Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.2001, Side 11

Freyr - 15.04.2001, Side 11
Tafla 3. Heimsviðskipti með mjólkurafurðir íþús. tonna Smjör Undanrennu- duft Nýmjólkur- duft Ostar ESB 140 200 540 410 USA 10 100 20 40 Ástralía 110 200 120 130 Nýja-Sjáland 300 160 340 230 Alls: 720 1000 1140 1100 „20:80 fjósamann" þar og ræður sig svo sem verktaka í mjaltir á þriðju jörðinni. Þetta kerfi flýtir samt óneitanlega fyrir endumýjun og gjaman byija bændur sem „fjósamenn", afla fjár og kaupa sér svo jörð sjálfir. Greini- legt er að menn bindast litlum sem engum tengslum við jarðnæðið, engir átthagafjötrar, búa kannski í 5- 6 ár en fara þá í eitthvað annað. Markaðssetning Nýsjálendingar framleiða aðeins um 2,3% allra landbúnaðarvara í heiminum en hafa samt sem áður 30% hlutdeild í heimsviðskiptum með landbúnaðarvörur. Nýsjálenskur mjólkuriðnaður er allur á formi samvinnufélaga í eigu bænda (innleggjenda) svipað og þekkist hérlendis. I dag eru fjögur fyrirtæki í mjólkuriðnaði og em tvö þau stærri, New Zealand Dairy Group og Kiwi Co-op Dairies, með 95% markaðarins. Um 90% allra mjólkurafurða fara á markað er- lendis á vegum eins fyrirtækis, New Zealand Dairy Board, sem snúa mætti sem „Framleiðsluráð mjólkurframleiðenda" upp á ís- lensku. Heildarverðmæti mjólkurfram- leiðslunnar er um 250 milljarðar íkr. og verðmæti útfluttra mjólkur- afurða er um 160 milljarðar íkr. Mjólkurframleiðslan telur því um 2/3 heildarútflutnings landbúnaðar- vara og um 1/3 af heildarverðmæti vöruútflutnings. Nýsjálendingar hafa um 26% hlutdeild í heimsviðskiptum með mjólkurvörur. (Tafla 3). Að lokum Ljóst er að aðstæður kúabænda á Nýja-Sjálandi eru allar aðrar en við þekkjum hér á landi. Bæði á það við um veðráttuna og skipulag landnotkunar og ekki síður verð- lagningu mjólkurinnar sem er háð heimsmarkaðsverði á hverjum tíma. Þessar aðstæður leiða til þess meðal annars að bústjórnin á hverju búi er mikil og miðast við að lágmarka kostnað við fram- leiðsluna og því velta menn mjög gaumgæfilega fyrir sér öllum út- gjaldaliðum. Jafnframt er skipulag og nýting beitar lykilatriði í bú- rekstrinum. Báða þessa þætti, skipulagning og stjóm beitar og kostnaðarvit- und, er ástæða til að horfa mjög til hér á landi. Altalað á kaffistofunni Hann er plága í Hjaltadal Arin 1977 til 1982 kom Sigurður Blöndal, þá skógræktarstjóri, að Hólum í Hjaltadal í lok nóvember eða fyrst í desember ár hvert til að velja þar jólatré í skógræktargirðingunni með nem- endum Bændaskólans. A þessum árum var Rósberg G. Snædal, skáld og rithöfundur, kennari við Bamaskólann á staðnum en þeir Sigurður vom góðkunningjar frá Akureyri frá því Sigurður var í skóla þar. Á Hólum þessi ár tók Rósberg upp þann sið að gauka vísu eða vísum að Sigurði í hverri heim- sókn. Fylgja þær hér á eftir: 1977 Hólastóls inn í heilög vé með höggum og slögum Blöndal sté. Fagur meiður að foldu hné; furu-, greni- og eikartré. 1978 Grenitrjdnna toppa sker hann títt í erg og gríð. Eins og skógareldur fer hann yfir Raftahlíð. 1979 Siggi Blöndal sést d róli, senn er úti ndðartíð, skógarhögg á Hólastóli hefur stundað langa hríð. Feigðarkall við hól og hall heyrist gjalla um dalinn. Skógurinn allur upp ífjall á aðfalla í valinn. 1980 Raftahlíð í svöðusárum sundurflakir viðarstrjál. Hólabyrða höfgum tárum hellir oní Gvendarskál. 1981 Hann er plága í Hjaltadal, héma brá hann Ijánum. Heggur sá er hlífa skal Hóla smáu trjánum. 1982 Austanvéri í erg og gríð eggjar ferleg tólin, rœtur sker í Raftahlíð, rúínerer stólinn. (Heimild: Sigurður Blöndal) pR€VR 4-5/2001 - 11

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.