Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 11

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 11
Tafla 3. Heimsviðskipti með mjólkurafurðir íþús. tonna Smjör Undanrennu- duft Nýmjólkur- duft Ostar ESB 140 200 540 410 USA 10 100 20 40 Ástralía 110 200 120 130 Nýja-Sjáland 300 160 340 230 Alls: 720 1000 1140 1100 „20:80 fjósamann" þar og ræður sig svo sem verktaka í mjaltir á þriðju jörðinni. Þetta kerfi flýtir samt óneitanlega fyrir endumýjun og gjaman byija bændur sem „fjósamenn", afla fjár og kaupa sér svo jörð sjálfir. Greini- legt er að menn bindast litlum sem engum tengslum við jarðnæðið, engir átthagafjötrar, búa kannski í 5- 6 ár en fara þá í eitthvað annað. Markaðssetning Nýsjálendingar framleiða aðeins um 2,3% allra landbúnaðarvara í heiminum en hafa samt sem áður 30% hlutdeild í heimsviðskiptum með landbúnaðarvörur. Nýsjálenskur mjólkuriðnaður er allur á formi samvinnufélaga í eigu bænda (innleggjenda) svipað og þekkist hérlendis. I dag eru fjögur fyrirtæki í mjólkuriðnaði og em tvö þau stærri, New Zealand Dairy Group og Kiwi Co-op Dairies, með 95% markaðarins. Um 90% allra mjólkurafurða fara á markað er- lendis á vegum eins fyrirtækis, New Zealand Dairy Board, sem snúa mætti sem „Framleiðsluráð mjólkurframleiðenda" upp á ís- lensku. Heildarverðmæti mjólkurfram- leiðslunnar er um 250 milljarðar íkr. og verðmæti útfluttra mjólkur- afurða er um 160 milljarðar íkr. Mjólkurframleiðslan telur því um 2/3 heildarútflutnings landbúnaðar- vara og um 1/3 af heildarverðmæti vöruútflutnings. Nýsjálendingar hafa um 26% hlutdeild í heimsviðskiptum með mjólkurvörur. (Tafla 3). Að lokum Ljóst er að aðstæður kúabænda á Nýja-Sjálandi eru allar aðrar en við þekkjum hér á landi. Bæði á það við um veðráttuna og skipulag landnotkunar og ekki síður verð- lagningu mjólkurinnar sem er háð heimsmarkaðsverði á hverjum tíma. Þessar aðstæður leiða til þess meðal annars að bústjórnin á hverju búi er mikil og miðast við að lágmarka kostnað við fram- leiðsluna og því velta menn mjög gaumgæfilega fyrir sér öllum út- gjaldaliðum. Jafnframt er skipulag og nýting beitar lykilatriði í bú- rekstrinum. Báða þessa þætti, skipulagning og stjóm beitar og kostnaðarvit- und, er ástæða til að horfa mjög til hér á landi. Altalað á kaffistofunni Hann er plága í Hjaltadal Arin 1977 til 1982 kom Sigurður Blöndal, þá skógræktarstjóri, að Hólum í Hjaltadal í lok nóvember eða fyrst í desember ár hvert til að velja þar jólatré í skógræktargirðingunni með nem- endum Bændaskólans. A þessum árum var Rósberg G. Snædal, skáld og rithöfundur, kennari við Bamaskólann á staðnum en þeir Sigurður vom góðkunningjar frá Akureyri frá því Sigurður var í skóla þar. Á Hólum þessi ár tók Rósberg upp þann sið að gauka vísu eða vísum að Sigurði í hverri heim- sókn. Fylgja þær hér á eftir: 1977 Hólastóls inn í heilög vé með höggum og slögum Blöndal sté. Fagur meiður að foldu hné; furu-, greni- og eikartré. 1978 Grenitrjdnna toppa sker hann títt í erg og gríð. Eins og skógareldur fer hann yfir Raftahlíð. 1979 Siggi Blöndal sést d róli, senn er úti ndðartíð, skógarhögg á Hólastóli hefur stundað langa hríð. Feigðarkall við hól og hall heyrist gjalla um dalinn. Skógurinn allur upp ífjall á aðfalla í valinn. 1980 Raftahlíð í svöðusárum sundurflakir viðarstrjál. Hólabyrða höfgum tárum hellir oní Gvendarskál. 1981 Hann er plága í Hjaltadal, héma brá hann Ijánum. Heggur sá er hlífa skal Hóla smáu trjánum. 1982 Austanvéri í erg og gríð eggjar ferleg tólin, rœtur sker í Raftahlíð, rúínerer stólinn. (Heimild: Sigurður Blöndal) pR€VR 4-5/2001 - 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.