést í töflunni er nokkur
munur á milli landsvæða, liggja tvö
þeirra, Norðurland vestra og Aust-
urland, utan 95% vikmarka. Sá
munur, sem er á milli svæða, skýr-
ist ekki af mismunandi hlutfalli 1.
kálfs kvígna innan þeirra. Á
„stóru“ svæðunum, Suðurlandi og
Norðurlandi eystra er ekki mark-
tækur munur.
42 - pR€VR 4-5/2001